13.8.2008 | 13:24
mikið um að vera í morgun
og það eru orð að sönnu,erum búin að hafa það notalegt hér heima við,dagurinn í gær bauð upp á útiveru eftir lúr og fulla skál af ávöxtum tókum við gönguferð með æfingafötin hennar Gyðu hún var í leik heima hjá frændfólki sínu á Túngötunni og þar var svo húsfreyjunni gumpinum boðið í kaffi og börnin í leik stelpan á æfingu og við komum þar við á heimleið og sáum aðeins af æfingunni,á leið heim sáu börnin pabba sinn á plani hjá Braut og mamman var teimd þar á harðaspretti og rétt náðum við að hitta á kallinn áður en hann rauk af stað,hann bauð upp á kleinur sem voru velþegnar af börnunum það var eins og þau hefðu ekki fengið að borða lengi lengi
eftir kossa og fullt af knúsum þá röltum við heim á leið,þar var aftur tekið hraustlega til matar sýns,fyrir valinu var smjör með harðfisk,rúgbrauð með osti og mjólk,börnin eru sísvöng kanski ekki skrítið þau eru mikið á ferðinni og þurfa þar af leiðandi mikið eldsneiti,
við tókum smá bíltúr og svo var farið á leikskólann með stóru systur og frænku og frænda í leik í klukkutíma,og á meðan þá notaði mamman sér frítímann og fór í sturtu og undirbjó kvöldmatinn og það var rosagott,læt uppskrift fylgja,
ein dós af bökuðum baunum,afgangskjöt,soðið pasta,laukur og hvítlaukur,pastasósa í krukku eða önnur sósa,brokkolí eða annað grænmeti að vild og það sem er til hverju sinni,allt saman á pönnu og svo í rest er ostur yfir og látið bráðna ,berið fram með grænmeti eða brauði eða ekkert því þetta er mikill matur og rosalega gott,
eftir kvöldmat og börnin sofnuð fór bóndinn til vinnu en við mæðgurnar púsluðum og höfðum það notalegt,en dagurinn í dag hefur verið annasamur og bara varla hálfnaður,byrjaði á því að fara til læknis þegar börnin voru farin í leikskólann,og gekk það vel,við læknirinn ræddum saman og lyfjaskamturinn var aukin og við töluðum um ástæðu vanlíðans og hann var ekkert hissa á að þau utankomandi áhyggjur skuli hafa þessi áhrif og svo var sagt frá fundinum sem var haldinn kl ellefu,fór svo með Helgu systir til sama læknis stuttu seinna og rétt náðum að klára þá heimsókn fyrir fundinn,og fundurinn var góður og gátum við sem á honum voru talað saman og það hefði verið gott ef foreldrarnir hefðu viljað koma með okkur,því við eru öll að reina að hjálpa þeim,og það er mjög sárt að fá á sig ásakanir um að vilja þeim íllt og vont það er ekki satt það er verið að aðstoða en ekkert gengur að koma boðum til þeirra það þarf að hlusta á okkur og á þá aðila sem vilja hjálpa þeim og hana nú,og mín vegna meiga þau lesa mín blogg þar er ekkert ljótt og allir meiga lesa þar sem er ritað en það er ekki fallegt af þeim að ásaka mig um að vilja þeim íllt,hvað á annað að halda þegar þau vilja ekkert tala við mann og loka sig inni í herbergi með barnið þagar maður kemur í heimsókn að hitta þau og barnið,eða hvar eru þau annars ?
en jæja ætla að láta þetta duga í dag,við reinum að láta okkur líða vel og gerið þið það líka
kveðja húsfreyju gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
157 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 19587
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlits kvitt hér...er búin að vera frekar löt að blogga og kvitt en er að reyna að taka mig á..
Knús til ykkar.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.8.2008 kl. 14:54
takk kærlega Heiður mín,vonandi er allt gott hjá ykkur
knús og kossar
kv gumpurinn og fjölsk
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 14.8.2008 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.