10.7.2008 | 20:38
eftir annasaman dag þá má segja að
heima er best það eru orð að sönnu við fórum bæjarferð í dag, fórum fyrst í barnaafmæli,systurdóttir bóndans er níu ára í dag og kíktum við þangað áður en við fórum með Gyðu Dögg á símamótið,það reyndist ekki auðvelt að vera í afmælinu,þar er fólk já fólk sem gumpurinn þekkir til en samt erfitt að hitta og tala við það,gumpurinn tók ekki inn slakandi fyrir ferðina vegna syfju eftir enn eina svefnlitla nótt,krílunum var boðið að vera á meðan við foreldrarnir fóru með dömuna í Smáraskóla en þar er símamótið og gisting,við fundum svefnaðstöðina og var það bara mjög fínt,þar voru nokkrir foreldrar að búa um stelpurnar sínar,við bjuggum um stelpurnar Birna Marija og Gyða Dögg deila einni stórri vindsæng saman,þær voru þvílíkt spenntar og er við yfirgáfum þær ásamt Ástu frænku um kl sex þá voru þær að fara að borða súpu og brauð sem var boðið upp á,
við náðum svo í krílin og komum heim kl að verða hálf átta og krílin fengu sér að borða og voru sofnuð kl átta,og nú er bóndinn á fótboltaæfingu og gumpurinn ætlar að blogga aðeins kíkja svo á sjónvarpið og fara snemma í háttinn vonast eftir góðum nætursvefni ekki veitir af,
í fyrramálið þá er læknisheimsókn og verða krílin hjá afa og Sigga á meðan,bóndinn verður að vinna helling á morgun en ætlar á laugardagsmorgun að taka vakt með fótbolta stelpunum,en heima verður gumpurinn með krílin,ætlum að hafa það notalegt,kíkjum á leikskólann og förum í leiktækin og svo er bara að láta ráðast eftir verði og heilsu,
en jæja þetta er orðið nokkuð gott,ætla að heingja upp úr þvottavélinni og líta á sjónvarpið,hafið það sem allra best og njótið helgarinnar
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
.............Sendi stóra og sterka svefnstrauma til þín ....................zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
Húsmóðir, 10.7.2008 kl. 23:43
takk kærlega fyrir
knús og kossar til þín
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 16.7.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.