afmæliskaka bökuð og uppskrift af vinsælli grænmetissúpu

ekkert smá erfitt fyrir gumpinn að vakna í morgun,svefninn s,l. nótt var lítill eins og síðustu nætur en varð bara að drífa sig á fætur,það var tími hjá læknir mjög snemma og það þurfti að koma krílunum í pössun,en svo þegar við vorum að fara út úr dyrunum þá var hringt og tilkynnt að læknirinn væri veikur en gumpurinn fær tíma næsta föstudag,en við fórum nú samt út það var búið að lofa þeim að leika við Sigga og við kíktum þangað, börnin vildu bara vera úti og léku þar saman og við alla hundanna,við komum svo heim rúmlega ellefu og börnin orðin verulega þreytt,þau fengu sér að borða og sofnuðu svo rétt rúmlega tólf,

við höfðum það svo notalegt hér heima í dag,bökuðum djöflatertu og settum smjörkrem ofan á,það á nefninlega einn á heimilinu afmæli í dag 36 ára er bóndinn og var gætt sér á köku með rjóma og komu afi og amma í heimsókn,svo var komið kvöld og krílin þreytt og sofnuð á sínum tíma en afmælisbarnið fór að vinna og verður að heiman við þá iðju í kvöld,elsta dóttirin er komin úr afmæli bekkjasystur sinnar og ætlar að vera úti til hálf tíu hún ætlar að fara að sofa snemma og vera útsofinn á morgun,ætlar að láta flétta allt hárið í litlar fléttur og skella sér á sem búið er að bíða lengi eftir, Símamótið verður sett á morgun Smile og ætlum við fyrst í afmæli í bænum verður stutt þar svo er að koma stelpunni fyrir þar sem mótið verður haldið,halda heim fyrir kvöldmat og koma krílunum í háttinn,

ætlaði í gær að láta fylgja uppskrift af hollri og góðri grænmetissúpu en gleymdi því en hér kemur uppskriftin,höfum við oft eldað súpuna bæði fyrir afmæli og svo bara af því að okkur þykir hún svo góð,engin hefur ennþá fussað yfir henni Wink

í stórann pott á mið hita setjið 1,5 ltr af vatni og eina krukku af tomatensuppe frá La Selva eða annari tegund,bætið í þrjá stóra grænmetisteninga t,d. frá Rapunzel eða aðra tegund,sjávarsalt og gróf piparkorn ca matskeið af hvoru,látið suðuna koma hægt upp,skerið þrjá hvítlauksgeira og hálfann stórann lauk eða einn lítinn,ásamt púrrulauk,blómkál og brokkolíkál skorið niður,gulrætur og rófur skorið niður,radísur og stór bökunarkartefla skorið niður,en það má alveg nota hvaða grænmeti sem er,svo er góðri olíu hellt á pönnu og grænmetið smátt í einu snögg steikt á góðum hita og sett svo í pottinn með tómatsoðinu að því loknu er pasta sett út í eins og hver vill en það er líka gott að setja smá eldað kjöt með,súpan er tilbúin þegar pastað er soðið þá er settur út í súpuna einn peli af rjóma og ef súpan er þunn þá má þykkja hana með Ricemeal eða Maizenameal ég kaupi frá Bíoculinair sem er glutenfree og lífrænt en það er bara smekkatriði hvernig sósur og súpur eru þykktar,en svona súpa er matarmikil og rosalega góð og holl og gott að hafa heitt brauð með,

þá er það komið ég læt þetta duga í kvöld,hafið það sem allra best og góða nótt

kv frá gumpinum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju með bóndann Ágústa og knús á hann frá okkur hér í Norðuvörinni....

Kveðja Heiður og co 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.7.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

takk kærlega fyrir kveðjuna,hafið það sem allra best  til ykkar

kv gumpurinn

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 10.7.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

156 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband