6.7.2008 | 21:03
dreymdi draum sem hverfur ekki úr hausamótunum
búið að vera frekar rólegur sunnudagur hjá okkur,vöknuðum kl að verða sjö í morgun og kúrðum saman til rúmlega níu,þá nenntum við að klæða okkur og tókum smá bíltúr, kíktum í heimsókn til afa,Sigga og Eygló færðum þeim kaffi sem við vorum búin að eiga nokkuð lengi í frystir en erum með kaffivél sem malar baunir en þetta kaffi var malað svo það var búið að vera gleymt og grafið í kistunni en það var hellt upp á kaffi og smakkaðist það bara vel,bóndinn sat reyndar stutt í kaffi en mamman og börnin voru aðeins lengur,
börnin lögðu sig í hádeginu og sváfu vel,við opnuðum tjaldvagninn í dag og viðruðum hann svo var stöng tekin úr og gert við,hún hafði einhvern tímann brotnað og nú var suðan að gefa sig svo því var reddað ,núna er bóndinn að þvo vagninn og ætlar svo að pakka honum saman,vonumst til að geta farið stutta ferð í útilegu í sumar,en það fer eftir veðri og heilsu barnanna,eins og er þá er kvefið bara að versna og hósti að byrja
gumpinum dreymdi draum s,l. nótt sem hefur ekki farið burtu úr huganum síðan augun opnuðust í morgun og draumurinn er mjög skýr,er að hugsa um að láta hann flakka hér með,
var stödd í húsi sem fannst eins og pabbi ætti það og þar var eitthvað af fólki en sá ekki mikið af því en heyrði í því,er eittvað að rápa þar um og rekst þá á kærasta Kristínar systur hann er að passa litla stelpu sem ég veit hver er og það barn er fjögura ára en mamman hafði skroppið frá en var búin að vera nokkuð lengi og Jói kærasti Kristínar fannst það ekki sniðugt og var frekar hneikslaður að það væri að koma nótt og ekki búið að ná í barnið sem var orðið þreytt og skítugt og búið kúka helling en Jói gat ekki skift á því og bað mig um það sem ég gerði og strauk í leiðinni úr andlitinu á því og um hárið sem er ljóst og liðað barnið var mjög ánægt og ég ætlaði að taka það með mér heim og leifa því að sofa þar,
svo var ég allt í einu á rölti niður Vesturbrautinna og fer neðri hringinn svo þegar ég er komin að Hópsnesi þá er ég allt í einu að vaða mikinn snjó og það er bylur úti og er erfitt að ganga snjóinn ég er klædd í snjóbuxur en í stuttermabol og finnst skrítið að mér skuli ekki vera kallt,svo er mér litið aftur fyrir og sé að það sé að koma bíll og ég hugsa hann mun ekki sjá mig ég er ekki með endurskinsmerki og engin götulýsing svo ég rétt kemst upp á snjóruðninganna áður en bíllinn fer fram hjá og heyri í briminu í sjónum og kemst upp á brimgarðinn eftir mikið puð,finnst ég verða að sjá sjóinn eða brimið,
held svo áfram en er mjög erfitt að ösla snjóinn en sé að ég er að komast heim sem er húsið Grund og er ég ætla að ganga heimkeyrsluna þá er þar fullt af jólapökkum,og er ég mjög hissa á því og er ég kemst í húsið þá er skreitt jólatré þar svona ekta amerískt tré mjög mikið skreitt en fallegt,ég heyri að maðurinn minn sé að koma heim á bílnum og hann er sumarklæddur og dröslar Bríeti og Gyðu inn og eru þær sofandi ásamt böngsunum þeirra og þá spyr ég um Sölva og hann er þá sofandi í íbúðinni sem er í endanum á húsinu og ég bið manninn minn að ná í hann ég vildi hafa hann hjá mér ef eitthvað kemur fyrir sem hann gerir og tekur jólagjafirnar með inn,
á meðan á þessu gengur þá er mamma mín hjá mér og er mjög brosandi og líður greinilega vel ég er smá hissa að hún sé búin að fylgja mér en er mjög sátt við það en það virðist enginn annar taka eftir henni svo vakna ég,
svo hljóðaði draumurinn og langar mig mikið til að láta ráða hann en veit ekki um neinn sem getur það,ég hef það á tilfinningunni að þessi draumur sé dálítið merkilegur og man hann svo vel og hann er stöðugt að rúlla í hausamótunum á mér,svo ég væri mjög þakklát ef einhver getur ráðinn þennan draum fyfir mig,
en jæja læt þetta duga í kvöld,eigið góða nýja viku sem er framundan og njótið lífsins
kveðja frá dreymandi gumpi
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta er skrítinn draumur, vonandi að eitthver getur ráðið hann fyrir þig en ekki get ég það. :)
Kristín Bessa (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:57
takk systir mín,en gaman að þú skildir lesa bloggið mitt,sjáumst vonandi sem fyrst
kv frá okkur öllum
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 8.7.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.