25.6.2008 | 23:18
að halda sig til hlés
já þannig eru síðustu dagar búnir að vera, við ákvöðum að skella okkur norður á föstudaginn alla leið í Bárðardalinn á sveitabæinn sem við förum alltaf eina viku yfir sumarið og gekk sú ferð nokkuð vel,gumpurinn dormaði næstum alla leiðinna hafði tekið inn slökunarlyf og þessi líka svaka sifja svo erfitt var að halda sér vakandi svo hafði þreitann sagt til sín,börnin höfðu það notalegt á leiðinni og vorum við komin kl hálf tíu og komum okkur fyrir og börnin sofnuð útkeyrð klukkutíma seinna og höfðu aldrei vakað svona lengi en voru vöknuð á sínum tíma morguninn eftir,en sem betur fer þá sváfu þau ásamt mömmu sinni tvo tíma eftir hádegi,á laugardeginum þá var sveitalífið skoðað með börnunum og höfðu þau mjög gaman af,og mjólkin hún er ekkert smá góð og var drukkið vel af henni,börnin þömbuðu hana eins og kálfarnir og ætluðu aldrei að fá nóg,
það var rúmlega tuttugu manns sem hittust þessa helgi á fallegum stað langt upp í sveit,nánast allt þetta fólk höfum við hitt oft áður en einhvern veginn þá var þessi helgi mjög erfið og gumpurinn hélt sig til hlés en reyndi samt sem áður að spjalla við fólkið,tók inn slakandi að ráði læknisins sem átti að virka en náði ekki tilsettum árangri eins og til stóð,það var grillað voða gott kjöt og gott meðlæti með því,svo þegar börnin litlu fóru að sofa á sínum tíma um kl átta þá lagðis mamma þeirra hjá þeim þar til þau voru sofnuð og ákvað svo að fara fram til fólksins og spjalla en það gekk ekki voða vel svo að gumpurinn fór að sofa upp úr miðnæti ásamt elstu dótturinni,en bóndinn blandaði geði við fólkið aðeins lengur,
það var gott að vakna á sunnudagsmorgun með börnunum hafa það notalegt með þeim ein í stóru gömlu eldhúsi í stóru gömlu húsi,allir aðrir sofandi bæði í húsinu og á túninu í tjöldum,fellihýsum og húsbílum,við risastórt eldhúsborð borðuðum við morgunmat,en í svona gömlu húsi eru oft framliðnar sálir á sveimi og var gumpurinn var við verur þennan morgun í eldhúsinu sem föfðu bara notaleg áhrif, svo fór eldra fólkið að vakna og smátt og smátt fylltist eldhúsið af fólki mismikið hrest eftir laugardagskvöldið,það var drukkið og spilað á gítar framm á nótt,
bóndinn vaknaði hress um níu og tókum við til við að koma okkar hafurtaksi út í bíl því við ætluðum að leggja af stað rúmlega eitt en komum fyrst við í barnaskólanum þar er sumarkaffi og ekta sveita stemming stórar alvöru kökur og tertur á boðstólum og gott að hlaða sig fyrir ferðina suður,og gekk sú ferð vel og var líðan gumpsins nokkuð góð við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni því að sitja í bíl svona langa ferð hvort sem maður er góður eða slæmur í skrokknum hefur ekki voða góð áhrif,við komum svo heim rúmlega átta og börnin fóru í sturtubað og voru sofnuð hálftíma seinna og mikið voðalega var það gott að leggjast í sitt rúm,og heima er best,
síðustu dagar hafa verið voða rólegir,Heiður vinkona kíkti til mín í gærmorgun hún var sú eina sem mætti af konunum sem kíkja þá morgna og áttum við gott spjall sem var truflað um kl ellefu en þá var hringt af leikskólanum,Sölvi hafði fengið mikinn blóðnasir í útiverunni og þær gátu ekki stöðvað hann og höfðu áhyggjur en ekki mamman hún þekkir þetta vel og sagði við fóstrurnar að það væri best að nota klaka í tusku eða poka og klemma laust um nefið og þá mundi blóðrenslið stoppa fljótt og ætla þær að eiga klaka til í frystir ef svona kemur aftur upp,nú börnin komu bara heim með mömmu sinni og fengu sér hádegisverð og tóku sinn lúr,og eftir lúrinn og snarl þá kíktum við til Sigga,þau vildu endilega leika við hann og var bara gaman þar,
við erum búin að taka það rólega heima í dag,við bökuðum hollu orku bitanna í morgun og færðum Sigga nokkrar kökur með sér heim af leikskólanum,honum þykja þessar kökur góðar,veit að hann er ekki sá eini á sínu heimili sem þykja þær góðar,annars er bóndinn að vinna og verður fram á nótt,elsta dóttirin gistir hjá vinkonu sinni og gumpurinn er búin að skúra stofu,hol og eldhús í kvöld,ætlar að taka smá þrif á morgun,
jæja það stittist í svefn,líðan svona þokkaleg bæði andlega og líkamlega,lyfin ekki ennþá farin að virka en þetta tekur allt sinn tíma ,svo læt þetta duga í kvöld,gumpurinn biður ykkur að njóta lífsins,njóta sumarsins það stendur svo stutt yfir og birtunar,já það er komið að því að dagurinn fari að stittast aftur,
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að þið skelluð ykkur Norður og takk fyrir frábært spjall þó Sölvi sæti truflaði allt.
Knús til þín Kveðja Heiður
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.6.2008 kl. 17:51
við getum örugglega fundið fljótlega aftur tíma fyrir spjall og takk aftur fyrir komuna
kv gumpurinn
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 26.6.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.