19.6.2008 | 22:18
Hugleiðing,,,,félagsfælni
að vera með fælni hún er til í ýmsum myndum,hún hefur oft í för með sér alvarlegar afleiðingar,en sú fælni sem ætlunin er að ræða um er félagsfælni og það er búið að hrjá mig mjög lengi og hefur farið versnandi,það að hitta fólk veldur mjög oft hrikalegum kvíðaköstum,hræðslu yfirliðstilfinning,og lítið sem ekkert sjálfs öryggi eða sjálfs álit,það að koma þar sem fólk er ókunnugt eða ekki ókunnugt,fara í verslanir,í veislur,ýmis manna mót,til læknis eða tannlæknis,já bara þar sem fólk er að vera innan um fólk eða tala við fólk,og í síma er oft erfitt,stundum er líðan þokkaleg og mikil barátta oft að láta sem ekkert sé og þrauka þar til þægt sé að komast heim í öryggið,það sem gerðist og olli þessari fælni er mikið til eineltinu að kenna sem byrjaði í barnaskóla og þá var ekkert tekið á því í þá daga
það var talað um smá stríðni en þessi svokölluð smá stríðni fól í sér andlegt og líkamlegt einelti,það fór oft þannig að kvíðaköstin voru það mikil að lítil matarlist var uppköst og fyrir rest þá kom upp magasár og mikill höfuðverkur, álagið tók sinn toll og þegar skólaskildunni lauk þá var ekki haldið áfram í skóla vegna hræðslu við áframhaldandi einelti,svo liðu ca 4 til 5 ár og þá tók aftur upp eineltið og fullorðið fólk hefur sagt ýmislegt í gegnum árin sem hefur haft slæm áhrif,og alskonar utan aðkomandi áhrif hefur áhrif á fælnina og gerir enn,það er rosalega erfitt að vinna á þessu og ýmsar hugsanir höfðu komið upp sem oftar en ekki hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,en sem betur fer þá hefur komið upp heilbrigð hugsun sem kom í veg fyrir slæmt, svo var komið að leita þurfti til læknis sem gott var að tala við,
þetta bitnar líka á aðra fjölskildumeðlimi heimilissins,þau finna oft fyrir vanlíða hjá þeim sem líður ekki vel og það er mjög slæmt,þessi fælni getur hrjáð mann víst alla æfi en það er líka hægt að vinna bug á henni og það er ætlunin hjá mér með aðstoð læknis,það hefur samt alltaf einhver bjartsýni komið reglulega upp sem fær mig til að líta á að það sé björt framtíð framundan og með aðstoð þá er allt hægt ,mig langaði að deila þessu með ykkur,
kveðja og til ykkar
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús og Koss
inn í daginn þú veist hvar ég er ef þú vilt það....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.6.2008 kl. 08:33
takk kærlega Heiður mín
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 20.6.2008 kl. 08:51
Ég er hérna á móti sól þú veist..
Ásta Björk Hermannsdóttir, 20.6.2008 kl. 20:07
Já þetta er hlutur sem ég skill allveg af eigin reynslu það er bara eitt hús á milli okkar ég reyni að vera alltaf til staðar þegar einhvað bjátar á elskan mín knús og kossar
Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 21:15
takk kærlega stelpur mínar
kv gumpurinn
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 25.6.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.