14.6.2008 | 20:57
bolti,bolti, bolti,fótbolti
það er nú meira hvað þessi fótbolti getur tekið mikin tíma og setur margt úr skorðum á heimilinnu,nú ekki heima hjá okkur sagði gumpurinn, nú hvað er það við fótbolta sem þú sérð við ? var spurt gumpinn í dag í búðinni nú það er bara svo margt,eins og hvað ? var aftur spurt af konu sem gumpurinn þekkir aðeins,fótbolti er óútreiknanlegur það getur allt gerst,ekki eru allir leikir skemmtilegir eða góðir en svo koma oftast mjög spennandi og góðir leikir,eins og leikirnir sem eru búnir að vera á EM og svo eru líka flottir strákar sem fá mann til að taka djúpt andvarp sagði gumpurinn að lokum og brosti til konunar sem varð frekar hissa,og gumpurinn hafði gaman af það var svo aðeins spjallað um annað umræðuefni sem stóð stutt yfir
og á leiðinni heim þá hló gumpurinn innra með sér og hugsaði það sem er sagt og skrifað að fótbolti sé þetta og hitt en við hjónin spjöllum um leikinna og spáum í næstu leiki og ekki er verra að dóttirin hafi mikinn áhuga,
annars er dagurinn búin að vera nokkkuð rólegur ,bóndinn að vinna frá kl átta í morgun og kom heim kl hálf sjö,og í morgun þá hittum við Kristínu Bessu og Jóa heima hjá pabba og Eygló,það var mjög gott að sjá þau og börnin léku sér saman bæði úti og inni og að venju var fjör við komum svo heim og fórum í búðinna og svo tóku kríin sinn lúr og gumpurinn hafði það notalegt í stofusófanum og átti gott spjall við vinkonu í síma hún býr úti á landi ,Gyða Dögg fór svo með krílin á leikskólann eftir lúrinn og að hafa fengið sér að borða ,svo þau gætu leikið sér og engin hætta á að þau færu sér að voða, og með í för var vinkona Gyðu, þau skemmtu sér í klukkutíma og var bara gaman hjá þeim,þau voru með mikla matarlist eftir útiveruna og borðuðu býsna mikið og voru svo sofnuð á sínum tíma og við hin kláruðum að horfa á leikinn og nú er bíókvöld hér á bæ, á morgun er stefnan sett á bæjarferð eftir hádegi það á að versla sundföt á krílin það yrði ekki vinsælt ef það kæmi KÚKUR í sundlaugunna eða heitapottinn
það kæmu upp vandræða staða,
jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í kvöld,en það er í hugarsmíðum hugleiðing sem kemur fljótlega en hafið það sem allra best gefum okkur tíma fyrir fjölskilduna
með fótbolta kveðju frá gumpinum
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt kvitt, en hvernig var þetta er ekki til lag sem heitir kúkurinn í lauginni...hehehe
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.6.2008 kl. 22:37
kv Ágústa
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 15.6.2008 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.