7.6.2008 | 21:50
rok og rigning ávísun á inniveru
þá er einn dagur enn á enda og komið kvöld,öll börnin sofnuð,krílin sofna reyndar alltaf fyrir átta og sú elsta var búin að ákveða að fara snemma að sofa og það gerði hún og kvöldmaturinn að hennar ósk heimatilbúin grænmetissúpa með ný bökuðu speltbrauði,ekki það sama og síðast,og fór kvöldmaturinn mjög vel í fólkið svo fékk bóndinn símhringingu er matur var borðaður og hann boðaður í vinnu til Reykjavíkur svo hann dreif sig af stað um leið og síðasti bitinn hvarf ofan í hann,ekki allir voða sáttir við að hann skuli þurfa að fara svona snögglega en svona er nú hans vinna,
annars var dagurinn voða líkur síðustu dögum eða vikum og ekki fórum við í kvennahlaupið sökum veðurs,það hefði nú verið gaman að rölta með krílin í kerru hringinn sem er farin en það er svo ekkert mál að rölta þegar veður verður betra vona það að svo verði á morgun en í fyrramálið þá ætlar elsta dóttirin að vakna kl sex og fá sé hafragrautinn ásamt lýsi og vitamínið í rólegheitunum eins og hún orðar það og svo er henni farið að líða betur eftir að hún fékk loksins lyfin sín og tók fyrsta skammtinn í gærmorgun eftir allt of langt hlé,hún ætlar svo að hafa gott nesti með sér og orkuríkt það er ótrulegt hvað hún er voða meðvituð með þetta allt saman og voða dugleg sjálf við að vita hvað má og hvað ekki en varð mjög ung þegar þessar breytingar áttu sér stað en svona er nú það.
svo fara þau feðgin bara tvö á keppnina svo mamman verður heima með krílin,vona samt að geta farið aðeins út með þau fyrir hádegi,það er klikk að geta ekkert farið út bæði fyrir mömmuna og börnin en hóstinn og kvefið er aðeins betra eftir þessa þrjá daga síðan þau fengu aftur nefúðann og pústið
á einhvern undraverðan hátt þá ríkir alltaf einhver bjartsýni hjá gumpinum það demmbist yfir okkur íslendinganna alltaf svartara og svartara spár um hitt og þetta sem lífið snýst svo mikið um og nýustu svartsýnis spár segja að ansi margir munu missa hússnæðin sín á næstunni úff sem betur fer þá erum við í góðum málum ennþá allaveganna og við erum búin aðákveða að vera ekkert að fjárfesta neitt auka bara að hafa þetta eins og það og auka peningur sem kemur inn er hann vandlega geymdur ef eitthvað kemur upp á
jamm ætla að láta þetta duga í kvöld,farið vel með ykur og látið ykkur líða vel,og þökkum fyrir hvern dag sem við fáum saman og njótum þess að vera til
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Ágústa mín.
Já ömurlegt veður í dag ekta sófa veður eins og ég eiddi deginum,vona að Gyðu vinkonu okkar gangi vel á morgunn knús til hennar frá okkur.
Ég mæli með að það fari að koma gott veður sól og svoleiðins svo við getum fengið okkur kaffi eða te út á tröppum.
Kveðja til ykkar allra Heiður og co
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.6.2008 kl. 21:59
lýst voða vel á þá hugmynd te eða kaffi á veröndinni við hóum bara þegar sól og blíða lætur sjá sig
kv frá fjölsk
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 8.6.2008 kl. 07:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.