6.6.2008 | 21:08
fortíðar þrá
hjá okkur mæðgunum erum voða hrifnar af svo mörgu sem var í gamla daga eins og elsta dóttirin segir,við getum gleymt okkur yfir gömlum myndum,gömlum hlutum,gömlum fötum og tónlistin já bara svo margt þegar við fórum saman til Keflavíkur í morgun og biðum fyrir framan röngen herbergið á heilsugæslustöðinni og skoðuðum blöð gömul og ný og rákumst á Hús og Híbýli og þar var mikið af gamaldags húsgögnum og búsáhöldum og þá voru komin jól hjá okkur og á meðan mamman var mynduð og kom svo fram þá var dóttirin ennþá að skoða og vildi bara eiga blaðið en það var skilið eftir þar til næst alla vega,
er út í bíl var komið þá var hún ennþá að spjalla um gamla daga og þegar hún horfir á myndir sem tengjast gamla tímanum þá er hún svo hugfangin,t,d. myndir eins og börnin í Ólátagarði,Lotta,Emil,Lína þá er ekki hægt að ná sambandi við hana, og hún ætlar að eiga allt gamalt segir hún en vel með farið það verður fróðlegt að fylgjast með því og að skoða blöð sem innihalda gamalt dót
næst lá leið okkar í Bónus og var bara fínt að versla svona snemma ekki margir og auðvelt að rölta með innkaupa kerruna um búðinna og er komið var að kassa og búið að renna vörunum gegn þá kom að borga og það má segja að matarkarfan sé að hækka því við fundum alveg verðmunin núna og fyrir stuttu síðan samt er það sama sem er keift,bleijur,hreinlætisvörur,mjólkurvörur,grænmeti,ávextir,ferskar kjötvörur og það er bara staðreind að því hollara og minni unnar matvörur því dýrara eru vörurnar það er stundum skrifað um verðmunin á mat og þá er einmitt talað um þetta,en við kjósum hollari mat og ekki unnar og verðum því að borga slatta og líka hellingur sem fólk borgar fyri það sem það verslar til heimilissins og svo er verið að hvetja fólk til að fara í hollari mat og drykk, hef verið í umræðu hópi fólks og margt af því tímir ekki að versla nema brot af því í hollari mat og drykk en það gerir og hefur gumpurinn fengið þá spurningu nokkrum sinnum,hvernig týmið þið þessu ? en við kjósum þetta og í það fara laun okkar,borga af íbúðinni og því sem til heyrir henni, rekstur á bíl en ekki mikið notaður og svo mat
komum svo heim kl að verða hálf tólf og þá var ekki mikill tími til stefnu að ganga frá innkaupunum og ná í börnin,dóttirin fór út til Sverris og Vignirs sem er komin suður í heimsókn hann var einn vetur hér í skóla þegar þau voru í öðrum bekk og var þeim vel til vina,og hefur daman verið með strákunum í allan dag og er þar núna þar til hún á að koma heim kl tíu og grunar gumpinum að á morgun verði haldið áfram að leika sér saman þrátt fyrir vonda veður spá rok og rigning en það má alveg finna sér eitthvað að gera segir hún
keppni næsta sunnudagsmorgun í fótbolta og er mæting kl 8,10 um morguninn og leggst það vel í stelpuna hún er búin að panta heima til búna grænmetissúpu á laugardags kvöldið og hafragraut á sunnudags morgun og ætlar að fara að sofa kl átta á laugardags kvöldið því hún þarf að vakna hálf sjö þetta er hún búin að ákveða sjálf og þegar hún er búin að ákveða eitthvað þá er erfitt að breita því og er áætlað að hún sé búin að keppa rúmlega tólf á hádegi en það er keppni fram á dag,
annars var dagurinn góður fyrir krílin þau sváfu vel,borðuðu vel og léku sér saman en dagurinn hefði alveg mátt vera betri fyrir móður þeirra hún ætlaði ekki að geta orkað daginn,dottaði er hún settist niður og er búin að vera í móki í allan dag þetta er alltaf að vera meira og meira og erfiðara að halda daginn út, svo er bara að bíða eftir að læknirinn komi úr fríi 18 þ,m. og fá áframhaldandi tíma og spjall um þetta,en þetta einhvern vegin hefst allt saman
ætla að láta þetta duga í kvöld
gumpurinn bíður ykkur góða nótt og hafið það sem allra best til ykkar
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er alveg ótrúlegt hvað Gyða er þroskuð og skýr miðað við að hún er bara 9 ára, En ég vildi bara skella inn kveðju.
Kristín systir (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 12:05
Þau voru bara yndislega hér í gær held svo í gærkvöldi hafi 1/2 bekkurinn komin hér á lóðin hjá mér bara gaman að því.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.6.2008 kl. 15:47
takk Kristín mín fyrir innlitið og símtölin síðustu daga okkur hlakkar mikið til þegar þið komið suður,við söknum þín voða mikið
kv frá okkur öllum
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 7.6.2008 kl. 19:40
já Heiður ég get rétt ímyndað mér fjörið hjá þér svo var mér sagt þegar daman kom heim mjög mikið af fólki hjá þér,hittumst fljótlega
kv Ágústa
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 7.6.2008 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.