blóð,sviti og tár í blóðtökunni í morgun

og það eru orð að sönnu því krílin ekkert vel upplögð í morgun þegar kom að blóðprufunni Frown þeim leist ekkert á konuna og hvað þá þetta band sem sett er á handlegginn og það varð að halda svo fast svo hægt væri að ná því sem þurfti og það voru nokkur glös og tvær stungur á hvort barnið og mikill grátur en allt hafðist þetta að lokum,okkur var tjáð að það muni taka hálfan mánuð að rækta sýnin og fáum við niðurstöður eftir rúman hálfan mán þegar læknirinn kemur úr fríi,svo fórum við á leikskólann og börnin komu alveg mátulega í söng og hljóðfærastund og það finnst þeim æðislegt Grin 

þessir tveir tímar sem börnin voru á leikskólanum voru vel nýttir, fyrst var farið heim og tekið aðeins til farið svo í apotekið og náð í púst og nefúða og skroppið í gott spjall og kaffi til Heiðar Joyful og tíminn allt of fljótur að líða og þegar fleiri en ein kona koma saman þá er alveg hægt að spjalla og gleyma tímanum,tími til komin að ná í börnin og það hafðist á réttum tíma,vön mamma sem á þar í hlut Wink nú börnin voru nokkuð lúin og Sölvi kom heim með bit eftir annað barn á handlegg og það sjást hversu margar tennur það barn er með og við Hjördís deildastjóri ræddum saman um þetta og þetta er víst í fyrsta skiftið sem þetta barn bítur og er hann ári eldri en mín kríli,nafnið hans var ekki nefnt en Sölvi minn sagði alltaf nafnið hans í dag og sagði hann bíta mig,

svona er nú leikskóla lífið í dag og Sölvi minn er ekkert saklaus hann hefur tekið tarnir á að bíta bæði okkur hér heima og börn á leikskólanum,en hann hefur verið góður í þó nokkurn tíma ekkert bit vesen,þau sváfu vel í dag og vorum svo bara inni hér heima,við bökuðum voða gott brauð og höfðum grjónagraut með rúsínum í kvöldmatinn ásamt brauðinu,ætla að láta uppskriftina fylgja með

                      4 bollar spellt hveiti,það má skifta út bolla og nota gróft mjöl með

                      5 tsk vínsteinlyftiduft,eða venjulegt lyftiduft

                      2 tsk sjávar eða hymalajasalt

                      kúmen

                      ab mjólk eða mjólk

                      rúsínur ef vill en það er voða gott

þurefnin fyrst svo mjólkina hnoðað saman og flatt út í litlar kökur og steikt á pönnu blandað smjör og olíu við mið hita og stungið aðeins með gafli svo kökurnar verða ekki ein bóla,

               og þetta er mjög gott og hollt brauð og tekur stutta stund að gera,

ætla að láta þetta duga í kvöld og bíð ykkur góða nótt og látið ykkur líða vel 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

nammi namm - ætla að prófa þetta fljótlega !

Húsmóðir, 5.6.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Kvitt kæra Ágústa...held að börnin takai alltaf svona tímabil í að bíta knús á Sölva æj ég vorkenni honum en ég veit að hann er harður og flottur strákur en alltaf gott að vorkenna smá líka.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 6.6.2008 kl. 10:37

3 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

takk kærlega fyrir ykkar innlit það er gaman að vita að einhver les það sem maður skrifar þó svo að það sé meira svona oftast útrás og oft beggja blands tilfinningar sem fylgja skriftunum  til ykkar

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 6.6.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

156 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband