12.6.2012 | 14:23
Hugleiðing
Færslur mínar í vetur tóku sér hvíld,löngun til að koma hinu ýmsu á blað enduðu ekki sem færsla aðeins í skrifblokkinni,ásamt sála þá ræddum við nýja stefnu og er framtíðin sem fær að ráða ríkjum vonandi þó svo að stundum koma skýin mis dökk,ræddum þær óþægilegu hugsanir og tilfinningar sem koma upp og hvaða leið og lausn finnum við,
GÖNGUFERÐIR
þegar þörfin var sem mest þá var næstum daglega farið ein út fyrir bæjarmörkin og losa sig við það sem mátti ekki staldra við og valda vanlíðan,eitt skiftið þegar líðan var sem verst og veður ekki gott þá fann ég að ég varð að fara út,áður en ég vissi af þá var ég komin út og stefnan tekin í áttina út í bót,fór gamla malarveginn,snjókomann og smá vindur var bara þægilegt,fann mér svo stein settist aðeins niður á heimleið,var mér litið upp og þægilegt að fá snjóinn umleika andlitið,sá svo að sólin var að gera tilraun með að ná í gegnum snjókomuna,þá gerðist þetta.
sólargeislar og snjókornin féllu saman og umléku mig
mér fannst eins og ég svifi um á skýi fram hjá fjöllum
og dölum,fer á staði sem eru mér bæði kunn og ókunn
sé tré,stórt tré stend fyrir framan það,tréð sýnir mér
það góða,það sýnir mér það sem ég mér býr,
ég sé gleði,ég sé sorgir,
tréð fellur saman og hæðir blasa við,
þar eru breytingar
til hinns betra,mér líður vel.
ég hef verið með skriftarbók í vetur og hún er ávalt nálægt mér og í hana skrifa ég það sem dettur í hug,meira að segja þegar ég fer ein í gönguferðirnar,,,það hætti að snjóa og ég dreif mig heim og leið bara nokkuð vel,börnin voru í skóla og undir teppi með kakó og skrifbókina skrifaði ég gönguferðina niður,
sála fannst þetta fín hugmynd að koma frá sér vanlíðan sem mér finns virka vel,
þegar ég finn fyrir að erfiðleikar eru þá segi ég við sjálfan mig,komdu þessu frá þér og skrifbókin tekin upp,finn fyrir slökun,að geta útilokað utankomandi truflun,,,,, fá orð bera minnstu ábyrgð,,,,þá er bara að reima skóna taka sér stafi í hönd og bókina í vasann og rölta út,
hef líka notið þess vel að fara gönguferðir með vinkonu og það er nú ýmislegt spjallað sem fær mann sko til að út í eitt
kv og njótið sumarsins
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.