tökum haustinu fagnandi

Húsfreyjan hefurkomið sér vel fyrir við eldhúsborðið og höfuðið fullt af hugmyndum,morguninn byrjaði snemma og grautarlummur bakaðar Joyful dásamlegt,ásamt nýmalað kaffi og konsum appelsínusúkkulaði.er til betri hugmynd af dásamlegum haustsunnudegi.

dagurinn er þétt bókaður bóndinn mætir í vinnu í borginni upp úr kl eitt og upp úr kl hálf þrjú förum við sem eftir eru heima upp í Bolöldur á móti litlu kaffistofunni en s,l.einn og hálfan mánuð hefur elsta dóttirin verið á krossaranámskeiði frá kl fjögur til sex á sunnudögum og er allur októbermánuður eftir,og er það skemmtilegur tími Smile og er daman óhrædd við að stökkva og gefa í og miklar framfarir hjá henni,við skemmtum okkur og hafa púkarnir gaman af,þar eru stelpur jafnt sem strákar á námskeiðinu,daman hefur kynnst þar stelpu sem er að verða þrettán ára og er keppni á milli þeirra allan tímann,og það þarf mikla orku að hjóla í tvo tíma og korter hvíld eftir klukkutímann.kraftur í stelpunum Wink

það styttist í sex ára afmæli púkanna,boðskort eru tilbúin og verða þau sett í póst í vikunni,það er mikil tilhlökkun og ætlum við að hafa fjölskyldu afmæli sem að venju er fámennt og góðmennt,uppáhalds kökur ásamt heitu súkkulaði verður í boði Joyful

annars hefur skólagangan hjá þeim verið svona misjöfn,það komu upp leiðinda atvik sem betur fer var komið til skila en svo er gerandinn ekki að taka á sínu,það er ömurlegt að fullorðin einstaklingur sem hefur unnið við stofnun hér í bæ þar sem börn og fullornir koma daglega en setur sínar reglur og kemur barni og móður til að líða mjög ílla eftir að koma fram með ljótu tali og enga tillit semi,og trekk í trekk kemur þessi einstaklingur ílla fram við fólk,börn sem fullorðið,

þetta atvik fréttist og hafa nokkrar mæðgur sagt sínar skoðanir og allar hafa þær sagt standa með húsfreyjunni og jafnvel að skrifa bréf sem formlega kvörtun ef aftur kemur upp atvik sem þetta.

fótboltinn byrjaður hjá börnunum eftir um mánaðar hlé,og sumarið fór að venju í brjálaðan fótbolta,bæði hjá börnunum og svo pepsi deildin sem átti hug okkar,enski boltinn tók svo við og að sjálfsögðu er fullt áhorf hér á bæ.

heilsan er hægt að taka sér bata,hnén eru betri eftir að skrúfur voru fjarlægðar en hægt skal farið af  stað,gönguferðir loksins að koma aftur og er stefnan á haustferðina ennþá á dagskrá Wink svona þegar sjúkraþjálfarinn gefur grænt ljós,þegar kólnar í veðri þá einhvernveginn tekur skrokkurinn að stífna og hreifingar verða klunnalegar,og föðulandið er komið úr geymslu eftir sumarið,og munar um þann fatnað,

ennþá blundar í okkur löngun til að yfirgefa þessa íbúð en það er ekki svo auðvelt að finna annan samastað,sem betur fer þá hefur lánið á íbúðinni lækkað og greiðslur minkað um þrjátíu þús á mán,bara einn galli á þessu að ef við getum selt þá er matið lægra en lánið um ca eina og hálfa milljón,en það munar nú um þessar sex milljónir sem lánið lækkaði um.hugmyndin er líka sú að leigja íbúðina og fara í stærra og á betri stað,og jafnvel út á land ef rétta vinnan er til staðar.

svo eru hafnar framkvæmdir hér fyrir framan og er verið að byggja fjölbílishús,ekkert að því að skapa atvinnu það þarf að huga að götunni í leiðinni hún ber ekki alla þessa umferð eins og er,svo að okkar hálfu þá er ekkert athugavert að þessi hús verði hér í hverfinu,

en jæja húsfreyjan ætlar að setja punktinn og ljúka þessari vitleysu,hafið það nú gott og takið fagnandi fallega haustinu með sinni ótrúlegu fallegum litum,

kv húsfreyjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband