en meira át,að losa sig við óþarfa tennur og fuglaspeki

fermingarveisluhöld ,,þessar tvær,,sem við fórum í og velútilátið af kökum systra minnar Kissing ekki slæmt það,og svo er næsta áthátíð að skella á sem sagt páskar með tilheyrandi áti svo ekki sé minnst á allt súkkulaðið sem í vændum er aahh hér á bæ er beðið með mikilli eftirvæntingu og óskalistinn sem breytist dag frá degi þa er að segja páskaeggjaóskalistinn,myndir af girnilegum eggjum eiga hug barnanna á heimilinu umm ok það skal viðurkennast að hjónin eru alveg til í eggjaát Wink

páskaplanið liggur fyrir svo sem ekkert flókið,á skírdag og já fyrsta dag sumars segir almanakið okkur þó svo veðurguðirnir vilja meina annað,en hjólaferð krossaraferð hjá elstu dóttur og húsbóndanum en við hin sem förum ekki á hjól ætlum að hitta þau á endamörkum með nesti og ýmislegt annað,já eins og veðurspáin segir þá er bara fínt inniveður framundan og þegar góður matur plús páskaegg þá er ekkert hægt að kvarta,og svo áfram ganga Smile

annars er heilsa púkanna ekki til að hrópa húrra yfir,þau eru stútfull af grænu slími og hósta,hafa verið heima síðan fyrir helgi að ráði læknis þá er innivera tilraun áður en gripi verði til sýklalyfja,jamm páskafríið hjá þeim hér heima ásamt stóru systur og ekki væsir um þau,

tími fótbolta keppnir að hefjast,Faxaflóamótið byrjað og gengur vel,yngri púkar byrjuð að æfa með 7 flokki ,,með börnum sem eru í 1 og 2 bekk,,og það finnst þeim æðislegt,svo styttist í pæjumótið strax eftir sjómannahelgina,foreldrafundur var s,l. fimmtudag og planað hvað framundan er þar og ætlum við að gera betur en á síðast pæjumóti þar sem halda þarf vel utan um stelpurnar og að öllum líði vel þar,

HRÓS OG MEIRA HRÓS

það er það sem virkar betra sem uppbygging en að tala niður til og að skeita skapi á þá einstaklinga sem eru að gera sitt besta og ætla að hafa gaman af það er engin uppbygging

                           GOTT AÐ MUNA ÞETTA

hlátur hlátur og hlátur það er mikið hlegið hér og sú sem á flest hlátursköstin,,ansi erfitt að toppa,,litlu dömuna á heimilinu og orðheppin með meiru umm nú er allt tómt húsfreyjan ætlaði að koma með fyndnar setningar en já ekkert að gerast,en allavega þá er svo hún sem hlær svo allra mest og hæðst þegar við hlægjum af bröndurum hennar  LoL

púkarnir keppst sem mest að losa sig við barnatennur en strákapúkinn hefur mist tvær og sú þriðja er langt komin með að vera mátulega laus svo hægt sé að kippa henni úr,ekki er jafnaldra systir hans svo heppin en hún er jú búin að losa eina tönn úr en hún er Errm efins um að hún nái bróður en hamast sem mest hún má til að ná honum og beitir hinum ýmsum ráðum,að nota rör og setja yfir tönnina ,,þá er ekki eins sleift takið á tönninni,,að toga niður,spotti hefur komi til tals eftir að hún sá Línu vinnukonu úr Emils mynd en það vantar hest segir hún svo að sú hunmynd datt mjög fljótt út,töngin sem er notuð í sömu mynd er alls ekki á dagskrá vegna þess að hún passar ekki í litla munninn hennar,að bíta í skorpu er hugmynd sem hefur verið notuð en ekkert gerist og meira að segja epli Woundering en hún segir að í dag muni tönninn fara,,þetta segir hún reyndar á hverjum degi,,

svo að bjartsýnin er ekki langt undan

en ráð eru vel þegin Wink

fyrir stuttu síðan einn morguninn þá vaknaði húsfrryjan aðeins fyrr en vekjaraklukkan hringdi,rétt fyrir kl sex fór fram úr og kveikti undir hafragrautspottinum og hellti upp á kaffi voða rólegt og tekur smá tíma að hella upp á gamla mátin en þannig finnst okkur kaffið bragðast best,en já ut um eldhúsgluggann var ekkert vorlegt um að litast,rok og snjókoma,hrollur læðist um húsfreyjuna og hugsar hversu gott að er vera inni í hlýjunni,rölti svo inn og bóndinn er að vakna við klukkuna,þá er eins og að það sé komin smáfugl inn svo skerandi voru hljóðin,við læðumst fram og í þvottahúsglugganum situr fugl og bregður ekkert við okkur er við stöndum hissa í dyragættinni,við fáum okkur grautinn og ennþá situr fuglinn og tístir aummátlega og úti er hríðin,við fáum okkur kaffi og þá styttir upp og fuglin hverfur á brott en ekki svo langt,aðeins í næsta tré og stuttu seinna kemur annar fugl til hans,við ræðum þetta og eftir að hafa rýnt í fuglamálið þá er svo sem ekkert skrítið við það að nú er sá tími þegar brjálað er að gera í Heart málum og hreiðurgerð að hefjast,og fá á sig vetraveður er bara vont,

börnin ræddu einmitt hvaða fuglar væru að koma til landsins og hvað væri að gerast hjá þeim jú fuglar verða skotnir í hvort öðru og búa til hreiður og egg,ekki flókin tilvera þar að sögn barnanna.

en nú kallar annað og meira og nú þarf að standa upp og skella í grautarlummur Joyful

kv húsfreyjan 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

228 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 19398

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband