ganga,afmæli og hetjusögur

hvað er þetta með þig húsfreyja á ekki að blogga aðeins Errm ummm já húsfreyjan fékk hringingu frá útlöndum og kær vinkona var farin að langa í lestur,svo hér mín kæra vinkona þá er þetta allt í fæðingu,það er bara svo afskaplega lítill nennir að opna tölvuna,

talandi um fæðingu,við bíðum spennt hér á bæ eftir fjölgun frá Kristínu Bessu og Jóa en krílið er skráð í dag en það bólar ekkert á því,símtöl fara ört fjölgandi og bíðum við taks að bruna á Skagann og taka í fang okkar kríli Joyful svo er að setja sig í startholurnar fyrir ,,,afa og ömmu hlutverk,,, en eins og einhverjir vita þá eigum við mikið í verðandi móður og það er okkur mikil gleði að okkur var bent á ,,af verðandi móður,,að þetta hlutverk væri tilvalið fyrir okkur hehe,

frá því síðasta bloggfærsla var gerð þá var í væntum gangann og afmæli og tókst með ágætum að ganga Skófellstíginn og með í för var elsta dóttirin og teindamamma,frábært veður þennan fyrsta dag vetrar og það er á dagskránni að endurtaka þesa ferð,afmælið frábært það vantaði að vísu slatta af ættingjum en flestir létu vita sem ekki komumst,enda vetrafrí í skólum og fólk á ferðalagi,hér heima var nú glaumur og gleði kökur heitt súkkulaði og hlaðborð af ávöxtum glöddu vini og ættingja fram að sjö en þá voru afmælisbörnin nokkuð lúin og voru sofnuð um kl átta og tilbúin að mæta daginn eftir til hjúkrunarkonunar,

en ekki var veðrið til að hrópa húrra yfir,og ekki hægt að ganga úr neðra hverfi og langleiðina í efra hverfi,bóndinn þurfti að mæta snemma á Grundartanga á öryggisnámskeið vegna væntarlegra mikillar vinnu það sem eftir var þá viku,en með hjálp góðra þá var hægt að redda bílfari og komumst við klakklaus,

hjúkrunarkonan tók vel á móti okkur og byrjaði á að mæla hæð og þyngd og var hún afskaplega ánægð með útkomuna ,og hér koma svo tölur stráksi er orðin 115 cm á hæð og vegur 21,8 kg stelpa vegur 17,2 kg og er 105 cm á hæð ekki slæmt á 5 ára afmælisdeginum,svo var boðið upp á ,,vítamínsprautu,, og taldi hjúkrunarkonan upp hetjur og hetjustelpur,,ótrúlega margar hetjur til,, en úr varð að stelpan valdi Hello Kitty vitamín og stráksi Súpermann, stelpan ekki voða glöð eiginlega ekki sátt við sína hetju Angry hennar hetja er blíð og góð að hennar sögn ekki vond en var svo búin að taka gleði sína á ný þegar á leikskólann var komið,stráksi aftur á móti Smile með sína hetju

þegar á leikskólann var komið eftir þessa heimsókn þá var haldin þeim veisla með kórónu söng og ísveislu það er nú ekki leiðinlegt,

bóndinn vann þessa vikuna nánast allan sólahringinn og náði að blunda í vörubílnum í ca 3 til 4 tíma um há nóttina en þetta var mikil vinna í rúma þrjá daga og gott að enda mánuðinn á trukki,

dagarnir hafa liðið vel og hratt eiginlega aðeins of hratt en nú er bara tæplega þrjár vikur í Boston ferðina og húsfreyjan er komin með nettan hnút í magann,allt tilbúið og innkaupalistinn eitthvað að fæðast,annars er það nú bara rólegt tekið á óskalistanum,

eftir helgina er svo ætlunin að byrja á jólajöku bakstri og á þeim kökum sem þurfa að geymast eitthvað fyrir átu Wink þar næst einhver þrif og jólagardínur og jólaljós sett upp fyrir förina út,allt tekið rólega samt og ekkert ofaukið neitt hvorki í þrifum,skreitingum eða bakstri,barasta að hafa skemmtilegt og njóta alls sem góð jól og aðventa hafa upp á að bjóða,

sendi góðri vinkonu úr efra hverfi skilaboð í lok vikunar og var bara að hitta og spjalla enda aðeins of langt síðan síðast,við áttum góða stund með nýbakaðar kleinur og kalda mjólk ummm og kaffi Joyful kæra vinkona takk aftur fyrir innlitið og svo er bara að halda stefnuna áfram með bjartsýnina að leiðarljósi og horfa fram á veginn,koss og knús til þín.

sleðinn tekin fram um leið of snjó festi og hafa tveir síðustu dagar verið nýttir til hins ýtrasta og elsta dóttirin farið með systkin sín á sleða eftir æfingar og þvílík skemmtun að þeirra sögn bara allt W00t og meira til

með þessum orðum kveður húsfreyjan og bið ykkur að njóta vel þess sem lífið hefur upp á að bjóða

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá þegar það er svona gott hljóðið í þér. Mikið að ské í lífinu þessa stundina hjá ykkur. Hlakka til að hitta ykkur öll. knús og kossar

Kristín Bessa (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 22:56

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

takk og takk fyrir yndislega stund með þér á sjúkrahúsinu,lítill strákur fullt af góðum stundum saman í framtíðinni

kv fjölskyldan

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 8.11.2010 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband