23.2.2010 | 21:19
hvað er að gerast ?
hvernig hafa síðustu dagar þessarar fjölskyldu verið ?
vakna snemma,
koma börnum í skóla og leikskóla
bóndinn snapar sér vinnu ,,gengur mis vel,,
húsfreyjan í orkubúið ,,einu sinni í viku til sjúkraþjálfarans,,
koma heim og gera húsverk,,þvottur og leirtau þrif hér og þar gera við föt og merkja ásamt matarinnkaup og elda mat og auðvitað bakað svona við og við,,
ná í börn úr leikskólanum
hjálpa eldri dótturinni að læra
kvöldmatur matreiddur
koma börnum í rúmið
kvöldin notaleg ekki mikð glápt á sjónvarpið,frekar að koma sér vel fyrir og lesa bók,
s,l. helgi var fótboltahelgi laugardagurinn frá hádegi voru æfingaleikir hjá 5 flokk og sunnudagurinn kvennamótið og fullt af stelpum að keppa,a,b og c flokkar hjá 5 flokk mikið fjör og gaman allt gekk vel með skipulagið og gekk hratt fyrir sér,
svo líður tíminn fljótt og nú er bara vika þar til frumburðurinn verður 11 ára,já daman okkar ætlar að halda vina afmælið hér heima á laugardeginum en þá koma 9 vinir og verða hér í tvo tíma,við ætlum að baka pizzur og hafa snakk,en sunnudagurinn þá kemur fjölskyldan saman og mun gúffa í sig girnilegum tertum og heitt súkkulaði drukkið með,jamm sem sagt undirbúningurinn hefst á morgun en þá verða bakaðar tertur,ummm mikil tilhlökkun á þessu heimili,
það styttist í fyrsta keppnisferðalagið hjá 5 flokk norður á Akureyri,foreldraráð koma saman í dag,,húsfreyjan er í því,,það er komið að fjármagna ferðir og ýmislegt verður að gerast á næstunni,ætlum eftir helgi að selja snakk og fær hver stelpa prosent af því sem hún selur,svo á að selja kleinur í byrjun apríl og aftur snakk fyrir eurovision helgina,,endilega að styrkja stelpurnar okkar,
vinir og vandamenn meiga að sjálfsögðu hafa samband og festa kaup á góðgæti frá stelpunum
en jæja þetta verður að duga í bili,það er verið að taka aðeins til í efri skápum og skella í geymslu,vorverkin hafin þrátt fyrir kuldatíð
en hafið það sem allra best og njótið þess að kúra í hlýjunni í notalegheitum
kv húsfreyjan í neðri byggð
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mátt hafa samband við mig út þegar kleinusalan byrjar - er hins vegar ekki mikið fyrir snakkið
Húsmóðir, 23.2.2010 kl. 23:50
já takk fyrir það,verðum í bandi
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 24.2.2010 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.