12.1.2008 | 21:43
lífið í dag
morguninn hefði alveg getað byrjað betur,það var það sem gumpurinn mátti búast við,allur lurkinn lamin,börnin vöknuðu nú kl að verða sjö í morgun já það er aðeins að lengjast sá tími sem þau sofa á morgnanna ekki verra það,Sölvi Örn hóstaði helling í nótt og það var ljótur hósti í honum,æææ og ég sem hélt að hann væru að verða nokkuð góður en þetta ætlar heldur betur að verða langdregið,og Bríet Anna er ennþá slöpp,þau eru búin að vera frekar lítil í sér í dag en sváfu frá eitt til rúmlega tvö í dag,.
þá birtist frænka sem kom með í gönguferðina í gærkveldi,og með henni tvíburasynirnir þeir eru voða góðir og stiltir strákar,það tók þá smátíma að vilja að leika það var ekki fyrr en dótakassinn kom inn í eldhús að þeir könnuðu innihaldið og krílin mín með,það var góður leikur hjá þeim öllum.
þau yfirgáfu okkur rúmlega fjögur,og við tók smá barningur hjá mínum börnum,þau voru frekar þreitt,mamman ákvað að hringja í pabbann og ath hvort hann væri að koma heim,jú það er að stittast,og það urðu fagnaðarfundir þegar hann byrtist í dyragættinni,mamman ákvað að drífa af að útbúa pizzu auðvitað holla og góða,og hún rann ljúflega í fjölsk,en litlu krílin eru ekkert hrifin af svoleiðis mat ennþá,þá er bara að fá sér hafragraut hann er miklu betri,svo var farið í bað og þar er alltaf fjör,drifið svo í náttföt,pústað,bustað og hóstasaft,eftir svona eina sögu með pabba sínum þá lá leiðin upp í rúm með pelann sinn,og ennþá sofa þau og vonandi í alla nótt þó svo að mig grunar að hóstinn í börnunum eigi eftir að vekja þau í nótt og mamman á ekki auðvelt með að sofa þegar börnin eru lasin
það sem eftir er kvöldsins ætlar gumpurinn að skella sér í sturtu,kíkja kannski aðeins á sjónvarpið og fara snemma í bólið,morguninn byrjar örugglega snemma í fyrramálið,hafið það sem allra best og góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 22:46
gönguferð hvað var það nú aftur
í kvöld var ákveðið að rifja upp hvað fælist í að fara í gönguferð,já það er orðið svo langt síðan að ég fór í slíka ferð að ég ákvað í dag að hringja í frænku mína og plata hana með,ekkert mál var svarið´hinum megin á línunni,við frænkurnar hittumst stundum og þá í búðinni og nefnum ávalt að það er löngu komin tími á gönguferð.
rétt fyrir kl átta í kvöld þá dreif gumpurinn sig í nýju útifötinn sem voru jólagjöf frá bóndanum, bar á sig kuldakrem,sem er bráðnauðsynlegt þegar haldið er út í frost eins og er núna,hélt heim til frænku og svo var arkað af stað reindar í rólegheitunum,við fórum út um allann bæ og vorum tæpa tvo tíma,og töluðum látlaust allann tímann og höfðum getað talað saman alla nóttina ef út í það hefði farið,og ákveðið var að hittast fljótlega aftur,annaðhvort í heimsókn eða aðra gönguferð.
veit ekki alveg hvernig skrokkurinn verður á morgun,þetta er ekki það besta sem gumpurinn bíður sjálfum sér,lendi aftur og aftur í því að vera að drepast eftir gönguferðir þó svo þær séu styttri,en gumpurinn þrjóskast við,það er bara svo gaman og gott að komast í gönguferðir bara með því skemmtilegra sem er gert þegar ekki er verið heima að hugsa um börn og bú,þegar útivistarleyfi fæst.
annars er bara allt í rólegheitunum hér,Bríeti gengur voða hægt að batna vaknaði rám í morgun,er nokkuð hress hefur ekki fengið aftur hita,matarlistin er aðeins að koma,en Sölvi er nokkuð hress,þau eru dugleg í hermikrákuleik það sem annað gerir það gerir hitt og ef annað meiðir sig eða grætur þá gerir hitt það sama,og oft bara fyndið að sjá þau saman,jæja ég læt þetta duga í kvöld,ætla að horfa á Taggart og láta mér líða vel,gerið þið það líka,góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 23:02
hlutirnir gerast hægt en gerast þó
já það er alveg satt,Bríet Anna mín byrjaði að versna aftur s,l. helgi en hefur verið að koma hægt og hægt til í tvo daga,hitalaus og síðustu tvær nætur hefur hún sofið án þess að vakna,sem er mikill munur frá því sem verið hefur.
já nú kom þetta punktur og enter,takk Birgitta fyrir ábendinguna, tölvukunnáttan mín og stafsetning er ekki mín sterka hlið,það er alltaf gott að fá ráð og ábendingar,við þurfum svo að fara að hittast .
dagarnir hafa verið sem sagt slappir og meira að segja þá varð gumpurinn veikur á mánudaginn,það gerist voða sjaldan að gumpurinn verður veikur,kvöldið áður eru að koma magaverkir en þeir hafa verið að ágerast síðustu daga,ekki mikið sofið,og morguninn eftir þá bættist við ennþá meiri höfuðverkur...og og beinverkir,se betur fer þá er bóndinn ekki farin að vinna í bænum svo hann kom Sölva á leikskólann og Gyðu í skólann,gumpurinn gat lítið sem ekkert gert en varð nú samt að reyna eitthvað.
leysibostóllinn varð hvíldarstaður okkar Bríetar,hún var mjög slöpp og við láum þarna og kúrðum það sem eftir varð dagsins,og Bríet gat sig lítið hreift,skrítið hún sem er alltaf á hreifingu,situr ekki lengi á sama stað.
eftir leikskóla þá sofnaði Sölvi í ca klukkutíma og vorkenndi voða mikið mömu sinni og litlu systur,varð nú að fá að kúa líka og kyssa og knúsa okkur hann er mikil tilfinninga vera og er reindar mikið fyrir að knúsa og kyssa. svo var Gyða heima og hjálpaði mikið til,ég er mjög heppinn að eiga svona duglega stelpu,hún hefur reynst mér þvílík hjálparhella .
bóndinn kom heim um kl sex og tók við þvílíkri óreiðu að það mætti halda að flugeldasýning hafi verið haldin heima,en það er nú allt í lagi,hér heima má alveg leika sér, við hjálpuðumst að við að koma mat í börnin,Bríet borðaði lítið ásamt mömmu sinni en hinir meðlimir fjölsk borðuðu vel og svo var komið að hátta,bursta,ásamt smá leik og sögu fyrir svefninn.
mikið var nú gott að leggjast upp í rúm og það gerðist kl átta um kvöldið, gumpurinn tók verkjatöflur og rotaðist,en vaknaði með Bríeti rúlega eitt og þá var hitinn rétt rúmlega 38 og þá varð bara að stíla aftur,samkvæmt læknisráði þá átti ekki að bíða með að hitinn yrði hærri,hún fékk nefninlega slæmt hitakast vikuna á undan sem olli miklum áhyggjum hjá móðir og lækni og úr því varð að við vorum send á barnaspítalann og lungnabólgan kom í ljós, nú við fórum svo framm í stofu og settumst í stólinn góða,vafðar inn í teppi og pústið tekið upp,svo varð kúrt á meðan hóstameðalið var látið virka,eftir svona ca hálftíma þá stundi Bríet mín upp, mamma ég boðða , sem þýðir borða og mikið varð mamma glöð,við röltuðum framm í eldhús og opnuðum krukku með ávöxtum.
já Bríet hefur aðeins vilja borða barnagraut og ávexti í krukkum á meðan hún hefur verið veik,mjúkt að kyngja og þarf ekki mikið að borða til að fá góða næringu,þetta er enn eitt ráðið sem okkar frábæri barnalæknir hefur bent okkur á.
Bríeti leið greinilega miklu betur,hún spjalli mikið,það var æðislegt að sjá að húna hafði aðeins hressast og gat borðað eina stóra krukku af Hipp ávaxtamauki,svo fékk hún smá mjólk í pelann og sofnaði til rúmlega sjö, og það var miklu betri líðan hjá gumpinum morguninn eftir en samt slappleiki,og afgangurinn af deginum var góður,Bríet var miklu hressari og hitalaus um kvöldið.
en sama dag þá þurftum við Gyða Dögg að fara til læknis,hún var farin að finna til í hælnum og þar hafði verið að myndast eitthvað þykkildi,læknirinn skoðaði og sagði að hann ætlaði að reina að opna þetta en bað Gyðu Dögg að láta sig endilega vita ef hún fyndi til.svo spjölluðu þau um skóla og jólafríið og ekki kvartaði hún hið minsta og læknirinn var hissa,það er víst ekkert voða gott að láta skera svona út úr,hann hrósaði henni mikið,náði þessu úr og sagði að hún hefði greinilega stungið sig á flís eða einhverju álíka svo höfðu frumur útilokað aðskotahlutinn og aðskotahlururinn var farin að koma út úr hælnum,þetta var farið að aftra göngu hjá henni,svo átti að fá sérstakan plástur með púða sem hægt væri að klippa til og hafa á í nokkra daga,og nú er göngulagið allt annað.
dagurinn í gær var Reykjavíkurferð í eftirlit hjá læknirinum sem setti rör og tók nefkirtla,þetta leit vel út,hann hlustaði Bríeti vel og gaf góð ráð,allt í lagi að fara á leikskólann ef hún yrði hitalaus morguninn eftir,við eigum að koma aftur eftir hálft ár.
og hitalaus var Bríet Anna í morgun,við fórum á leikskólann,og innivera á leikskólanum er skilirði sagði læknirinn,allt gekk vel og dagurinn góður,komið er kvöld eða nótt og tími til að koma sér í háttinn,hafið það sem allra best þar til næst sofið vel það ætla ég að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 22:46
ennþá lasin,og smá hugleiðing

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 21:36
bloggið í gærkveldi,klikkaði,og læknirinn í morgun







Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 22:15
TOPP MOTEL HVAÐ OG AFTUR Í LEIKSKÓLANN




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2007 | 22:20
dagur tvö


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2007 | 22:35
fyrsta blogg


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
151 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar