26.1.2008 | 23:06
fyrri hluti helgarinnar
það er alltaf sama fjörið á þessum bæ og byrjar snemma að venju, Bríet Anna vaknaði korter í sex í morgunn úff voða snemma að mati mömmu hennar sem eins og venjulega hafði ekkert á móti því að sofa aðeins lengur þó svo að það hefði orðið klukkutíma lengur en ekki í boði þennan morguninn, og að venju þá er voða gott að kúra í smástund í stofustólnum í fangi mömmu með morgunkorn í skál og mjólk í glasi, það fór vel um okkur mæðginin, en ekki lengi því Bríet getur ekki verið lengi kjur á sama stað hennar eðli er bara að hafa nóg fyrir stafni, og svo varð að athuga hvort Sölvi færi nú ekki að vakna, hún læðist að hurðinni hjá honum sem eru hallaðar aftur og kíkir inn og segir uss gegi ,sem þýðir Sölvi, sofa og hallar aftur hurðinni en ekki líður á löngu eða upp úr kl hálf sjö þá rumskar bróðir, Bríetar til mikillar ánægðu en Sölvi er bara ekki tilbúin í að æslast svona varla vaknaður og kúrir í mömmufangi og heldur fast og lengi um háls mömmu.
þegar barnaefnið byrjar þá er setið sem fastast í stofustólnum með morgunkorn í skál og mjólk í glasi og horft á gurru grís,litlu prinsessuna og halla og risaeðlurnar þetta er í uppáhaldi svo er farið að leika sér en stóra systirin lætur fara vel um sig.
ég er sammála einni vinkonu minni með að það er gaman að það sé byrjað að sýna aftur barnaefnið ,einu sinni var, það er mjög svo skemmtilegt og notalegar mynningar rifjast upp, myndgæðin ekki flott miðað við það sem er í boði í dag og tónlistin fölsk á köflum en frábært hvernig þetta er sett upp. og Gyða Dögg er mjög hrifin og hlakkaði til að sjá þáttinn í morgun og hlakkar til að sjá frammhaldið næstu laugardaga, reyndar voru Sölvi og Bríet að fylgjast vel með nánast alla myndina og kalla ég það gott þegar komið er í leik þá er í leik dágóða stund.
kallinn fór að vinna í morgunn og vann framm eftir degi, börnin sofnuðu að venju og sváfu til tvö og hálf þrjú,við ákvöðum svo að kíkja í bæinn til litlu systur Heiðars og fjölsk hennar en þau eiga dóttur á sama aldri og Gyða Dögg og svo strák sem er hálfum mán eldri en börnin okkar, samstiga þessar tvær fjölsk nú okkur var að sjálfsögðu vel tekið og voru boðin í mat, Gyða Dögg var svo eftir og ætlum við að kíkja á morgun í bæinn og ná í hana, verst að veðurspáin er ekki góð og verður það ekki næsta sólahringinn að minsta kosti.
við komum heim hálf níu og börnin gátu vakað alla leið heim og voru sofnuð fyrir níu í kvöld sem er klukkutíma seinna en venjulega en þetta skeður voða sjaldan að svefntímanum seinkar,það er best fyrir þau að hafa reglu á vissum hlutum sem er bara gott fyrirkomulag.
kallinn tók mynd á leigu,það gerist mjög sjaldann og keifti smá nammi, ég er að horfa á svona með öðru auganu ætla að fá mér svona eins og einn bjór kannski að ég
betur í nótt, það kemur einstaka sinnum að það sé keift ein kippa af bjór og að fá sér einn er voða notalegt, jamm ætli ég láti þetta ekki gott heita í kvöld.
gumpurinn bíður góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 21:43
er einhver von
úr myrkviðum hugans læðist óttinn inn í sál
barns sem harmi sleginn af sorg hins sjúklegs
draumkends manns er læði hendur sínar á hrætt
nakið hold barns og fingur hans eru sem kallt
hnífs stál sem ristir djúft og skilur eftir sig blóði
drifna slóð í sál og eitrar hugann með ótta
og hræðslu við sérhverja veru er nálgast
varnalaust og getur ekki borið
traust né rétt út beiðni um faðm
til að þerra tár úr augum og veita sál huggun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 22:57
sitt lítið af hverju
morguninn byrjaði að venju mjög snemma upp úr kl hálf sjö er Bríet Anna vaknaði og vaknaði frekar ílla, mamman vaknaði voða þreitt eftir slæma nótt, svaf lítið frá kl að verða tvö er jarðskjálftahrinan byrjaði, mikið svakalega er þetta óþægileg tilfinning sem kemur er drunurnar heyrast og svo hristist allt saman, gumpinum er mjög ílla við jarðskjálfta og hálku.
já alveg rétt dagurinn byrjaði sem sagt upp úr kl hálf sjö, Bríet vildi bara vera í mömmu fangi vildi ekki morgunverð, veðrið úti var ekkert spennandi kallt, vindur og snjókoma. pabbinn var vakinn kl sjö engin æfing þennan morgun svo hann svaf út eins og hann orðar það stundum, nú kl var rúmlega sjö og ennþá svaf Sölvi Örn við vorum að hugsa um að fara að ýta við honum en þá rumskaði hann voða letilega og vildi bara mömmu fang, hann kúrði þar í smástund, ekki fór mikið fyrir morgunverði þennan morgun frekar en aðra morgna hjá Sölva og Bríeti bara smá cheerios og mjólk en stóra systirin borðaði að vanda vel af morgunmat,jæja svo var drifið sig í föt og meiri föt og út en þá hafði veðrinu lagt og sú elsta rölti í skólann en þau litlu fengu far á sleða og það er sko ekki leiðinlegt.
þegar á leikskólann var komið og inn á deildina þá var rætt um að leifa Sölva og Bríet að prófa hvort þau vildu morgunmat, er við náðum í þau í hádeginu þá borðaði Sölvi aðeins morgunmat en Bríet nánast ekkert aðeins ávöxt, en sæmilega hádegismat, svo sváfu þau frá hálf eitt til rúmlega tvö, og voru bara nokkuð hress það sem eftir var dagsins
Gyða Dög er byrjuð að æfa fimleika og er semsagt helling er gera hjá henni æfingarnar eru þri,mið og fimmtudaga og æfingin er ca klukkutíma í einu, þar fyrir utan þá er hún tvisvar í viku í íþóttum í skólanum og einn tíma í sundi, hún er allavegana ánægð með þetta allt saman og það er fyrir bestu, matarlistin hjá henni hefur aukist mikið síðan hún byrjaði að æfa fimleikana sem er frábært því hún hefur alltaf átt erfitt með að hafa matarlist vegna magaverkja ,candidasveppurinn ræður ríkjum í maga hennar,svo er það migreni sem hefur verið að ágerast hjá henni, vonum að þetta fari nú allt að skána fyrst matarlistin er að koma eða svo segir læknirinn.
en nú er dagur að kvöldi komin kl er að verða elleftu og ég er búin að vera tvo tíma við tölvuna við að koma þessu frá mér ásamt að horfa á sjónvarpið fín dagskrá á skjá einum, horfi nokkuð mikið á þá stöð.
ætla nú að láta þetta gott heita í kvöld, ég bíð þá góða nótt og hafið það gott.
kveðja gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 21:02
hugleiðing,,,,einelti og afleiðigar þess
það að hafa orðið fyrir einelti getur haft skelfilegar afleiðingar, sumir sem verða fyrir því taka líf sitt, sumir geta unnið bug á því, og sumir geta ekki náð að vinna alveg úr því og eiga við ýmsa vanlíðan tengda því, gumpurinn varð fyrir einelti alla skólagönguna.
já og hélt að hann hefði náð að vinna úr því þar til fyrir rúmum fimm árum þá varð gumpurinn fyrir einelti af fullorðnum einstaklingi, sá einstaklingur niðurlagi og stríddi fyrir framan fullt af fólki í veislu langt frá heimahaga gumpsins, gumpurinn gat ekkert gert, gat ekki farið heim, hafði ekki öxl til að gráta við, gumpurinn drakk og drakk og drakk áfengi sem var í boði í veislunni, varð mjög veikur í nokkra daga á eftir, það liðu nokkrir dagar þar til heim var komið en ekki var gumpurinn búin að tjá maka sínum hvað hefði skeð, vegna þess að það rifjaðist upp eineltið sem varð í skólanum, þá hlustaði enginn og gumpurinn lokaði á tilfinningar til að tjá sig, það rifjaðist lika upp að þessi einstaklingur sem stríddi og niðurlagði í veislunni að það var búið að gerast smátt og smátt í mörg ár.
það að geta ekki tjáð sig er mjög slæmt, það hafði líka áhrif á tímabundið sambandslit við makann, makinn varð að slíta sig frá, það varð líka til þess að gumpurinn tók sig á og það er eitt það erfiðasta sem gumpurinn hefur lent í fyrir utan eineltið, þessir rúmu fjórir mánuðir sem gumpurinn bjó án makans voru ´mjög erfiðir það gerðist margt gott og miklar breytingar, makinn kom aftur inn í líf gumpsins þó svo að makinn hafði ekki farið langt hann var með annan fótinn heima.
seinna sagði makinn að þetta varð að gerast og hefði verið mjög erfitt fyrir sig og þetta hefði verið búið að vera lengi að gerast, ég er oft búin að hugsa um þetta og þakkað makanum fyrir að hafa hjálpað á þennan hátt, nú í dag getum við tjáð okkur og okkur líður mjög vel saman, ennþá á gumpurinn erfitt með að tjá sig við fólk, óöryggið nær oftast yfirhöndinni og þá fer allt í hnút.
þó svo að gumpurinn hittir fólk sem er ekki ókunnugt þá er þetta erfitt, ýmsar hugsanir koma framm, eins og kem ég vel fyrir, fæ ég að vera með í samræðum sem eru í gangi, verður mér svarað ef ég blanda mér í samræðurnar, oft er sett út á svörin, þannig að gumpinum finnst oft best að segja sem minnst.
með þessari hugleiðingu er ég ekki að dæma ykkur sem lesa þetta, ég bara varð að tjá mig um þetta, vegna þess að mig grunar að það vita ekki sem þekkja gumpinn að hann varð fyrir þessari erfiðu lífsreynslu, gumpinum finnst mjög gaman að kynnast fólki og spjalla, fara í heimsóknir og fá heimsóknir, því það skiftir öllu að eiga góða vini eða vin sem hægt er að spjalla og hafa gaman af lífinu, geta deilt gleði og sorgum, og að geta treyst hvort öðru, allt þetta er mjög mikilvægt.
með fyrir fram þökk fyrir lesturinn og að umbera gumpinn.
hafið það sem allra best kveðja gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 22:40
þetta er allt að koma
það má nú segja að allt sé að koma í rólegheitunum ég er frekar bjartsýn að eðlisfari og krílin mín eru að verða nokkuð hress komin líka tími til, þau vöknuðu rúmlega hálf sjö í morgun og borðuðu wetabix tóku lýsi og vítamín og að endingu pensilinið, eiga eftir ca tvo daga af því.
hef ekki þurft að sníta eða pústa auka í dag og það eru mikil framför frá helginni og undanfarna daga.
þau fóru á leikskólann í morgun og það gekk bara vel með þau eftir langa fjarveru, matarlistin svona la la í leikskólanum, þau sváfu svo í dag frá rúmlega hálf eitt til rúmlega tvö þau voru ótrúlega góð í dag, ekki að þau séu alltaf óð en í dag fór ekket fyrir þeim, þau léku sér aðalega í stofu sofanum með bíla, cheerios og rúsínur, mamman útbjó kvöldmatinn í rólegheitunum, reif niður karteflur og skolaði sterkjuna úr þeim setti í sigtipottinn reif svo gulrætur, brokkolí og blómkál og gufusauð með karteflunum, setti fisk í pott ásamt sveppum en ekkert vatn,gufusíð á litlum hita og mjög gott að borða.
krílin fóru svo að sofa rúmlega hálf átta, og sú elsta kl níu, bóndinn fór til Keflavíkur á box æfingu og er nýkomin heim, sagði að veðrið væri orðið slæmt annars fer hann á heræfingarnar þrisvar í viku fór í morgun en langaði voða mikið til að fara á aðra æfingu.ætlar sér að vera í fanta formi.
annars er bara allt ágætt að frétta, gumpurinn glímir við orkuleysi og vantar þar af leiðandi svefn og orku, þigg góð ráð jæja ætli ég láti þetta ekki gott heita í kvöld, ætla að horfa á seinni fréttir og veðurspána hún er víst ekki góð fyrir okkur næsta sólahringinn.
ég bíð ykkur góða nótt og sofið vel, ég stefni alltaf á góðann nætursvefn .
kveðja gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2008 | 21:26
tónleikar
mér var óvænt boðið á stórtónleika til styrktar krabbameins sjúkum börnum, góð vinkona mín hringdi í mig í dag og bauð mér, tónleikarnir byrjuðu kl fjögur í Háskólabíói og þar komu framm helsta tónlistarfólk Íslands tónleikunum lauk kl hálf sjö, ef satt skal segja þá voru þetta fyrstu tónleikar sem gumpurinn fer á þetta var æðislegt við vorum á góðum stað, fjórða sætaröð og vinstra megin við miðju.
flestir flytjendur tóku tvö lög,fyrstir á svið voru Stebbi og Eyvi tvö róleg lög svo kom Jogvan með gitarinn ég reindar þekkti hann ekki strax en hann er þræl skemmtilegur grínaðist á færeysku og íslensku tók færeyskt rasmus lag og svo lag sem er á disknum hans, þarna komu einnig framm Friðrik Ómar svakalegt hjá honum á píanói og trommu sóló, Sniglabandið, Klaufar og með þeim lítill gutti með gítar hann stal senunni þó svo hann spilaði í þykjustunni, Birgitta Haukdal, Hara systur ekkert smá hressar, Garðar Thor Cortes vá þvílík rödd ég hélt að ég mundi svífa upp úr sætinu var með svo mikla gæsahúð er ekki hissa á að hann sé svona mikið eftir sóttur, svo tóku Friðrik Ómar og Jógvan lag saman lag sem Wham gerði vinsælt, Nælon flokkurinn tók eitt lag og eitt lag með Sniglabandinu lagið um Britney Spears mjög flott, Páll Óskar endaði tónleikana alveg svakalega flott hann er bara flottur nær þvílíkri stemmingu.
ég held að ég hafi nefnt alla sem komu framm, þetta var ógleymanlegt, alveg rétt ég gleymdi næstum Ragnheiði Gröndal hún söng tvö róleg og góð lög og spilaði á píanó, enduðum svo að koma við á American Stile á heimleið, gumpurinn fékk sér gott kjúkklingasalat.
kallinn sá um börn og bú á meðan og gekk það auðvitað vel, börnin litlu voru sofnuð er ég kom heim kl átta, sú elsta er að fara að sofa, við hjónakornin ætlum að hafa það notalegt í kvöld, veit ekki ennþá hvort börnin fara í leikskólann í fyrramálið þau hefðu alveg mátt borða betur, en þetta kemur vonandi fljótlega hjá þeim.
ætla að láta þetta gott heita í kvöld, hafið það gott.
kveðja gumpurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2008 | 22:58
dagarnir renna saman í eitt
það má nú segja að dagarnir hafa runnið saman í eitt síðan síðast, krílin mín eru smátt og smátt að hressast eru búin að vera hitalaus síðan á mánudag, aðeins minna um að sníta og orkan er aðeins meiri, en ekki mikil matarlist borða helst það sem er mjög mjúkt og drekka vel, þau hósta hinsvegar mikið ennþá, veit ekki ennþá hvort þau verða leikskóla hæf eftir helgi, veit að það verður ekkert mál að hafa þau inni og að þau verða hætt að smita af streftakokka, en það kemur bara í ljós
bærinn okkar hefur aldeilis tekið stakka skiftum síðustu daga, fyrst snjóaði allt á kaf og alltaf kemur það jafn mikið á óvart hjá svo mörgum ef það kemur smá snjór mikill snjór, allt ætlar um koll að keyra, fólk æðir út um allt eins og beljurnar þegar þeim er hleift út að vori, þó svo að það sé brýnt fyrir fólki að halda sig nú heima við, nema brýna nauðsin beri við svona á meðan veðrið gengur yfir.og allir jepparnir sem flykkjast í bæinn í von um ævintýra leiðangur,Grindavík og Vestmannaeyjar komin á kortið vegna óvenjulega mikilla snjóa,þessir staðir eru víst mjög snjóléttir staðir en það snarbreittist á örstuttum tíma.
minn maður ásamt fullt af öðru björgunarfólki hafa verið mikið við að hjálpa fólki við hin ólíklegustu aðstæður, ekkert að því að hjálpa fólki en sumir læra bara ekki af og halda ótrauðir áfram og treysta á björgunarsveitina svo frétti ég að unlinga deildin hafi boðist til að
aðstoða eldri borgara og veikt fólk bæði við að moka frá og skreppa meira að segja í búðina það er bara frábært, en heyrði líka af fólki sem misnotuðu þessa duglegu krakka, fólk sem ekkert var að það hreinlega nennti ekki að moka frá og fara í búðina, svei og svei segi ég nú bara verð bara reið.
við höfum verið að komast smá bíltúr á hverjum degi, það verður nú að fylgjast með gangi mála í bænum, ekki langir bíltúrar en mjög gaman fyrir alla, bíllinn hristist og hristist og vekur mikinn hlátur,hjá börnum, og allur snjórinn sem hleðst upp ekkert smá, vörubílar að keyra snjó í höfnina af helstu götum bæjarins, loksins eitthvað að gera hjá þeim sem eiga moksturs tæki.
fór í búðina á þriðju daginn og það var frekar tómlegt um að litast, verslunar stjórinn var alveg gáttaður, er ég spurði um brauð, ég sagði við hann að ég héldi að fólkið hér í bæ haldi að það væri að vera innsigla og mundi ekki komast í búð á næstunni og það væri að birgja sig upp, öll veður stittast upp einhvern tímann og göturnar verða lokaðar svo er alveg hægt að taka með sér sleða eða snjó þotu í búðina sá reindar einn mann koma úr búðinni og setja á snjó þotu, fín hugmynd.bakaði brauð og það smakaðist vel að sjálfsögðu
hér er allt með kyrrum kjörum, litlu krílin sofnuðu kl átta borðuðu rúmlega sjö, dálítið of seint vorum að bíða eftir heimilisföðirnum hann var að koma úr,smá jeppaleiðangri rétt fyrir utan bæinn, svo var farið í bað og ekki veitti af, að skrúbba af sér fastann hor og matarleifar úr hárinu,höfðum spaghetti og nautahakk með fullt af grænmeti og sósu,fór vel í fólkið að sjálfsögðu.
eftir að krílin voru sofnuð þá var sett mynd í tækið og fyrir valinu er þriðja sjóræningja myndin, elsta dóttirnin sofnaði fljótlaga í fangi pabba síns, kallinn er ennþá að horfa á myndina ég kíki aðeins með öðru auganu, á meðan ég blogga, ætlað nú að fara að enda þetta, er orðin frekar lúin eftir anna saman dag börnin sá alveg til þess að mamma þeirra hefðu nú eitthvað fyrir stafni.
ég ætla nú að bjóða ykkur góða nótt kæru vinir og vandamenn hafið það sem allra best heyrumst fljótlega.
kveðja gumpurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 23:04
það leynist draumur
gumpurinn á sér draum og sá draumur er að gerast bóndakona langt upp í sveit, veit að kallinn væri alveg til í að gerast bóndi, við höfum verið svo heppin að kynnast sveitinni og ýmsum störfum , sem börn og framm á unglingsaldur fórum við í sveit strax að vori, þá var skólinn miklu styttri, og komum heim í september, vorum reyndar ekki á sama bæ fyrr en leiðir okkar lágu saman þá fórum við eitt sumar saman norður í Bárðardal.á sama bæ og kallinn var búin að vera mörg sumur.
og höfum farið hvert sumar saman í tuttugu ár, og það finnst okkur vera það besta sem hægt er að gera, þar hlöðum við batteríin, erum eitthvað svo langt frá ysi og þysi bæjarlífsins, rólegheitin og kyrðin, sveitailmurinn öll dýrin og sveitamaturinn þetta er bara þvílík sæla.
börnin okkar eru mjög hrifin af sveitinni og það er mikil tilhlökkun þegar sumarið nálgast og styttist í ferðalögin og sveitinna, höfum reynt að heimsækja húsdýragarðinn þegar frí gefst og veður gott,
að gerast bóndi með dýr og allt það er víst ekki auðvelt í nútímanum, það er svo margt sem þarf að læra svo er víst ekki mikið til að lifa á, á sveitinni eingöngu, margir bændur verða nú að hafa auka vinnu með svo hægt sé að lifa á mannsæmandi launum, en þá er bara að gera eins og við, gerast bændur þegar við komum upp í sveit og taka þátt í daglega lífinu sem þar er.
og í þessa sveit erum við velkomin hvenar sem er og getum verið eins lengi og við viljum, okkur finnst við vera mjög heppinn, hugsið ykkur hvað börnin og þið líka hefðuð gott af að komast í góða afslöppun en þurfa svo að borga fyrir það , já það er víst hægt að koma börnum í sveit og borga helling fyrir sem þótti svo sjálfsagt ekki fyrir svo mörgum árum að börn færu í sveitinna.
annars er dagurinn í dag búin að vera svipaður og hina daganna börn sem hafa litla orku til að leika sér,og vilja komast út,horfa mikið út um gluggann og segja njó,njó en fórum í smá bíltúr í dag og sjá svona hvernig umhorfis væri í bænum eftir alla þessa snjókomu, og mikið var nú gott að komast aðeins úr þessu umhverfi og í bílinn,það var passað upp á að hann væri heitur og börnin höfðu gaman af öllum hristingnum, þau hafa verið hitalaus í sólahring og eru ennþá og vonandi verður það áfram, ekki mikil matarlist í kvöld frekar en venjulega en Bríet borðaði betur en Sölvi það var soðinn fiskur með sveppum í einum potti og rifnar karteflur, gulrætur,brokkolí og ostur í sigtipottinum já það er allt annað að elda í pottunum sem við fjárfestum í haust og kallast Salet Master veit ekki alveg hvernig það er skrifað en þeir eru dýrir en maturinn er miklu betri.
börnin sofnuðu upp úr kl átta í kvöld, kallinn fór á rúntinn með fleirum köllum og ég ætla að hafa það mjög notalegt, ætla að skella mér í sturtu og koma mér í bólið rétt bráðum, þetta er orðið nokkuð gott í kvöld, ég bíð ykkur góða nótt og látið ykkur líða vel.
kveðja gumpurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2008 | 20:18
meiri snjó,meiri snjó,meiri snjó
æðislegt að fá allann þennan snjó,og áfram haldandi snjókoma.
kallinn er búin að vera í starfi björgunarsveitarinnar síðan kl 7 í morgun og verður framm á kvöld og finnst það ekkert leiðinlegt að ösla snjóinn,hann skellti´sér fyrst á heræfinguna kl 6 í morgun kom heim rúmlega hálf átta í sturtu og aftur út í hríðina,hann kom reyndar heim um fjögur leitið og fór með Sölva Örn til læknis,jamm streftakokka og pensilin takk fyrir og lét Bríeti Önnu fá pensilin hún er örugglega með þetta líka sagði læknirinn,krílin eru dugleg að skiftast á glösum,dóti og tannbustum og þetta er víst bráðsmitandi,veit að þetta er búið að ganga lengi á leikskólanum,var einmitt að spjalla um þetta við eina af fóstrunum á deildinni þeirra og við vorum samála um að þegar svona tilfelli koma upp þá þyrfti að gera ráðstafanir strax það er erfitt að uppræta svona þegar fólk leiðir þetta hjá sér.
dagurinn var frekar þreittur hjá okkur heima,Gyða Dögg vaknaði í morgun með magaverki og ég hringdi upp í skóla,var eiginlega búin að ákveða í morgun áður en hún vaknaði að senda hana ekki í skólann vegna veðurs,svo var mér tilkynnt þegar ég hringdi að skólanum yrði aflýst,en heyrði það ekki í fréttum kl 8 held að ég hafi heyrt það í hádegisfréttum,svo hafa krílin verið rellinn í dag og mamman bara búin að sníta,hugga gefa stíla,hóstasaft og pústa ásamt mjúka ávexti og vatn að borða,þau voru svo sofnuð kl sjö í kvöld,og Gyða Dögg sofnaði stuttu seinna,ég ætla bara að hafa það voða næs í kvöld,glápa á sjónvarpið og bíða eftir bóndanum,veit ekkerthvenar hann kemur heim,ég væri sko alveg til í að vera úti á rúntinum með honum í björgunarleiðangrum það er bara gaman að ösla snjóinn en það verður bara að bíða betri tíma,svo er ég að kynnast fleirum tvíburamömmum á msn ég var pikkuð inn á spjallsíðu og það er bara fínt,alltaf gaman að kynnast fleirum tvíburaforeldrum.
jamm gumpurinn biður bara að heilsa í bili og látið ykkur nú líða vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 22:28
krílin aftur að versna. skráði kallinn í herþjálfun
já ég bara spyr,var að vona að börnin væru að ná sér af veikindunum en nei þau eru að versna aftur,sama hversu vel hlúað er að þeim,Sölvi Örn var komin með hita í morgun og var ennþá með hita er hann var mældur rétt fyrir svefn 39,6 var hitinn,og gröft í augun,fullur af kvefi og hósta,ætla að ath með tíma hjá lækni í fyrramálið,læknirinn bað mig að hafa samband ef þetta mundi versna aftur,Bríet Anna er líka að fyllast af kvefi aftur en er ennþá hitalaus.
annars vöknuðu þau hálf sjö og sjö í morgun,mamman dröslaðist á fætur,hefði alveg getað lengur,skreið reyndar upp í rúm rétt rúmlega átta þá var Gyða Dögg vöknuð og hún ætlaði að líta eftir systkinum sínum,ekkert mál mamma mín sagði hún,eins og alltaf,ég ætlaði bara aðeins að kúra hafði hurðina opna svo þau gætu kíkt inn,sem þau gera oft,kl rúmlega níu fór pabbi þeirra framm eftir að þau voru búin að spjalla aðeins við hann,ég ætlaði aðeins að kúra lengur sagði ég en steinsofnaði og vaknaði rétt fyrir kl tólf,henntist upp úr rúminu fannst samt að ég hefði rétt blundað,er ég kom fram vel sofin að mér fannst þar til dagurinn var að nálgast kvöldmat,ég spurði afhverju ég hafi ekki verið vakin fyrr,nú ég ætlaði bara að leifa þér að sofa,þú sem sefur svo ílla á næturnar,sagði minn hugulsami eiginmaður sem var að gera æfingar með elsta barninu á gólfinu.
ég ætlaði ekki að vera vanþakklát en að fá að sofa svona lengi það gerist einstaka sinnum að ég dormi framm eftir morgni um helgar,við hjónin höfum skifts á að vakna með börnunum þegar bóndinn er ekki að vinna um helgar,en sofum ekki framm að hádegi mesta lagi til kl tíu.
dagurinn var frekar slappur hjá börnunum,en við kúrðum og höfðum það notalegt,fórum skotferð til Reykjavíkur,bóndanum vantaði nýja æfingaskó,hann var skráður á tíu vikna heræfingaþjálfun þrisvar í viku og um það sá konan hans búin er ein vika og það hafa harsperrur gert viðvart í fótunum,þetta er bara gaman og erfitt en svona á það að vera segir hann.
og svo ætlar hann að reyna að komast á box æfingar í Keflavík með heræfingunum,það á að taka á því og koma sér í form,ekki svo að konan hans sé að kvarta nei og nei bóndinn er í fínu formi,hann fær slatta af æfingum þegar hann kemur heim úr vinnu,börnin sjá um það.
það er verið að hoppa á maganum láta lyfta sér og veltast um,mjög svo skemmtilegt fyrir alla,þannig að kallinn er í fínu formi en hann vill bæta um betur,er undir þrístingi frá einhverjum æfingafélögum að keppa á hreistimóti um páskanna,hann er ekki búin að taka ákvörðun,það er ekki verra að hugsa sig vel um áður en sú ákvörðun verður tekin.
vona að dagurinn á morgun verði aðeins betri en í dag,allaveganna þá snjóar og það er tilhlökkun hjá Gyðu Dögg vonandi hennar vegna og annara barna að snjórinn verði eitthvað lengur en bara í smá stund,annars finnst okkur öllum hér gaman af snjónum,en litlu krílin það litla sem þau hafa kynnst snjónum er auðvitað gaman,en geta víst ekki leikið sér af honum á næstunni,inniveturinn hjá þeim þennan vetur segir læknirinn,en við höldum í vonina að þetta fari nú að lagast.
jæja verð að fara að hætta Bríet Anna er vöknuð og hún vill bara mömmu sína,ég bíð góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
151 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar