tökum haustinu fagnandi

Húsfreyjan hefurkomið sér vel fyrir við eldhúsborðið og höfuðið fullt af hugmyndum,morguninn byrjaði snemma og grautarlummur bakaðar Joyful dásamlegt,ásamt nýmalað kaffi og konsum appelsínusúkkulaði.er til betri hugmynd af dásamlegum haustsunnudegi.

dagurinn er þétt bókaður bóndinn mætir í vinnu í borginni upp úr kl eitt og upp úr kl hálf þrjú förum við sem eftir eru heima upp í Bolöldur á móti litlu kaffistofunni en s,l.einn og hálfan mánuð hefur elsta dóttirin verið á krossaranámskeiði frá kl fjögur til sex á sunnudögum og er allur októbermánuður eftir,og er það skemmtilegur tími Smile og er daman óhrædd við að stökkva og gefa í og miklar framfarir hjá henni,við skemmtum okkur og hafa púkarnir gaman af,þar eru stelpur jafnt sem strákar á námskeiðinu,daman hefur kynnst þar stelpu sem er að verða þrettán ára og er keppni á milli þeirra allan tímann,og það þarf mikla orku að hjóla í tvo tíma og korter hvíld eftir klukkutímann.kraftur í stelpunum Wink

það styttist í sex ára afmæli púkanna,boðskort eru tilbúin og verða þau sett í póst í vikunni,það er mikil tilhlökkun og ætlum við að hafa fjölskyldu afmæli sem að venju er fámennt og góðmennt,uppáhalds kökur ásamt heitu súkkulaði verður í boði Joyful

annars hefur skólagangan hjá þeim verið svona misjöfn,það komu upp leiðinda atvik sem betur fer var komið til skila en svo er gerandinn ekki að taka á sínu,það er ömurlegt að fullorðin einstaklingur sem hefur unnið við stofnun hér í bæ þar sem börn og fullornir koma daglega en setur sínar reglur og kemur barni og móður til að líða mjög ílla eftir að koma fram með ljótu tali og enga tillit semi,og trekk í trekk kemur þessi einstaklingur ílla fram við fólk,börn sem fullorðið,

þetta atvik fréttist og hafa nokkrar mæðgur sagt sínar skoðanir og allar hafa þær sagt standa með húsfreyjunni og jafnvel að skrifa bréf sem formlega kvörtun ef aftur kemur upp atvik sem þetta.

fótboltinn byrjaður hjá börnunum eftir um mánaðar hlé,og sumarið fór að venju í brjálaðan fótbolta,bæði hjá börnunum og svo pepsi deildin sem átti hug okkar,enski boltinn tók svo við og að sjálfsögðu er fullt áhorf hér á bæ.

heilsan er hægt að taka sér bata,hnén eru betri eftir að skrúfur voru fjarlægðar en hægt skal farið af  stað,gönguferðir loksins að koma aftur og er stefnan á haustferðina ennþá á dagskrá Wink svona þegar sjúkraþjálfarinn gefur grænt ljós,þegar kólnar í veðri þá einhvernveginn tekur skrokkurinn að stífna og hreifingar verða klunnalegar,og föðulandið er komið úr geymslu eftir sumarið,og munar um þann fatnað,

ennþá blundar í okkur löngun til að yfirgefa þessa íbúð en það er ekki svo auðvelt að finna annan samastað,sem betur fer þá hefur lánið á íbúðinni lækkað og greiðslur minkað um þrjátíu þús á mán,bara einn galli á þessu að ef við getum selt þá er matið lægra en lánið um ca eina og hálfa milljón,en það munar nú um þessar sex milljónir sem lánið lækkaði um.hugmyndin er líka sú að leigja íbúðina og fara í stærra og á betri stað,og jafnvel út á land ef rétta vinnan er til staðar.

svo eru hafnar framkvæmdir hér fyrir framan og er verið að byggja fjölbílishús,ekkert að því að skapa atvinnu það þarf að huga að götunni í leiðinni hún ber ekki alla þessa umferð eins og er,svo að okkar hálfu þá er ekkert athugavert að þessi hús verði hér í hverfinu,

en jæja húsfreyjan ætlar að setja punktinn og ljúka þessari vitleysu,hafið það nú gott og takið fagnandi fallega haustinu með sinni ótrúlegu fallegum litum,

kv húsfreyjan

 


að skapa og njóta

aðeins meiri innivera þessa daganna og þá er um að gera að skella hugmyndum í gang og sjá svo hvernig tekst til,púkarnir allir þrír nenna ekki mikið að fara út og hafa tekið heimilið föstum tökum og fært í leikbúning,heima leikhúsið tekur völd og hinar ýmsu persónur hafa orðið til og gamlar vaknaðar aftur til lífsins,prinsar,prinsessur,nornir,búðakonan,Harry Potter hefur litið við og svo mætti lengi telja,að skapa og leifa hugmyndasköpunina að leika um og því er nauðsynlegt að gefa tímann og ef óskað er eftir áhorfendum,,heimafólkið í flestum tilfellum,,

í morgun skellti húsfreyjan sér í stutta læknisheimsókn í borgina og á meðan tóku púkar völdin á heimilinu, leiksviðið er holið og breitt og lagað eftir hentusemi Smile

lummugerð bíður húsfreyju,eftir afgang af grjónagraut í gærkveldi það er alveg ótrúlega gott að setja hina ýmsu smátt skorna ávexti í lummur og eru jarðaber og bláber stundum bananar og rúsínur Joyful ætla ekkert að reyna að lýsa herlegheitunum.

framhaldi af lummubakstri verður steiktur fiskur og soðinn,með lauksmjöri það er líka voða gott fyrir tunguna,segir litla daman,,

feðgin stefna á hjólaferð á krossara í kvöld ef veður verður betra,reyndar er hjólið hjá bóndanum bilað og beðið er með ótrúlegri þolinmæði eftir varahlutum en daman fær sinn tíma ef bóndinn er ekki í vinnu,þau fóru á mánudagskvöldið í Sólbrekku braut og var víst þvílíkt gaman Grin daman stefnir á að keppa sem fyrst og æfir eins oft og hún getur, tók sína síðustu 4 flokks æfingu í gær fyrir langa helgarfríið sem er handan við hornið,ekki til þurr þráður eftir klukkutíma boltaæfingu en fannst ekki leiðinlegt,hennar beið búst og nýbakðir muffins eftir heita sturtu,

svo er nú það,ætli það sé ekki komin tími að skella upp svuntunni og hræra í lummur,

kv húsfreyjan 

 

 


beðið og beðið

og beðið,loksins kom að því sem stráksi hefur beðið eftir alla vikuna,Andri á flandri Smile

á sjónvarpinu kom sýnishorn kvöldsins það er að segja s,l. föstudagskvöld stráksi var fyrir tilviljun staddur í stofunni sat í sófanum og lét fara vel um sig þegar dagskráliðir kvöldsins birtust á skjánum,móðir hans lét líka fara vel um sig í sófanum og fyrr en varði spratt stráksi af stað og faðmaði sjónvarpið,,sem betur fer varlega því svona flatskjárar er valtir á borði,,svo mælti stráksi,,,,,elsku Andri á flandi er komin, og kallaði á systur sýnar svo þær fengu nú að sjá ferðalagið þeirra félaga og ekki má gleyma Tómasi,

það viðurkennist að þessi útvarpsmaður með þessa líka útvarpsvænu rödd og er þáttur hans og Gunnu Dís ávalt í útvarpinu og ekki leiðinlegt s tilbreyting að hafa gestastjórnendur í sumar en aftur að þáttunum,

gamlar og kunnulegar slóðir sem þeir félagar fara og ekki flóknar lýsingar og engir tilburðir sem þeir félagar lýsa stað og stund hverju sinni,það er greinilega til fullt af alskonar fólki sem vert er að kynna þó svo til dæmis þeir Ómar sem fór að ég held manna fyrstur að kynna landið og þjóðina með sínum frábærum þáttum Stiklum forðum,nú Gísli Einars með sína fína þætti í einhver ár og hann gróf upp úr sínu ferðalagi hið ótrúlegast fólk og staði,og nú kemur Andri og það er bara frábært að það sé ennþá þessi áhugi að fræða okkur og skemmta með ferðalögum og fræðslu,

annars hafa þessir síðustu daga með roki og rigningu sem var kærkomið allavega rigningin,bara verið fínir,húsfreyjan fann hjá sér mikla þörf fyrir smá göngu í gær þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður,og komst klakklaust þennan hring í um það bil hálftíma,

fótboltinn tók við eftir kvöldmat og fréttir,þau feðgin fóru í gæslu á leikinn hér í bæ en húsfreyjan og yngstu meðlimir tóku til í púkaherberginu og enduðu kvöldið á sögu,þau voru sofnuð rúmlega átta og ekki rumskað fyrr um um kl sjö í morgun,

kvöldið endaði á pepsimörkunum og spáð í það sem á undan hefur gengið og það sem eftir er á tímabilinu,já fótbolti er oft í umræðinni og oft spáð og hugsað,enda ekki leiðinlegt það að börnin hafa fullan áhuga og vilja ólm bæta sig og er litla holið hér inni mikið notað þegar ekki viðrað vel úti,sjálfsagt minnsti æfingaflötur sem við vitum um Smile

bústgerð bíður ásamt nokkrum húsverkum fram til kl eitt en þá ætlum við að koma okkur út og gera eitthvað skemmtilegt,stráksi er á sinni næst síðustu æfingu fyrir frí,en boltinn er ekki í  fríi hér heima hann er í mikilli notkun,

heyrumst síðar og njótið útiverunnar 

kv þar til næst

 

 

 

 


sól og sumar

sumargleði og endalaus sumargleði Grin alla daga útivið því nóg er um að vera,púkarnir farin út helst fyrir átta á morgnanna,svo fótboltaæfingar og um hádegi eru þær æfingar búnar nema hjá elstu en hún tekur tvær æfingar á dag fyrst með sínum 5 flokki upp úr hádegi kemur svo heim í bústdrykk og tekur því rólega þar til 4 flokks æfingin er um kl þrjú,er farin að spila leiki með þeim stelpum og finnst frábært að fá að koma inn í hópinn þó svo það sé ekki fyrr en í haust sem þær skifta um flokk.

litla daman okkar ætlaði að vera á sínu fyrsta símamóti s,l. helgi en varð að hætta við,hún glímir við magamigreni og á erfitt með að halda þvagi,það er lítil tilfinning fyrir því að þurfa að pissa og bíðum við eftir tíma hjá barnaþvagfærasérfræðingi,þetta vandamál hefur aukist mikið frá byrjun júni og það er ekkert grín að byrja sumarið á að vilja frekar halda sér við pilsfald mömmu sinnar vegna þess að hún verður fyrir stríðni þegar krakkar sjá hana úti og hún hefur ekki tekið eftir því að hún hafi pissað,en hún fer á æfingar og þjálfarinn er indæl og passar upp á að daman fari eins og hún vill á salernið og hvíslar því stundum að henni og minnir á,

en það sem lækninum hennar finnst einkennileht við þetta að það sem hún vaknar á næturnar og pissar en er erfitt á daginn þó svo hún sé heima í rólegheitum en svo fylgir víst að að vera með latann ristil að það sé þvagvandamál,en það er líka góður plús með ristilinn en móðirin tók þá ákvörðum snemma í vetur að skifta um lyf og fór í heilsuhúsið og ráðfærði sig við grasalæknir þar og fékk frábært lyf sem hjálpar stelpunum og engir magaverkir eftir þá ákvörðun,það fannst lækninum góð hugmynd og ræddum það að það sé oft hægt að gera breytingar og fara óhefðbundnu leiðina Wink

þannig að s,l. hálfan mánuð hefur penni og blað verið við hendina á húsfreyjunni sem á að skrá niður þegar daman nær ekki á salernið og skila skýrslu þegar sérfræðingurinn lítur á dömuna.

sundferiðir farnar flesta daganna og ekki amarlegt að busla tvo til þrjá tímanna að sjálfsögðu með góða sólarvörn Smile 

engar útilegur þetta sumarið vegna brjálaðar vinnu húsbóndans sem vinnur ennþá með bílinn í álverinu og á frí flesta sunnudaga en kemur fyrir að hann vinni smá verk hér í bæ inn á milli,þannig að stefnan er sett á bústaðaferð þegar vinnunni líkur vonandi áður en skólinn byrjar annars fá þá allir auka frí,en ætlunin er að vera helgi í bústað,en gott á meðan vinnan er því ekkert er sem bíður eftir að þessari törn líkur,en við erum með opin huga ef einhver vinna sem bóndanum líst á úti á landi þá er bara að taka fram pappakassana og flytja,

annars svona allt ágætt héðan,húsfreyjan hlíðir sínum læknir og tekur batanum rólega en svo er sagt að góðir hlutir gerast hægt og sem betur fer að nóg um að vera,og ekki hægt að láta sér leiðast,en getur nú loks sér færan tima og ætla að líta til vinkonu sem bíður eftir sínum bata heima við eftir aðgerð.ætlaði að vera búin að heimsækja hana en daman litla tók völdin og er nú hægt að skreppa frá, elsta daman ætlar að skrá og fylgjast með systur sinni.

jamm ætli þetta sé ekki orðið gott í dag,bústgerð bíður og stráksi hjólar heim af æfingu kl tólf og er allverulega svangur eftir æfingun,

hafið það sem allra best og njótið blíðunar sem við erum svo heppin að hafa,

kv húsfreyjan

 


sumarið er komið með bíflugur og stuttbuxur í haga

langt liðið á nótt og húsfreyjan nr ekki að festa sefn,svo nú var rikinu dustað af tölvunni og smella einhverju svona til tilbreytingar Wink

þetta er bara frábr tími fyrir fjölskylduba að sumarið er loksins komið,,litla daman tók mið af því að þegar hún gat verið á stutttbuxum og bol úti og að bíflugurnar kæmu líka að þá er sko sumarið komið,,yndislegt ekki satt Smile já daman og bróðir og jafnaldri hafa tekið sem sé sumrinu fagnandi úti frá kl níu á morgnanna og fyrsta fótboltaæfingin er hjá litlu dömunni kl tíu en hjá bróður hennar kl ellefu fjóra morgna í viku og frí föstufaga og helgarnar en á mán og mið bætast við auka klukkutími seinnipartin í fótboltaskóla sem líkur svo um miðjan júlí,þau eru alsæl með þetta og eins með eldri systur þeirra hún fer á allar æfingar þessa sömu dag frá korter í tólf til eitt,svo tekur hún oft fjórðaflokksæfingar kl þrjú sem hún er gjaldgebg í í haust en henni hefur erið boðið að æfa með þeim þegar hún getur og það finnst henni gaman að prófa,hefur meira að segja keft einherja leiki með þeim.

já á þessum bæ snýst líf okkar svo skemmtilega til um fótbolta,og að sjálfsögðu var fylgst með undir 21 árs liðum og að halda með okkar liði þá kom Spánn þar næst svona eins og þegar HM var fyrir ári,úrvaldsdeildin fer alls ekki framhjá okkur og miklar pælingar og skiftar skoðanir hér í stofu eins og hjá þeim í myndverunum,

það er meira að segja búið að fara á pæjumótið í eyjum,við mðgur skelltum okkur þangað með einhern kvíða í bakpokanum,en það er líka gott að hafa samskifti ið foreldra sem komu þar og höfðu reynslu af svona ferðum og farastjórara þurfa að gera,komum heim reynslunni ríkari og sem betur fer þá oftast jákvæðni með í för hjá stelpum og hinum fyldarliðum,en ávalt gott að komast heim og sem betur fer fyrir samgöngurnar þá siglir báturinn um landeyjarhöfn, og eyjarnar er frábr bær og fallegur það verður örugglega komið þangað srm fyrst í frí,mlum eindregið með því og skoða þr minningar sem haldar eru uppi frá hinu ýmsum atburðum.

líðan tók hröðum stakkaskiftum í s,l. mánuði en hnén fóru versnandi og tími hjá gamalreinda bæklunarlækninum pantaður og myndir teknar,já kona góð þú þarft aðgerð á bæði hnén sem fyrst,skrúfurnar eru á leið út og gera þér lífið leitt,þú þarft að koma 21 júni og ég skelli borvélinni í gang og næ þeim út,húsfreyjan hugsaði ohh ekki enn eina ferðina enn en ok best að hlíða ráðum hans,og upp úr hádegi var húsfrejunni skellt á surðarborðið og í fyrsta sinn vegna svæfingar og gerð sérstök blanda svo húsfreyjan gæti staðið upp án þess að vera ælandi daginn á enda,eftir svæfinguna,sem gekk alveg eftir hress og með fjórar stórar skrúfyr í nesti fékk hún að fara heim innan tveggja tíma frá vöknun,en með heila A,4 síðu með hinum ýmsum ráðum og upplýsingum næsta mánuðinn,saumar teknir 10 til 14 dögum eftir og líðan miklu metri Joyful en þarf að byrja aftur rólega með uppbygginguna eftir grænt ljós í ágúst mán ef húsfreyjan fer vel með sig.

 en sundferðir verða að bíða þar til saumar hafa verið fjarlægðir Frown

ferðalög bíða betri tíma,vinnan hjá bóndanum gengur fyrir en við skelltum okkur sjómannahelgina vestur á Hellissand þar sem systir og hennar maður með litla snúð hafa fest kaup á fínu húsi sem þarf að vísu að ditta að en þau eru alsæl þarna,friður og fallegt umhverfi allt um kring,ekki amarlegt að komast frá skreitingaglöðum bæjarbúum og allt á útopnuðu á svona stað. öðru hverju fáum við alveg að vita að við mættum alveg flytjast búferlum þangað,það má allt skoða Joyful draumurinn er að komast sem allra fyrst frá þeim stað þar sem við erum og vera í einbýli á góðum og rólegum stað,ætlum að skella ýbúðinni á sölu um leið og ferlið vegna niðurfellingulána gengur í gegn,höfum fengið já svar og við bíðum eftir pappírum sem eiga aða fara að detta inn,

 börnin hafa febgið pappíra og staðfestingu bekkjar sem þau erða saman í 17 börn ,,11 drengir og 6 stúlkur ekki könumst við nema lítin hluta hópsins og okkur líst bara vel á eins og komið er,ætlum bara að taka bjartsýnina og hafa gaman af,við gerðum engar kröfur með bekkjavalið,nema að systkinin fengu að vera saman í samráði við deildarstjóran þeirra.

það sem eftir er af þessari viku þá þarf ávalt að hafa það í huga að nú er bara sá tími þegar börnin manns hafa svo gaman af lífinu,allt sem þau eru að gera að því fylgir að gefa þeim að borða vel og oft því orkan er það sem drífur þau í því sem þau eru að gera,baka elda og frysta ,era með góðar hugmyndir og framkvæma þær,eiga til rétta plásturinn og réttu kremin,sólarvörnina og rakakremið,loft í dekkjum og hjálma í lagi,dagurinn fljótur að líða og velþreytt börn og foreldrar eiga notalega kvöldstund saman að snæðingi og spjalla við bóndann sem hefur verið að heiman frá fyrir sjö að morgni,um atburði dagsins,og höfuð komið á koddann milli átta og hálf níu að kvöldi,elsta daman sofnum um hálf ellefu og foreldrar stuttu seinna,,nema þegar pepsimörkin eru Happy þá er vakað lengur.

en nú ætlar húsfreyjan að gera tilraun með svefn,hefur verið brösugur á annan mánuð er er með læknisráð sem er ekki alveg ennþá að virka en ætla samt að halla mér og vita hvað gerist.

kveð í bili og hafið það gott og njótið sumarfrísins ,allt hægt að gera þó svo planið sé ekki útilegur um helgar nema j'kanski svona ein og ein,það er fullt í kringum okkur sem hægt er að njóta,við til dæmist stefnum á bústaðaferð í haust,hugsanlega verður það eina útilegan okkar en okkur hlakkar mikið til,

 

njótið lífsins


Hugleiðing,,leitaðu að kostunum þínum

Hæfileikinn til að koma auga á björtu hliðina á þeim aðstæðum,atburðum og erfiðleikum sem lífið býður upp á er án nokkurs vafa besti eiginleiki hverrar manneskju.Það er nefninlega staðreynd að lífið er að miklu leyti háð því hvernig við lítum á það og hvernig við bregðumst við því,viðhorf okkar eru ólík Og þú getur spurt þig, hvaða kosti hef ég ? hvernig væri að fara í Pollýönnuleik ? já því ekki Joyful

þá geturðu valið hið jákvæða eða hitt, það sem er neikvætt og niðurdrepandi sem er pottþétt leið til að þú sleppir þér í eymd og volæði og finnst þér það eftirsóknavert ? og ekki nóg með það,heldur dregur þú aðra niður með þér í leiðinni,eykur vanlíðan þeirra með þér.

Þegar þú hefur ákveðið að fara í Pollýönnuleik og finnur jákvæðu leiðina, og koma auga á björtu hliðina því að einhvers staðar stendur.

                                                   LEITIÐ OG ÞÉR MUNUÐ FINNA

húsfreyjan hefur nýtt sér Pollýönnu leikinn og hvetur ykkur til að sjá myndina sem á erindi til allra Smile og hættum þessum ógnarkröfum,gott að staldra aðeins við og velta því fyrir sér og spyrja sig ,,vil ég sífellt vera á varðbergi ? og vera stillt upp við vegg ? AAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGG

NEI,NEI OG NEI

ég ætla að láta mér líða vel,því þá get ég tekist á við það sem skiftir mestu máli,og ætla að gefa börnunum mínum það veganesti út í lífið,að nýta þau tækifæri sem gefast og tjá ást,væntumþykju,bjartsýni og samverustundirnar Heart

ekki gleyma að rækta vinina

kv og gleðilega páska 


en meira át,að losa sig við óþarfa tennur og fuglaspeki

fermingarveisluhöld ,,þessar tvær,,sem við fórum í og velútilátið af kökum systra minnar Kissing ekki slæmt það,og svo er næsta áthátíð að skella á sem sagt páskar með tilheyrandi áti svo ekki sé minnst á allt súkkulaðið sem í vændum er aahh hér á bæ er beðið með mikilli eftirvæntingu og óskalistinn sem breytist dag frá degi þa er að segja páskaeggjaóskalistinn,myndir af girnilegum eggjum eiga hug barnanna á heimilinu umm ok það skal viðurkennast að hjónin eru alveg til í eggjaát Wink

páskaplanið liggur fyrir svo sem ekkert flókið,á skírdag og já fyrsta dag sumars segir almanakið okkur þó svo veðurguðirnir vilja meina annað,en hjólaferð krossaraferð hjá elstu dóttur og húsbóndanum en við hin sem förum ekki á hjól ætlum að hitta þau á endamörkum með nesti og ýmislegt annað,já eins og veðurspáin segir þá er bara fínt inniveður framundan og þegar góður matur plús páskaegg þá er ekkert hægt að kvarta,og svo áfram ganga Smile

annars er heilsa púkanna ekki til að hrópa húrra yfir,þau eru stútfull af grænu slími og hósta,hafa verið heima síðan fyrir helgi að ráði læknis þá er innivera tilraun áður en gripi verði til sýklalyfja,jamm páskafríið hjá þeim hér heima ásamt stóru systur og ekki væsir um þau,

tími fótbolta keppnir að hefjast,Faxaflóamótið byrjað og gengur vel,yngri púkar byrjuð að æfa með 7 flokki ,,með börnum sem eru í 1 og 2 bekk,,og það finnst þeim æðislegt,svo styttist í pæjumótið strax eftir sjómannahelgina,foreldrafundur var s,l. fimmtudag og planað hvað framundan er þar og ætlum við að gera betur en á síðast pæjumóti þar sem halda þarf vel utan um stelpurnar og að öllum líði vel þar,

HRÓS OG MEIRA HRÓS

það er það sem virkar betra sem uppbygging en að tala niður til og að skeita skapi á þá einstaklinga sem eru að gera sitt besta og ætla að hafa gaman af það er engin uppbygging

                           GOTT AÐ MUNA ÞETTA

hlátur hlátur og hlátur það er mikið hlegið hér og sú sem á flest hlátursköstin,,ansi erfitt að toppa,,litlu dömuna á heimilinu og orðheppin með meiru umm nú er allt tómt húsfreyjan ætlaði að koma með fyndnar setningar en já ekkert að gerast,en allavega þá er svo hún sem hlær svo allra mest og hæðst þegar við hlægjum af bröndurum hennar  LoL

púkarnir keppst sem mest að losa sig við barnatennur en strákapúkinn hefur mist tvær og sú þriðja er langt komin með að vera mátulega laus svo hægt sé að kippa henni úr,ekki er jafnaldra systir hans svo heppin en hún er jú búin að losa eina tönn úr en hún er Errm efins um að hún nái bróður en hamast sem mest hún má til að ná honum og beitir hinum ýmsum ráðum,að nota rör og setja yfir tönnina ,,þá er ekki eins sleift takið á tönninni,,að toga niður,spotti hefur komi til tals eftir að hún sá Línu vinnukonu úr Emils mynd en það vantar hest segir hún svo að sú hunmynd datt mjög fljótt út,töngin sem er notuð í sömu mynd er alls ekki á dagskrá vegna þess að hún passar ekki í litla munninn hennar,að bíta í skorpu er hugmynd sem hefur verið notuð en ekkert gerist og meira að segja epli Woundering en hún segir að í dag muni tönninn fara,,þetta segir hún reyndar á hverjum degi,,

svo að bjartsýnin er ekki langt undan

en ráð eru vel þegin Wink

fyrir stuttu síðan einn morguninn þá vaknaði húsfrryjan aðeins fyrr en vekjaraklukkan hringdi,rétt fyrir kl sex fór fram úr og kveikti undir hafragrautspottinum og hellti upp á kaffi voða rólegt og tekur smá tíma að hella upp á gamla mátin en þannig finnst okkur kaffið bragðast best,en já ut um eldhúsgluggann var ekkert vorlegt um að litast,rok og snjókoma,hrollur læðist um húsfreyjuna og hugsar hversu gott að er vera inni í hlýjunni,rölti svo inn og bóndinn er að vakna við klukkuna,þá er eins og að það sé komin smáfugl inn svo skerandi voru hljóðin,við læðumst fram og í þvottahúsglugganum situr fugl og bregður ekkert við okkur er við stöndum hissa í dyragættinni,við fáum okkur grautinn og ennþá situr fuglinn og tístir aummátlega og úti er hríðin,við fáum okkur kaffi og þá styttir upp og fuglin hverfur á brott en ekki svo langt,aðeins í næsta tré og stuttu seinna kemur annar fugl til hans,við ræðum þetta og eftir að hafa rýnt í fuglamálið þá er svo sem ekkert skrítið við það að nú er sá tími þegar brjálað er að gera í Heart málum og hreiðurgerð að hefjast,og fá á sig vetraveður er bara vont,

börnin ræddu einmitt hvaða fuglar væru að koma til landsins og hvað væri að gerast hjá þeim jú fuglar verða skotnir í hvort öðru og búa til hreiður og egg,ekki flókin tilvera þar að sögn barnanna.

en nú kallar annað og meira og nú þarf að standa upp og skella í grautarlummur Joyful

kv húsfreyjan 


er háð gönguferðum

gönguferðir og hugarfarsbreytingar,húsfreyjan ásamt vinkonum taka  klukkutíma göngu á morgnanna,svona þegar bóndi og börn hafa fari í vinnu og skóla,en morgininn er tekin snemma upp úr kl sex er farið á fætur og hafragrautur eldaur og hellt upp á kaffi,já bóndinn ásamt kranabíl hafa fengi vinnu reyndar tímabundi í álverinu og lagt er í vinnuna ca korter í sjö,þá passar að koma börnum á fætur og innbyrt slatta af graut ásamt lýsi og leikið sér fyrir leikskólann,svo er gangan sem hefur gert helling fyrir okkur göngugarpana,höfum rölt bæinn þveran og endilangan og nánast í öllum veðrum nema þegar asahlákan var annars drifið í göngu,og viti menn allt hefur áhrif andleg sál hefur fengi uppliftingu og líkaminn a stirkjast og ekki verra að grömm ásamt sentimetrum hér og þar læðast af Joyful

ýmis málefni rædd og kafað mátulega djúft eða grunt og haft gaman af,

hér á bæ gengur sem betur fer allt vel,litla fjölskyldan frá Rifi hefur verið að koma og dveljast hjá okkur sem er bara gaman,lítill kútur dafnar mjög vel og er duglegur,höfum fari í eina fermingu hjá systur dóttir í Njarvík,borð svignuðu undan heimagerðum kökum.og fermingarstúlkan glæsileg,eigum eftir að fara í aðra veislu hjá systur dóttir hér í bæ og ef húsfreyjan þekkir þá systur vel þá munu borð þar svigna undan heimagerðum kökum,

líðan húsfreyju hefur rokkað upp og niður en á sem betur fer góða að og ávalt er stefnan að láta sér líða sem best,s,l. mánuð fagnaði húsfreyjan afmælisdeginum á spítalanum en ákvað var að gera agerðina þegar tvær færustu konur á þessu sviði gátu sameinað vinnu sína og framkvæmdu legnám sem tókst vel,og munar mikið um þá verki sem hafa ekki komið upp síðan,

en andleg líðan þarf að vera svona í meira jafnvægi,þa er bara sárt að fá vitneskju um mál sem engum varða um eða gefi er í ljós sem kemur manni úr jafnvægi,við erum misvel á okkur komin og sumt má kjurt liggja,ætla a enda þessa færslu á að segja eitt,

nærðu það sem geri gott fyrir þig,við viljum allt of oft næra það sem veldur okkur vanlíðan,

en fótboltinn kallar og ætla að njóta þeirrar skemmtunar og horfa á púkanna á æfingu

kv húsfreyjan 


hugafarsbreytingar

hugurinn ráfar og ráfar ýmislegt kemur upp í huganum og svo margt að huga að,passa sig samt á að næra ekki það sem veldur vanlíðann sem er víst allt of algengt,húsfreyjan er komin með nokkuð góða stjórn á því sem betur fer,g þá er um að gera að dreifa huganum og finna það sem gleður sálina,það er ótalmargt sem húsfreyjunni langar að rita hér en sumt bara er gott að hafa geymt og jafnvel gleymt ,til dæmis það sem má gleymast eru ,,íllar tungur,, já hver og einn má túlka það á sinn hátt því einstaka sinnum heyrir húsfreyjan það sem getur einmitt nært það sem veldur vanlíðan og svo er sem betur fer til fólk sem kemur hreint til dyranna og tjáir vel hin ýmsu mál án þess að vilja slæmt með því,sumu er bara erfitt að kyngja og þá er best að geta gleymt því,ætla ekki nánar út í það,

en annars bara fínt héðan,litilir púkar ekkert allt of hressir litla daman komin á lyf eftir rúmlega tveggja mánaða endalaus stíflur eða rennandi já ógeð úr nefi svo var að bætast slæmur hósti og höfuðverkur,eftir símtal við hjúkrunarkonu ,,oftast er hægt að fá tíma eða símatíma hjá henni samdægurs en hjá læknir en hjúkrunarkonan sá ástæðu til læknisheimsóknar og reddaði tima daginn eftir og sá læknir var sammála og skellti dömunni litlu á sýklakúr í tíu daga,sem sagt á morgun er komin vika en auðvitað þurfti bróðir hennar að taka upp á því að fylgja systur sinni eftir,því um s,l. helgi byrjaði hann og það fer bara versnandi svo að á morgun er hans tími hjá læknir,ekki skemmtilegt það.

elsta dóttirin stendur sig rosalega vel í skólanum við fórum í foreldraviðtal í vikunni og kennarinn afskaplega ánægður með dömuna einkanir hafa hækkað og ekki er verra að hún vinnur vel og stendur sig á allan hátt vel,eins er unnið vel með eineltismál hennar og haldið utan um dömuna og hlúað vel að.

s,l. helgi var bæjarferð og komin var tími á nýjan kross galla á dömuna en gamli gallinn orðin allt of skálmastuttur og ermastuttur,þessi fína útsala á göllum í N1 og fengum við stelpulegan galla á rúmlega sex þús það átti að vera 30 prósenta afsláttur en við vorum með auka 10 prósent á aðgöngumiða sem þau feðgin fengu er þau fóru á kross keppni fyrir stutt,og það munar um það.

þessi vika er búin að vera nokkuð annasöm nema þriðjudagurinn en þá er húsfreyjan hjá sála og sjúkraþjálfara og sá dagur er tekin rólega sem er skipun frá fagaðila eftir meðferð,en miðvikudagurinn fór húsfreyjan til læknis í borgina en bið hefur á að fá þann tíma út úr þeim tíma kom óvænt úr rannsókn og myndatöku eitthvað sem læknir og sjúklingur áttu ekki von á,legið ekki eins og það á að vera plús að það sé hnútur eða svokallað auka leg sem hugsanlega hefur verið að valda verkjum í mörg ár,læknirinn ætlar að ráðfæra sig við annan læknir sem er sérfræðingur í aðgerðum á legum,svo verður mjög fljótlega farið í aðgerð sem gæti endað með stórri aðgerð sem sagt líkur á brottnám legs,blendnar tilfinningar komu upp en ef að þessu verður þá bara að vinna úr því,húsfreyjan er jú vist hætt öllum barneignum vel að verki staðið með þrjú dásamleg börn.við sem vorum að hugsa um að gera tilraun með bústaðaferð í marz þegar húsfreyjan á afmæli og vetrafrí í skólanum en það bíður bara betri tíma,

bæjarferð svo í morgun,en fyrst að redda pössun fyrir púkanna því aldrei þessu vant er rólegt hjá bóndanum en hann kallaður á öryggisnámskeið vegna vinnu í straumsvík og einnig á morgun og í næstu viku á að senda bóndann í læknisrannsókn vegna vinnunar já og vörubíllinn hann verður líka skoðaður hehe,en já aðeins púsluspil með púkanna,Guðbjörg sótti þau á leikskólann og kom þeim til vinkonu sem var bíllaus einmitt þennan dag,en já aftur að bæjarferð, elsta dóttirin fór í mátun fyrir tannréttingar og leit þetta betur út eftir myndatökuna því hætt er við að taka fær fjórar tennur sem ráðgert var og svo verða spangirnar settar upp síðasta laugardag febrúar mánaðar,þegar við komum svo heim rúmlega tvö eða til vinkonu þá var hún með púkanna á leikvelli sem er við enda hennar götu og þvílíkt gaman því púkarnir hafa talað um daginn hjá Birgittu og leikvöllinn hennar,já Birgitta nú átt þú leikvöll og þau ætla að koma mjög fljótt í heimsókn eiga reyndar erindi því það þarf að skila sem lánað var í dag,

næstu helgi koma KR STELPUR í 5 flokki og spila æfingaleik og ekki ólíklegt að hrópað verður ÁFRAM GRINDAVÍK en púkarnir eru óhrædd við að hveta stelpurnar áfram svo er hugsanlegt að farið verur á krossara,

en jæja ætli þetta sé ekki bara orðið gott í kvöld,það styttist í bólið,

en eitt að lokum

hafa skal aðgát í nærveru sálar

kv húsfreyjan

 


er þakklát fyrir hinu ýmsu afrek á gamla árinu og hlakkar til að takast á við nýtt ár

Húsfreyjan heilsar þótt langt sé um liðið,fékk meira að segja hringingu frá Snæfellsnesinu til að fá fréttir vegna þess að ekkert gerist með bloggfærslur,en góðar fréttir af vestan,ræddum hinu ýmis mál og húsfreyjan viðurkennir að hún er svo sem ekkert betri að hringja og leita frétta eða segja fréttir,nennirinn er einfaldlega ekki til staðar svona oftast,að sitja við tölvu og eða síma get svo sem rölt um með símann en aftur á móti er það verra með tölvuna en ætla að gera tilraun með að bæta eitthvað sem lítur að tölvu Wink

árið sem leið endaði vel við nutum þá síðustu tvo daga af árinu sem leið og nutum tvo fyrstu daga þessa árs í Húsafelli í bústað þar,og dásamlegt að vera í kyrðinni og veðurblíðinni þar,reyndar kom Njarðvíkurfjölskyldan ,,Sólveig systir og fjölsk,,og dvaldi með okkur,þetta var búið að vera draumur lengi að komast úr Grindavíkinni og eiga tíma í rólegheitum,í 10 stiga frosti og logni stjörnubjartur himinn og myrkrið eins svart og getur verið,því engin götuljós og aðeins friðarkertið gerði sérstaka stemmingu þegar út var komið upp úr kl átta með yngstu púkanna en við ákvöðum að sprengja upp fyrir þau,síðan var pottaferð og það er fínt að hafa svona hátt lok yfir pottinum og nánast við dyrnar,þau voru orðin ansi lúin klukkutíma seinna og fóru að sofa,við hin sem eftir voru kíktum á skaupið og hlóum meira en síðustu ár,sprengdum nokkra flugelda og fögnuðum nýju ár Smile allt slökkt og í bólið rétt rúmlega eitt,

en alltaf gott að koma heim,það er bara draumur að geta átt heimili á öðrum stað,geta notið kyrðarinnar Joyful hef það ekki mikið lengra en það og það er aldrei að vita nema að það gerist á þessu ári,

reyndar seldum við gamla trukkinn rétt fyrir áramót og fengum okkur nýrri bíl og að einhverju leiti betri,eigum eftir að sakna fjallaferðar og jöklaheimsóknir en það verur bara að bíða betri tíma allt kostar þetta víst aurinn og við fengum smá aur á milli bíla,

allt að komast í fastar skorður með skólum íþróttum og auðvita HM í handbolta,hér á bæ er að sjálfsögðu fylgst með og sama hvernig fer þá vitum við að svo fór það en sumt er hægt að bæta og annað ekki,fótbolta mót það fyrsta á árinu hjá elstu dótturinni var s,l. sunnudag svo kallað hleðslumót í Fífunni,mikil tilhlökkun og fínir hlutir að gerast þar,púkarnir byrjuð í sínum fótboltaskóla og mikið búið að bíða eftir því,

tannréttingar setja strik í budduna þetta árið svo að það mun eitthvað minka í buddunni en þetta leysist einhvernveginn,svo er ætlunin að halda áfram að koma sér í betra form ekki hjálpar til að liggja í leti og allt er gott í hófi og gera eitthvað á hverjum degi er fínt,húsfreyjan var einmitt í ítarlegri tékkun s,l. fimmtudag hjá gigtarlæknir,,ekki góðar fréttir þar,, og svo er það heimilislæknirinn á morgun, bæklunarlæknirinn er með landsliðinu á HM svo að hann verður heimsóttur þegar hann kemur til landsins,en margt jákvætt á s,l. ári gerðist og meðal annars fuku ,,BARA,,11,1 kg af húsfreyju og gönguferðir mislangar voru farnar,fór langferð það er að segja Boston ferð sem er bara gott fyrir þá sem þurfa að víkka út fasta rammann þetta sem er kallað öryggisramminn,að upplifa að maður getur gert svo margt þó svo að það sé ekki auðvelt að framkvæma en gerir rmikið fyrir mann Joyful

á þessu ári verður eins farið að gera hlutina með sínum hraða,framkvæma og vera bara stolt,,ur,,með það sem tekið er fyrir hendur,svo er um að gera að byrja og ekki vera að hafa smá áætlun og stefna að ákveðnu marki hvað svo sem það er,það er einmitt sem dama ein af Rifi ætlar að gera,hún hringdi eða hringir oft og fær alskonar ráð,hún er búin að setja sér áform og ætlar að byrja rólega og klára sem hún er byrjuð á sem er bara frábært,ef húsfreyjan þekkir hana rétt þá mun það ekki vefjast fyrir dömunni Smile

það er líka bara frábært hvað hún er ákveðin og þrátt fyrir ýmis rugl sem hún heyrir og les þá heldur hún í sitt ákveðna með litla guttannn sinn sem dafnar þvílíkt vel,og bara á brjóstamjólk sem hún er mjög stolt af að geta gefið honum,þyngist og stækkar eins og á að vera,

jæja þá hefur fyrsta færslan verið framkvæmd á svona tveimur tímum hehe já húsfreyjan er búin að vera að framkvæma hinu ýmsu húsverk á meðan,kyrrseta er ekki af hinu góða svo að þá er bara að umm til dæmis að taka þvott af snúru og brjóta saman,setja í uppþvottavél og setja aftur í þvottavél,riksuga og aðeins að skúra yfir gólf,

jamm svo kveður húsfreyjan þar til næst

                 ráð dagsins

það sem þið setjið ykkur fyrir þá er um að gera að byrja og gera skemmtilegt úr því Smile

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

241 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 19356

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband