minnið tekið aðeins í gegn

mikið óskaplega er gott að fá nýtt ár og horfa bjartsýn framm á við,markvert á s,l. ári hefur sett strik í líf húsfreyju,ætla aðeins að rifja upp hvernig gamla árið fór

janúar. árið fagnað hjá Breiðholtsfjölskyldunni og fleirum ættingjum,

            stuttu seinna stór hnéaðgerð,

            fór í jeppaferðir en ekki mikið gengið á fjöll í snjó,,umm skrítið

            fór í barnaafmæli

febrúar. fleiri jeppaferðir ásamt Breiðholtsfjölskyldu og fleirum

marz. elsta dóttirin varð ellefu ára,og haldin veisla

          losnaði við gifsið svona rétt fyrir fertugs

          fór í bústað ásamt fáum og góðum ættingjum og vinum þar var haldin lítil fertugsveisla

          en ættingjar og vinir kíktu líka í heimsókn á sjálfan afmælisdaginn

          prófaði að fara í alsherjar dekur á snyrtistofu,afmælisgjöf,hvílik dásemd

apríl. vorið á næsta leiti og farið að huga að sumrinu,frábært að geta farið aftur í gönguferðir,

         sjúkraþjálfun loksins að veruleika en ennþá er orkubúið heimsótt,þar er gott að koma,

         hvattning frá sála og meiri hvattning og húsfreyjan losar sig frá því sem hefur hamlað 

         því að hafa sem hvertslagslegt líf og bloggar hugleiðingar um lífið og tilveruna,

maí. frábært að sumarið sé komið,fótboltinn hjá elstu dótturinni á fullu og sumarmótin skella á

       sem er bara skmmtilegt

júní. börnin komin í sumarfrí,útilega og tjaldvagninn dregin fram en komumst að því 

        að það er mjög þröng,púkarnir nánast sparka systur sinni út út vagninum,

        gömul kynni endurtekin þegar æskuvinkona dúkkar upp í þeirri útilegu ásamt 

        ,,frænda sem er sambýlismaður hennar,,frábært að kynnast aftur og höfum við átt 

        skemmtilegar stundir.

júlí.fótboltamót og útilegur en tínda vinkonan og frændi ,,sem er alltaf á sjó,,vilja lána okkur

     fellihýsið sitt eftir að bóndinn gerir við það og þá er ekki aftur snúið,það fór mjög vel um okkur

     og er draumur að geta eignast ,,þarf ekki að vera nýtt,,fellihýsi

     í þessari útilegu hittast nokkrir vinir og ættingjar ásamt danaættingjum og förum við í frábæra 

     dagsferð á jeppum og fáum það allra besta ferðaveður sem hægt er fá.

ágúst. og fleiri fótboltamót ekki langt að sækja þau mót og virkilega gaman að sjá framfarir

           og baráttu stelpnanna,leikskóli og grunnskóli byrja aftur og börnin hlakka mikið til,

           fáum að vita að langþráð ferð til danaveldis er á næsta leiti.

september. undirbúningur fyrir dannmerkurferðina,passar sóttir og pössun fyrir litla púka

                   komin á hreint,tókum elstu dótturina með, bæklunarlæknirinn heimsóttr og 

                   lagt á þráðinn með næstu hnéaðgerð,

október. loksins loksins snemma að morgni níunda er lagt af stað í fimm daga ævintýraferð,

              danafrændi útskrifaðist og hvílík veisla og skemmtileg heit,sem legni verður í

              minni haft, afmæli púkanna fjögra ára haldin viku fyrir afmælisdaginn,hér fjölmargir

              ættingjar og vinir,enda fór svo að húsfreyjan fór í seinni hnéaðgerðina 22,

nóvember. afmælisveisla hjá vinkonu í efra hverfi en hún náði merkum áfanga sá sami og 

                  húsfreyjan náði snemma á árinu,hugað að jólaundirbúningi.

desember. gifsið tekið í byrjun mánaðar eftir rúmlega sex vikna veru á fæti,er alveg

                  ótrúlega fljót að aðlaga fótinn og kannski að fyrri reynsla hafi þar áhrif,

                  en bakaði og bakaði fullt,ásamt litla íbúðin skreitt hátt og lágt með dyggri 

                  aðstoð barna minna,jólin gengu í garð og meira að segja hvít jól,

                  veislur og átt og árið hvatt í gærkveldi í blíðskapaveðri.

 

þó margt hefði mátt betur fara á liðnu ári þá var þetta ár gott í okkar lífi,við búum ennþá í okkar húsnæði,bóndinn hefur ennþá vinnu þó svo hún hefur minnkað helling,börnin hraust og við líka,húsfreyjan á sér markmið sem hún ætlar að láta rætast á nýju ári,, en engin áramótaheit,, ætla að láta sér líða betur á sál og líkama.við stefnum á bústaðaferðir eina með börnum ásamt vinum og ættingjum,svo eina ferð fyrir okkur tvö,við eigum von á skemmtilegu fótboltaári með elstu dótturinni,ætlum að ferðast og rækta fjölskylduna og vinina, og örugglega margt sem mun koma skemmtilega á óvart,

húsfreyjan óskar ykkur gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir innlitin og hvattningar ef það er ekki til staðar þá vantar margt sem gleður en það þarf ekki alltaf orð sem segja margt, það að fá hringingu eða hittast gerir mikið.

takk takk 

             

 

október,        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband