hitt og þetta

húsfreyjan ætlaði að vera aðeins duglegri að halda dagbókina en af einhverjum ástæðum,,er ekki viss Blush,,þá hefur talvan ekki verið opnuð nema svona rétt svo til að ath póst og síðan hjá fótboltanum hjá dömunni en þjálfarinn er dugleg að setja ýmislegt inn,

hugurinn síðustu daganna hafa verið já nokkuð tilfinninga Crying lega séð tengt mömmu en s,l. laugardag voru sex ár síðan hún lést og þetta er erfiður tími,einhvernvegin finnst manni að mamma manns eigi ávalt að vera til staðar fyrir mann það vantar mikið í lífið þegar hún er ekki til staðar,það er líka ólýsanlega góð tilfinning þegar nálægð hennar finnst og hefur hún verið á vappi hér svona meira en vanalega,oft spyr húsfreyjan um ráð í huganum og það kemur á einhvern hátt skilaboð til baka eins og í svefni eða allt í einu upp í huganum,já eins og litla systir hefur sagt til dæmis við vini eða vinkonur þegar reiðin er til staðar gagnvært foreldrum,þú ert heppinn að hafa mömmu ég vildi óska þess að mín mamma væri til staðar fyrir mig þú veist ekki af hverju þú ert að missa af,, svo verður hún mjög reið,en hún kom um helgina og verslaði jólagjafir það var Joyful að hitta og knúsa hana og yndislegar samverustundir sem við eigum saman,ræðum um allt milli himins og jarðar enda er okkar samband svona bæði systra og mæðgna lega seð,hún kemur aftur næstu helgi en þá ætlar hún í dekur og jafnvel að gista hér,umm hlakka mikið til.

það er búið að vera alveg brjál að gera hjá elstu dótturinni vegna fimleikasýningarinnar sem var svo haldin í gær og fullt af fólki sem komu í íþróttahúsið og sá tveggja tíma mjög flotta jólasýningu,en því miður þá komst húsfreyjan ekki til að sjá,var bara mjög slæm og gat engan vegin hvorki setið nema stutta stund og lítið gengið,það hefði ekki verið vinsælt að rápa um Errm og hefðu púkarnir ekki haft þolonmæði til að vera extra stillt þessa tvo tíma sem sýningin var,en höfðu það býsna gott hér heima með Breiðholtsfrænda sem gisti hjá afa og ömmu ásamt systur sinni en hún gisti svo hér laugardagsnóttina,

en bóndinn fór vopnaður góðu myndavélinni,,það eina sem var keift í góðærinu mikla,, en það kom svo í ljós að nein útsending var á netinu hjá UMFG svekkeldi að það var ekki auglýst Angry 

daman var mjög sátt við sýninguna og var frænka hennar líka með hún er árinu eldri þessar dömur eru á fullu í fimleikum og fótboltanum og greinilega er gaman að stunda þessar íþróttir,ekki var verra að fá fallegan blómvönd frá afa og ömmu eftir sýninguna,þau eru mjög dugleg við að fylgjast með hvað barnabörnin eru að gera og er Breiðholtsfrænkan í ballet og þar eru víst flottar sýningar og að sjálfsögðu fær hún líka blómvönd eftir sýningu,þær stelpur leggja sig mikið fram og eru stífar æfingar þegar kemur að sýningu.

Breiðholtsforeldrarnir komu í gær og stoppuðu dágóða stund í góðu yfirlæti með jólaköku og kaffi,við ætlum að hittast næstkomandi sunnudag púkarnir fá að vera hjá þeim á meðan þessar fáu gjafir eru keiftar,og húsfreyjan fer í handa og naglasnyrtingu hjá Breiðholtsfrúnni umm hlakka til Kissing

annars er heimilisfólkið við nokkuð góða heilsu en ekki fjórfætlingurinn á heimilinu,hann er ennþá að berjast við skallabletti og kláða,og ekkert gerist þrátt fyrir svona ýmis ráð en sumt er ekki hægt að gera sökum auraleysis og það er í umræðunni að hann fari jafnvel aftur á upprunalegu slóðir en þar á bæ er hægt að gera fyrir hann það sem við getum ekki,

en nennirinn er ekki lengur til staðar að pikka meira á tölvuna svo er húsfreyjan að skella sér til kef í boði vinkonu,við heyrumst bara síðar

hafið það nú sem allra best og njótið lífsins

kv frá húsfreyju 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband