8.12.2009 | 10:04
að njóta undirbúnings jólanna
héðan af okkar bæ gengur lífið sinn vanagang,jólaskraut og jólailmur umlykur okkur húsfreyjan er laus við gifsið og nú er bara að krossleggja fingur og vona að allt gangi vel þótt hægt sé,ekki var í boði ,,vegna sparnaðar,,að fá hlíf úr eftirgefanlegu efni svipað og gifs til að hafa á fætinum eftir að gifsið var tekið en það svona hjálpar við að losna smátt og smátt við mikinn stuðning svo að það er lítil hlíf eins og er á hinu hnénu sem heldur við,og þótt útrúlegt megi virðast þá gengur miklu hraðar fyrir þetta hné að aðlagast og nú gengur húsfreyjan með eina hækju hér inni við,en ef út úr húsi er farið þá er betra að hafa tvær hjálparlappir
við fórum bæjarferð á sunnudaginn en fyrr um morguninn kíktu hér við teindaforeldrar mínir,náðu okkur hjónakornunum nánast í bólinu og kl að verða ellefu en um morguninn þá hafði elsta dóttirin vaknað með systkinum sínum og lokað herbergishurðinni hjá foreldrum og draumaheimurinn aðeins of lengi en notalegt var það,boðið var upp á smákökur,mjólk,kaffi og popp,og smákökur og fisk fengu þau með sér heim,en fyrir jólin hefur húsfreyjan gefið teindó smákökur og laufabrauð,,sem verður bakað eftir næstu helgi,,eftir að börnin þeirra fluttu að heiman þá hefur bakstur minkað en eru voða glöð að fá svona jólagjöf
það var gott að komast í bíltúr og tók Breiðholtsfjölskildan vel á móti okkur eins og ávalt,börnin voru klift,,gott að eiga frænku sem kann að klippa,,bóndinn fór í Bónus og húsfreyjan í góðu yfirlæti,eftir smákökuát og kaffi þá var ferðinni heitið aftur heim,elsta dóttirin er í barnakórnum og var athöfn tengt því er kveikt var á tré bæjarins,við rétt náðum í tækja tíð og mætti daman rétt fyrir kl sex,púkarnir voru orðin lúin og vildu heim að borða,bóndinn sá um eldamensku það kvöldið,snöggsteiktir hamborgarar með heimatilbúnum frönskum og grænmeti,og fyrir kl átta voru púkar sofnaðir,voru ekkert spennt fyrir jólasveinum og þá var bara gott að vera heima,
snemma mætti bóndinn til vinnu í gærmorgunn og komst þar af leiðandi ekki með börnin á leikskólann,elsta dóttirin í skólann en púkarnir voru heima,vegna hálku þá treysti húsfreyjan sig ekki til að rölta með þau á leikskólann,gerði tilraunir með að hringja nokkur símtöl og ath hvort einher gæti farið með þau,en það fór vel með okkur hér,við lásum sögur og horfðum á myndina dýrin í hálsaskógi,stórar púslumoppur teknar fram og gerð bílabraut eftir endilöngum gangi og fram í stofu svo hófst æsispennandi bílaleikur og mikið fjör..en púkunum langaði á leikskólann,,en gaman hér heima.
efitr hádegi bakaði húsfryjan tebollur enda langt síðan þær voru bakaðar síðast,það er gott að mörgu leiti,,þegar hægar hreifingar og stuðningur við hjálparlappir,,að hafa eldhúsið lítið og rétt að teygja sig frá eldhúsborði að bakarofni þegar elsta dóttirin kom heim úr skólanum þá tók við fataskifti og fótboltaæfing kl þrjú,hún ætlaði ekki að fá sér tebollur fyrr en hún kæmi heim af æfingu,þess í stað fékk hún sér búst skyr drykk og tók banana með sér í nesti,ætlaði að fá sér hann strax eftir æfingu,gamli þjálfarinn Pálmar var með æfinguna en Helena er að taka próf.það var skrítið að æfa með honum segir daman en gaman,í fyrstu átti að hlaupa þrjá upphitunarhringi um völlinn, daman okkar stakk upp á fimm hringi,,og tók þá við stórt NEI hjá stelpunum,, en fjórir hringir voru þá hlaupnir með skokki,,ekki vantar áhugann svo er þetta ekkert mál segir hún,,
eftir tebollu át hjá þremur börnum og bónda tók við lærdómur hjá dömunni en próf á föstudaginn og fer þessi vika í upprifjanir,og dagurinn í dag fer að mestu í lestur og skoðaðar glósur,reyndar er fimleikaæfing og kóræfing í dag en við rúllum yfir þetta að sögn dömunar já það er gott að hún sé ákveðin að láta hlutina ganga upp og púslar þessu saman,það er hennar val að vera í kór,fimleikum og fótbolta,en við minnum hana á að engin kvöð sé að vera í öllum þessum aukafögum,þetta er bara gaman segir hún,
snemma mætti bóndinn til vinnu í morgun en fór eina fer í slátrun á fiski frá vatnsleysuströnd og hingað,svo að hann komst til að fara með púka á leikskólann og voru þau voða glöð.við ætlum í dag að föndra saman eftir leikskóla þegar elsta dóttirin verður á æfingum,en ætli þetta sé ekki komið nóg í dag,húsfreyjan ætlar að gera nokkur húsverk og hafa það svo notalegt,
hafið það sem allra best og njótið undirbúnings jólanna án kvaða,við eigum að hlakka til og njóta þess því jólin koma þó svo hitt og þetta átti að gera,finnum friðinn og finnum jólin nálgast hægt og rólega það er bara notalegast
sendi ykkur
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.