bara að halda sig inni því úti er hálka og snjór

húsfreyjan væri alveg til í að njóta þess að vera úti við þegar snjórinn er loksins komin en Wounderingþað er betra að vera inni meðan fóturinn er ennþá í gifsi,fór reyndar út í gærmorgun en þá var tími hjá sjúkraþjálfaranum og gengur bara nokkuð vel,eftir klukkutíma þar þá var ferðinni heitið til Guðbjargar systur en hún er með þennan fínan ofn eða betri plötur til að baka lagtertuna Winkog frábær stund sem við áttum og kakan namma namm,það er búið að baka helling á okkar bæ,sumt búið og annað langt komið,þarf að baka aftur piparkökur og hálfmánaða,það er líka búið að skreyta helling,

púkarnir eru eitthvað að slappast og við höfðum samband við Sigurð okkar barnalæknir hann setti Bríeti aftur á lyf fyrir ristilinn en í vor var hún sett á tveggja vikna lyfjakúr sem virkaði vel,en þegar ristilinn er svona hægvirkur og stór þá er erfitt að laga hann,en stanslausir magaverkir og er mikið hoppandi ásamt því að ristilinn ýtir á þvagblöðruna og er þá erting sem veldur því að hún þarf oft að pissa og er oft brunin,já ekki gott mál en með lyfjum þá er hægt að ná þessu góðu,

mikil hamingja greip okkur hér á bæ í gær en ruv sýndi myndina um stelpurnar okkar landsliðið í fótboltanum,við sátum stjörf við tækið og vorum Smile mjög ánægð með myndina,og í dag á fótboltaæfingunni var myndataka fyrir blað sem UMFG er að setja saman,

bóndinn fór á fund hjá 5 flokknum s,l. mánudag og kom fram hvað er að gerast hjá stelpunum næsta árið eða svo,mót fyrir norðan í marz,íslandsmeistaramót og svo pæjumótið í Vestmannaeyjum næsta sumar,og strax komin tilhlökkun hjá okkur,

svo styttist í að gifsið fari en næsta föstudag þá er ætlunin að húsfreyjan losni við það,en þarf að ná mér í hnéhlíf hjá Stoð eða Össuri og taka með,þetta gifs er orðið nokkuð rúmað um fótinn og er hægt að gera æfingar með góðu móti með hnéð í gifsinu,ekki verra það,

flestar jólagjafir er búið að versla en það hefur verið svona smátt og smátt á árinu sem þær hafa verið verslaðar og það er bara fínt að dreifa þessu,næst á dagskrá er að útbúa jólakortin og fullt af myndum sem hafa verið teknar á árinu og úr nóg að velja,svo er bara að búa til kortin í tölvunni og prenta út ca 40 stk og senda til útvalda hehe

fengum góða heimsókn í dag,vinkona úr efri byggð kíkti með guttana sína og við buðum upp á gott kakó og jólasmákökur Joyful bara gleði og fullt af gleði

þægindahringurinn hjá húsfreyjunni hefur stækkað ekki mikið en þó aðeins,skref í átt til framtíðar og batnaða,

en jæja það styttist í háttinn og húsfreyjan kveður þar til næst

kv frá húsfreyju í skreytinga og jólastuði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband