Hugleiðing.......að taka skref í átt til batnaðar

s,l. vika hefur verið svona eins og upprifjun eða hvort meðferð sé að skila þeirri áætlun sem lagt var af stað með í upphafi,viðtal við sála var umm já nokkuð erfitt,bakslag getur auðvitað komið upp og er verið að vinna í því,nú er sá tími ársins sem mikið af fólki safnast saman svo koma boðin í veislur já svona ýmislegt sem tilheyrir jólum,kvíði fyrir þessum tíma hefur verið að setja sinn svip á daglegt líf mitt,en fer nú þangað sem þarf að fara og vona að það taki ekki langan tíma,t,d. að standa í biðröð eða já einhver gefur sig á tal við mann þá fer margt úr skorðum,við sáli höfum verið að rifja upp og ath hvort eitthvað megi betur fara svo að fortíðin sem hefur áhrif á nútíðina sem hefur áhrif á framtíðina megi gefa mér betra líf,það er langt frá því að geta pakkað niður í skúffu og lokað því sem gerst hefur en stefnan er í þá átt að sættast við það sem orðið er og loka skúfunni og læs,,lyklinum týnt og finnst ekki,,

s,l. upprifjun leiddi meira í ljós,mér tókst það að tjá mig betur með fortíðina og það sem nú kemur fram að það skiftir miklu máli,við ræddum meðal annars að þegar vantar það sem kallað er ,,þú getur þetta,,að hughreysta og stappa stálinu í börnin og gefa sér tíma í að ræða það sem er að angra það,lítil vanlíðan getur orðið það stórt að seinna á lífsleiðinni að það er eins og Mont Everest fjallið,virðist ekki klífanlegt nema með besta aðbúnað,lífið er eins og óklífanlegt fjall í fyrstu en með að hughreyta,tala saman,gefa sér tíma,hlúa að á sem besta hátt að þá er það fjall klífanlegt á lífsleiðinni með þann aðbúnað sem þú hefur byggt upp með.

sem betur fer hafa tímarnir breyst og frá því að ég var að alast upp að mikil vakning hefur átt sér stað sem betur fer,hluti af upprifjun var meðal annars að sem barn var ég víst mjög róleg,minn heimur með merkin og vinina í kringum mig,,vinir sem eru ósýnilegir öðrum,, og hafði ekki mikið verið að tjá mig og þögult barn þarf oft að hlúa öðruvísi að en barn sem er jafnan ekki erfitt með að tjá sig,að flytja úr sveitinni og í bæjarfélag fara  í stórann skóla úr litlum sveitaskóla umm var bæði spennandi og öðruvísi,ég var að vísu búin að læra helling um það sem börnin voru að læra hér í skólanum en í sveitaskólanum gekk mér mjög vel,byrjaði fimm ára að flakka með í skólann og bekkurinn var blandaður börnun á öllum aldrei og það sem maður var búin að læra þá kom meira og spennandi verkefni upp til að leysa,og þegar það kom upp hér í skóla að nýja stelpan var búin að að læra það sem var verið að læra hér að það vakti furðu og athyggli bæði hjá kennara og nemendum,

í fyrstu var það lausnin að láta fara sem minnst fyrir sér,þá vakti maður ekki athygli en ekki leið einn vetur þegar upp kemur sú stríðni að foreldrar manns eru teknir fyrir og það bitnar á manni,móðir mín glímdi við það að vera með frekar þunnt hár og lítið hún fékk sjúkdóm á unga aldri og þurfti í kjölfarið að nota hárkollu og ekki voru falleg orðin sem voru látin fjúka þegar krakkarnir ,,hvar svo sem þau hafa nú heyrt það að einhverjum líkindum heima hjá sé,rmamma var sérstök kona og eitthvað hefur verið á milli tanna á fólki og eitthvað sagt heima fyrir svo börn heyrði og eru þau fljót að tileinka sér siði heima fyrir,,við erum jú líka fyrirmynd barnanna,, mömmu var mikið í mun að hár okkar systra væri mikið og vel hugsað um það,,sjálfsagt hefur hennar sjúkdómur haft einhver áhrif,,ávalt var hár okkar í fléttum og ýmis uppnefni voru látin fjúka þar sem tengdust því ásamt því að vera með þykkbotna gleraugu.eins var vandamál með að geta haldið í sig og að fá að fara á klósett ansi oft vakti líka athygli og þá var reynt að halda í sig sem hafði slæm áhrif,en ættgengt er hjá okkur,,bæði hjá stelpum og strákum,, að blaðran er léleg og mjög erfitt að halda í sig þegar lítið er í blöðrunni,en pissulykt fannst, eftir því sem aldur færðist yfir varð martröðin meiri og meiri.

sturtuklefar og búningsherbergi er eitthvað sem er með því versta,stelpur eru ekkert betri en strákar og einhvern vegin tókst að koma því í kring að strákar sáu það sem við viljum ekki leifa þeim að sjá að vera nakinn þegar þeir birtast og þegar karlkyns kennarar eða karlkyns vaktmenn svokallaðir óðu inn eins og ekkert sé eins sjálfsagðra,

kynþroski er það tímabil sem erfitt er að ganga í gegn um,að vera sein og það er tekið eftir því og myndavél notuð til að ,,sanna,, það fyrir öðrum að ,,hún er ekki eins og við stelpurnar þú er svo koma ljót orð,,myndin fer á flakk

árið sem ég fermdist var með þeim verstu í skólagöngu minni eða þá byrjaði martröðin að versna,var með sítt og mikið hár og einn daginn vorum við í eðlisfræði þá tók sig til einn strákurinn og kveikti bókstaflega í mér,mikið af hárinu sviðnaði og eins var ég í íþróttafötum úr næloni og það hafði það áhrif að bakið náði aðeins að brenna,ég mann ennþá lyktina og hláturinn sem gall um stofuna og kennarinn hann var ekkert að kippa sér upp við þetta,sagði að þarna væri vaskur,

eftir þetta neitaði ég að fara í skólann reyndi að finna upp ýmsar afsakanir og þegar vika var liðin gat ég loks tjáð mig um atvikið,ekki hafði skólastjóri frétt af þessu en það komu svo boð til hans og stráksi sem hafði mikið montað sig af atvikinu að honum var vikið úr skóla í nokkra daga en svona atvik gleymast ekki,þegar ég svo kom í skólann var athyglin mikil og hárið hafði verið klippt það mikið að frá því að vera í mitti að þá náði það öxlum,stuttu seinna er ég var að gera tilraun með að forða mér unda í frímínútum,,engin gæsla þar eins og er í dag,,að þá snéri ég fyrst upp á hnéð og hrasaði sá sársauki sem hnéð olli var óbærilegur,,Matti sem var þá gangavörður og er ennþá hann kom mér til hjálpar alltaf góður kall og var nágranni okkar þar sem við bjuggum svo hann þekkti ég vel,,

mér var komið til læknis hér í bæ og gamall kall tók þar á móti og án þess að deifa eða gera nokkuð til að bæta líðan barns,þá var hnéð kyft í liðinn, svo var mér vísað aftur í skóla,eitt leiðir af öðru og eftir þennan atburð þá fór hitt hnéð að fara ég hætti að geta hlaupið en það var ekkert mál áður fyrr og hafði gaman af,í íþróttatímum var ekkert tilitt tekið og átti ég að gera það sem aðrir gerðu og kennarinn sem var ávalt karlkyns gerði í því að gera mér lífið leitt,eins með sundkennarann en sami maður gegndi oft því hlutverki,öklar fóru að bólgna upp og að synda var bara erfitt og kennarinn varð æfur ef ég gat ekki það sem ég átti að gera ,hann öskraði og sagði mörg ljót orð,sem voru svo sögð áfram enda það sem gerðist í kennslustofum það kom oftast út fyrir þá dyr.

eins var kennari sem ávalt gekk í klossum,ef spurning var borin fram og nemendur áttu að rétta upp hendi þá kom mín hendi mjög sjaldan upp,kennarinn gekk á milli nemenda og spurði um svör hann hél oft á kennara priki og oft þegar hann gekk að mínu borði þá skellti hann prikinu eða skellti klossanum upp undir borðið og spurði aftur um svar,mín viðbrögð vöktu oft upp hlátur,

ég einfaldlega reyndi og þorði ekki að tjá mig í kennslustofum,að segja frá kom fyrir en viðbrögð í skólanum voru engin,mín skólaganga lauk með níunda bekk og sá dagur rann upp þegar síðasta kennsludeginum lauk þá var að ég hélt þungu fari af mér létt,en eins og ég hef sagt frá áður í mínum hugleiðingum að martröðinni var langt frá því að vera lokið,ég var svo heppinn að sumrin var sá tími sem mér leið best fjarri heimabyggð,annað hvort á ferðalagi með foreldrum og systrum eða í  sveitinni,seinna meir fór ég vestur að vinna og gekk nokkuð vel,kom svo suður árið sem ég var 17 ára eða um haustið enda á ég afmæli snemma, hafði verið að heiman meira og minna síðan níunda bekk lauk,hafði breyst töluvert bæði í útliti og aðeins sjálftraust,það voru margir sem ætluðu ekki að þekkja mig og virtust voða gaman að sjá mig,ég fór að vinna í í fiski og kynntist tilvonandi manni mínum,en ég hafði ekkert við það fólk að tala sem ollu mínum martröðum,en sjálftraustið það litla sem ég hafði byggt upp var fljótt að dvína,

í minni meðferð ber margt í tal,og ennþá er mín hjálpar lausn að tjá mig á þennan hátt í samráði við minn hjálparmann,minnið hjá manni fer oft á flakk og að muna hvort maður sé kanski búin að gera það sem er á dagskrá er oft ruglandi,,eins og já var ég búin með þetta eða á ég eftir að gera þetta eða nú var ég búin að láta vita eða segja frá sem ég er að segja,atburðir sem höfðu mikil áhrif einhvern tímann á lífsleiðinni, hafa oft áhrif á framtíðina,það er sárt að sjá vanlíðan barna og við verðum að vera vel vakandi hvað þau varða,börnin okkar eru dýrmæt við eigum að knúsa þau oft og tjá okkar ást til þeirra og gefa okkur tíma með þeim,,elsta dóttirin þarf mikið á því að halda að við segjum við hana,,þú getur þetta og ekki gefast upp,,hún er mjög róleg að eðlisfari og á margan hátt lík móður sinni svo að margt í fari hennar sé ég vel,að sleppa af henni hendinni var ekkert auðvelt þegar skólagangan hennar hófst en sem betur fer hefur allt gengið vel,og erum við vel vakandi hvað sé að gerast hjá henni í skólanum,hún á mjög auðvelt með og hefur gaman af,að læra og geta tjáð sig og segir frá ef eitthvað angrar hana,enda veit hún afleiðingar þess hvað getur gerst.

það sem hjálpaði oft forðum var að lesa og lesa mikið,eins að teikna og mála að vera heima var frábært,,öryggið fólst í því að vera heima og gerir enn,, foreldrar sem unnu mikið en þannig var það  og er enn í dag,við vorum þrjár systur og áttum mjög vel saman og gerum enn,við björguðum okkur þá vorum við sjö og átta ára þegar við fluttum suður,fljótlega keiftu foreldrar okkar hús og uppvaxtar árin voru í því húsi og gott að vera þar,  en svo bættust við stelpur ein af annari,áttum ekki flókið líf heima fyrir,foreldra okkar voru nægjusöm, gott fjölskyldulíf við áttum ofan í okkur og á,ferðuðumst mikið og gönguferðirnar voru ólgleymanlegar,pabbi veiðimaður og vorum við mikið við þá iðju enda er veiðiáhugunn hjá mér frá honum komin að vera með í ferðum og fræðast um náttúruna og dýrin,enda er næsta skref að koma sér í gott form og fara að nýju í veiðiferðir næsta haust,klífa fjöll þó svo þau virðast óklífanleg í fyrstu,því með þrautsegju og bjarstsýnina að leiðarljósi þá er svo margt hægt að gera en þú þarft að leggja þitt af mörkum. 

takk fyrir mig

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband