23.11.2009 | 20:34
komin upp ein ljósa séría
þá er jólavertíðin skollin á hér á bæ,við fórum yfir jólaséríur og er ein í lagi svo að við þurfum að fjárfesta í þremur til viðbótar,þessar hafa dugað okkur þau jól sem við höfum búið hér,húsfreyjan ætlar í kvöld að skella í mömmukökur og geyma degið í ísskáp þar til í fyrramálið,,eftir að tíma líkur hjá sjúkraþjálfara,,þá verða þær fyrstu flattar út
litla daman okkar er mjög lúin þessa daganna og er stút full af kvefi en hefur ennþá sloppið við hita og hósta,áskorun hjá húsfreyju þegar við kíktum í afmæli á laugardaginn hjá vinkonu sem býr í efri byggð,vinkonan,,húsmóðir í hjáverkum,,náði þeim merka áfanga að verða fertug hún bauð upp á kræsingar að hætti húsmóður í hjá verkum en fyrr um morgunin var hún viðstödd fótboltamót og var svo ekki í vandræðum að snara fram gómsætar kræsingar,fullt af ættingjum og vinum að samgleðjast henni,svo bara leit hún býsna vel út miðað við aldur,gift,tveggja barna móðir,,öflugra stráka,,vinnur utan heimilis og er húsmóðir í hjáverkum og ber það nafn með sóma, en kæra vinkona takk yndislega fyrir okkur,frábærar móttökur og fyrir að lita eftir púkunum okkar á meðan bóndinn fór í útkallið í miðri veislu og að þjónusta húsfreyjuna,sem hugsað var vel um sannkallað dekur í fínum stól og góður drykkur í pappaglasinu hehe,,þú ert frábær eins og þú ert til þín
fjölskyldan skellti sér til Keflavíkur mjög snemma í morgun,,kl 8,30,,við vorum búin að panta okkur tíma í bólusetningu og mættum í íþróttaakademínuna,greinilega að það var byrjað snemma að bólusetja við biðum í röð ekki svo lengi,húsfreyjan var beðin um að sína börnunum sínum hversu auðvelt þetta væri og horfðu þau með stórum augum á aðferð hjúkku,svo kom eldri dóttirin og að lokum pðukarnir,ekki múkk frá þeim og það róleg að hjúkkan sagði að þau væru þau þægustu örn sem hún hefði bólusett og hrósaði þeim óspart,það voru þarna börn sem létu svo sannarlega heyra í sér og vöktu okkara púka sem sögðu eftir að þeim var upplýst af hjúkku, að þetta hefði sko ekkert verið vont ,við biðum svo í ca korter og sá tími átti að nægja til að átta sig á ofnæmisviðbrögðum vegna bóluefnisins,en við sluppum vel og erum ánægð með að hafa drifið þetta af,
en jæja þetta verður stutt blogg,ætla að fara að skella í smákökur,
húsfreyjan kveður ykkur í jólaskapi,,ætla að hafa jólatónlist á meðan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.