fórum á fætur kl 6,40 í morgun en ...

úff það er ekkert sniðugt að vera vakin upp kl 5,50 á morgnanna Gasp en púka strákur er að taka upp á þessum gömlum vana að vakna upp fyrir allan aldur,og það hefur verið að gerast nokkra morgna í röð,hann kemur á harðahlaupum og upp í okkar ból,sofnar nú ekkert aftur er að kúra í pínu stund og vill svo morgunmat takk fyrir og svo vill hann verða þjónn,,ásamt systur sinni og jafnöldru,,en hún nær oftast að sofa ca hálftíma lengur en hann,nú þau hjálpa alltaf til með að leggja á borð á morgnanna og  á kvöldin,þau fá að þjóna til skiftist með öðrum börnum á deildinni sinni og finnst gaman og svo er að segja ,,gjörið þið svo vel,,og það er líka gaman að fá að taka úr uppþvottavél og setja á bakkann sem mamma þeirra tekur og ber hann úr þvottahúsinu og fram í eldhús,stundum setja þau aftur í uppþvottavélina,já og hjálpa til við að setja í þvottavél,ekki slæmt að hafa litlar hjálparhendur en þeim finnst þetta bara gaman og þá er um að gera að leifa þeim að hjálpa til,,svona á meðan þau vilja það Smile

þegar púkar voru farnir á leikskólann og elsta dóttirin farin í skólann þá settist húsfreyjan niður og fékk sér hafragraut og þá var bankað og inn kom Guðbjörg systir,hún vildi endilega drífa systur sína í heimsókn og á meðan húsfreyjan skóplaði í sig grautinn og klæddi sig þá laumaði Guðbjörg sér í bakaríið,,smá bakkelsi með kaffinu,,og í bílinn dreif húsfreyjan sig,við fórum svona lauslega yfir jólauppskriftir og gæddum okkur á góðu kaffi og yndislegu en ekki miklu bakkelsi Joyful 

og svona stundir eru ómissandi í tilverunni,góð samverustund,spjall og ekki verra gott kaffi og jafnvel pínupons gott,

en herbergi elstu dótturinnar er tilbúið og svaf hún í því s,l. nótt við hagræddum aðeins og herbergið stækkaði helling bæði við að fá hvítann lit og hagræðinguna,en allt smádótið á hún eftir að yfirfæra og hvað hún ætlar að gefa systkynum sínum af því,svo eru búin að vera smá pælingar hvernig við eigum að koma fyrir öllu verðalunapeningum hennar fyrir fallega á vegg,og hugmynd hefur fæðst,móðr hennar ætlar að prjóna einskonar teppi,,hvítt að lit,,borðar af peningum teknir af og peningar saumaðir á teppið og svo hengt upp á vegginn,,hún tók það fram að teppið þarf að vera nokkuð stórt því það eiga eftir að koma fullt af verðalunapeningum á það til viðbótar Joyful ekki slæmt að hafa gert sér markmið og vinna í því,en hugmyndin er bara nokkuð góð og svo er bara að drífa sig í næstu bæjarferð og kaupa góðan lopa og byrja að prjóna,

í gær fór púkastrákur á sína fyrstu fótboltaæfinguna og fékk að fara með góðum vini og frænda ásamt mömmu hans sem tók það verkefni að sér að fylgja þeim og vera með þeim,það var víst mjög gaman hjá strákunum og var já nokkuð mikið talað um fótbolta þegar heim var komið,frændi kom með heim og þá ætluðu húsfreyjan og litla púkastelpan að vera búnar að baka tebollur en bóndinn gleymdi Blush að kaupa eggin en þau voru á innkaupalistanum sem hann fékk með sér í búðina,svo að kaffitíminn teygðist til kl að vera fimm,og frændi fékk með sér bollur í nesti,en bóndinn hann var bara byrjaður á að setja vetradekkin undir jappagarminn og eggin komu því ekki fyrr en um kl fjögur,

og á meðan tebollur voru bakaðar þá var herbergið klárað,gólf þrifið og bónað,þunnar gardínur settar upp og hillur,það á eftir að skifta út loftljósinu en það er skýjaljós og fá púkarnir það í sitt herbergið en Gyða fær ljós úr þeirra herbergi.

já kvöldmaturinn ekki svo mikið eldaður,skyr,rjómi og tebollur og það var ekki sagt nei takk við þeim mat,enda mikið borðað af skyri hér á bæ,tebollurnat nánast búnar og beðið er eftir að húsfreyjan baki meira,það er adrei að vita hvað hún gerir í dag Wink 

já og meira að segja þá var veggur inni á baðherbergi málaður hvítur en það var nú í vor sem veggir þar inni voru málaðir en svo kláraðist málningin og nú var upplagt að klára að mála en veggir voru flöskugrænir fyrir og það bara minkaði þetta litla baðherbergi mikið og nú er komið stærra baðherbergi og bjartar,

húsfreyjan ætlar nú að undir búa hádegisverð,veit ekki alveg en það finnst eitthvað sitt lítið af einhverju,bóndinn er væntanlegur í hádegi og við eigum okkar fínu spjallstundir yfir góðum mat,það er líka jafn nauðsinlegt að foreldrar hafi sinn tíma og reynum við að nýta með sem mest,

svolítil hugleiðing í lokin

nú fer sá tími í hönd að hjálpsemi og góðmenska er í fyrirrúmi,en álit húsfreyjunar er sá að það má alveg gerast allt árið um kring,í hjálpsemi og góðmensku fellst margt og ættum við að hugleiða hvað við getum gert fyrir okkur og aðra,gefum okkur tíma,það er ekki svo mikið áríðandi að gera hluti strax sem geta alveg beðið,við þurfum ekki að stressa okkur,símtal,heimsókn staldra við þegar við hittumst í búðinni eða annars staðar og gefa okkur lítinn tíma,litlar stundir gefa mikið af sér og skifta oft á tíðum miklu fyrir marga og oft gerum við okkur ekki grein fyrr því en...

hugum að hvort öðru 

Heartkveðjur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband