15.11.2009 | 11:06
hið ljúfa líf
heil og sæl
húsfreyjan hefur haft í mörgu að snúast og kvöldin hafa verið letikvöld með smá sjónvarpsglápi og svo bara bólið,s,l. föstudagsmorgun skelltum við okkur hjónin í bæjarferð,húsfreyjan átti tíma í röntgen mynd á hnénu og svo að hitta læknininn,gifsið var tekið og hátt í þrjátíu hefti tekin úr hnénu og það var bara virkilega vont,tilfininginn í því hné er allt önnur en í því vinstra en þegar heftin voru tekin þar þá var engin tilfinning þar,það er bara allt önnur bataáhrif sem er að gerast en aftur heilt gifsi frá ökla að nára úff og aftur eftirlit 4 des,og þá hefur húsfreyjan með sér sérstaka hlíf sem hún fær hjá stoð,
en svona er nú það,
púkarnir fengu að prófa gistingu hjá afa og ömmu á skipastígnum,og það var mikil tilhlökkun og vorum við foreldrarnir nánast reknir þaðan út kl rúmlega fimm á laugardag eftir ca hálftíma stopp,já þeim var ekki boðið að gista þar og áttu bara að sofa heima,,að þeirra sögn ,,
kvöldið heima var sem sagt ekkert öðruvísi en önnur kvöld,bóndinn á æfingu og við mæðgur í pælingum með breytingar á herberginu hennar,þær framkvæmdir eru alveg að hefjast,upp úr kl hálf tólf þá kom upp sú hugsun sem er framkvæmd um þetta leiti og hún er sú að láta púkanna pissa fyrir nóttina en engir púkar heima hehe já við foreldrarnir þetta gleymda sem óðum eldist og styttist í gamla settið var bara ekkert að fatta þetta með púkanna
morguninn eftir vöknuðum við á þessum vanalega tíma,,kunnum ekki að sofa út eða fara eitthvað á djamm eða svoleiðis lengur en það er bara svo gott að vera heima,, við náðum í púkanna upp úr kl tíu og voru þau mjög ánægð með vistina og það gekk bara allt vel,þá er hægt að leifa þeim að gista þar að sögn afa og ömmu eftir þessa tilraun,
bóndinn var að vinna aðeins fyrir fyrirtækið en fór svo að vinna í gamla jeppa og undirbúa hann fyrir veturinn og vetraferðir sem væntanlega verða einhverjar í vetur,húsfreyjan byrjaði á herbergi dótturinnar og pakkaði niður öllum styttum, verðlaunapeningum, viðurkenningum og myndum.en dóttirin fór með ömmu sinni ásamt frænku til borgarinnar en árlegt jólaföndur ömmu hennar með sínum systkinum og börnum.
hér á bæ var svo bara rólegheit,pabbi kom með hundagirðingu og setti hana upp,Lubbi er ekki alveg að sættast við það að vera bundinn úti og var voða glaður þegar hann komst í girðinguna og ærslaðist án þess að flækjast í spotta,
húsfreyjan fékk hringingu frá frænku sem svo dreif sig í heimsókn,áttum við skemmtilegt spjall yfir kaffibolla,já gott að fá frænku í heimsókn,og langt síðan við áttum skemmtilega stund stefnum á gönguferðirnar aftur þegar húsfreyjan er komin í gönguform.
sitt lítið af hverju í kvöldmat,í frystikistunni var poki með humri og nokkur smábrauð,humarinn affrystur og skeldreginn og þrifinn,fljótt steiktur upp úr smjöri ásamt smá pipar og hvítlaukssalti,brauð í ofn,rest af ýmsu grænmeti skorið niður,svo var til smávegis af kúskús,og hinar ýmsu sósur úr ísskápnum eins og ostusósa,chillisósa og sojasósa allar úr hollustudeildinni,en litla daman bað um tómatsósu með krabbafiskinum og grænmetinu ekkert annað
ummm góður afgangsmatur,
spaugsstofan góð eins og vanalega og púkar í ból enda orðin mjög lúin,stóra daman kom upp úr kl hálf tíu eftir föndurferð í bæinn og var bara gaman,,hún gleymdi að setja vængi á englanna sem hún bjó til, englar eiga að vera með vængi segir hún og já það er eitthvað skrítið við vængjalausa engla
við áttum náðugt og kósíkvöld og vorum komin í ból kl hálf tólf,,púkar búnir að pissa fyrir nóttina hehe
ætlum í dag að versla hvíta málningu fyrir herbergið og jafnvel að koma við hjá breiðholtsfjölskyldunni,
húsfreyjan kveður að sinni,ætlar að dúllast aðeins fyrir bæjarferðina,
hafið það sem allra best og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.