húsfreyjan deilir með ykkur góðgæti

góðan daginn Joyful fallegur vetradagur runnin upp en ennþá myrkur samt eitthvað svo notalegt við myrkrið eins og það getur verir Frown jamm húsfreyjan verður oft skelkuð þegar gönguferðir eru þegar komið er myrkur en lætur sig nú samt hafa það,já gönguferðirnar hjá húsfreyju eftir aðgerð eru að koma aðeins inn í daglegt minstur,ekki langar en þó aðeins farið eins og á leikskólann einu sinni til tvisvar á dag,hef farið eina gönguferð til Helgu systur en það er nokkuð brött brekka en ekki svo löng að hennar nýja heimili,

reyndar kíkti hún í heimsókn í gærmorgun og fékk lánaðar þykkar og góðar gardínur fyrir svefnherbergisglugga hjá sér,sólin kemur upp á morgnanna og skín skært inn og þegar löngunin er til að sofa aðeins lengur þá er gott að geta dregið fyrir,systir var bara nokkuð hress og hefur nú lifnað við hjá henni eftir flutninginn Smile 

húsfreyjan á það til að gera hinar ýmsu tilraunir þegar að matreiðslu og bakstri kemur,gerði tilraun með að setja brytjað súkkulaði,,síríus konsun,, í banana brauð og það var ekki slæmt og að setja í pönnukökur og vöfflur þá er brytjað mjög smátt og sett út í degið það er líka gott að brytja smátt t,d. grænt epli og bæta því út í degið með súkkulaðinu ummm það er líka voða gott,helgarnar eru oft notaðar í tilraunir og þá er bakstur í staðin fyrir fullt af blandi í poka,þá komum við með hugmyndir og gerum tilraunir,ætla að láta fylgja með uppskrift af hollu og góðu nammi sem þarf ekki einu sinni að baka í ofni og geta allir á heimilinu gert þetta og tekur litla stund ensvo er bara að bíða á meðan nammið er í kælir í smá tíma Wink

                                                           Hnetusmjörnammi

                                            1/2 bolli sojamjólk,möndlumjölk,kókosmjólk eða hrísmjólk

                                            1/2 bolli agavesýróp,lífrænt

                                            1/2 bolli hnetu eða möndlusmjör,lífrænt

                                            2 bollar haframjöl

                                            1/2 bolli rúsínur

                                                  vanilla eftir smekk

setja mjólk,síróp og smjör í pott og láta suðuna koma upp hægt og rólega og hræra í þar til blandan er orðin mjúk,taka pottinn af hellunni og setja í skál blönduna,setja svo rest út í og blanda vel saman,búa til litlar kúlur og velta svo upp úr ristuðum og söxuðum hnetum eða möndlum,  settar á disk svo í ísskáp og látið kólna,

það er um að gera að prófa sig áfram það eru ekki allir sem vilja eða þola hinar ýmsu mjólkurvörur nú eða hnetur og þá er bara að skifta því út, sýrópið sem ég nota fæst í netto og heitir agavesýróp frá Allos það er 500 ml plast flaska og er ekki dýrt miðað við magn og gæði,hef notað það mikið og í alskonar mat og bakstur,eins með hnetusmjörið það sagði mér einkaþjálfari fyrir nokkru að við ættum að fá okkur lífrænt hnetusmjör,,t,d. frá himneskt eða rapsunel,, á hverjum degi ca matskeið og með ávöxt og það gefur líka aukna orku og eru í því efni sem er gott fyrir okkur,hef tekið það inn seinnipartinn ásamt epli eða banana og það hjálpar til að klára daginn Smile

er svo með uppskrift af fínum morgundrykk og meinhollur

                                         

                                                              það er gott að hafa möndlur eða döðlur sem grunn 

                                                              í drykkinn

                                  hnefafylli af lífrænum möndlum sem hafa legið í bleiti yfir nótt

                                  3 til 4 döðlur,lífrænar ef til vill

                                  1 banani

                                  hnefafylli af bláberjum

                                 4 til 6 jarðarber

                                 frábært að hafa spínat með

öllu skellt í blandarann,gott að hafa ávextina frosna og um að gera að hafa fjölbreytnina af þeim, 

svo er ein kaka sem heitir vitamín kaka og hún fær meira að segja góða einkunn frá þeim sem fá hroll við öllum þessum hollustu og hvað það svo sem það allt heitir ,,eins og einn gesta minna orðaði það ekki fyrir svo löngu þegar þessi kaka var á kaffi boði einn sunnudaginn.

                                                    vitaminkaka

                                 1 bolli saxaðar döðlur

                                 1 bolli hakkaðar valhnetur

                                 1/2 bolli saxað gott súkkulaði

                                 1 tsk vanilluduft eða dropar

                                  2 stk egg

                                  1 tsk vínsteinsduft eða lyftiduft

                                  1 bolli hrásykur eða venjulegur sykur

     allt hráefni sett í skál og hrært saman með sleif,það má setja í hrærivél,sett svo í smurt mót og bakað í 30 til 40 mín við 180 til 200 gráður,kakan látin kólna og skreitið að vild,við notum rjóma,ávextir og jafnvel ís

þessi kaka er saðsöm og hrikalega góð

margar uppskriftir nær húsfreyjan í hjá himneskt.is eða útfærir eftir hugmyndum sínum og fjölskyldu,

fyrst húsfreyjan er komin í uppskrifta gírinn þá er bara að demba einni uppskrift til viðbóta Wink

                                               heilsusamleg konfektkaka

                                250 gr fínmalaðar möndlur

                                175 gr mjúkt smjör

                                1 msk spelt mjöl,má vera annað mjöl

                                250 gr agavesýróp

                                6 egg

                                börkur af 2 sítrónum

ofn hitaður í 170 gráður,setjið smjörappír í hringlaða form,má vera ferkantað,og smyrjið smá smjöri á, mjölið dreift yfir og jafnað yfir forminu en ef afgangur er þá forminu hvolft og hellt úr,því næst  er smjör hrært þar til það er létt og ljóst ásamt fjórðungi af sýrópi,þrjú af sex eggjum aðskilin og rauðan hrærð saman við eina í einu,möndlur í aðra skál ásamt helmingi af sýrópi saman við, heilum eggjum sem eftir eru hrært saman við hitt degið, svo möndlugumsinu út í degið,afgangs eggjahvítur í aðra skál og hálf stíf þeytt svo rest af sýrópi bætt út í smátt og smátt þar til eggjahvíturnar eru stíf þeyttar,þá eru eggjahvíturnar blandaðar varlega saman við degið með sleif,jafnið í formið og bakið í ca 30 mín eða stingið prjóni í .kakan látin kólna í forminu síðan hvolft á grind og kæld alveg,kakan er góð með rjóma,ávöxtum og ís

það var verið að bjóða húfreyju í bílferð til Keflavíkur,er að spá í að skella mér,

njótið dagsins og samverunar saman

kv húsfreyjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

240 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband