9.11.2009 | 11:46
umfjöllun um eitt og annað
enga leti áfram sko nú þarf að bretta upp ermarnar og og hvað
húsfeyju var tjáð það að hún væru ekki alveg í standi til að rjúka upp og gera helling og ætti að hlíða og fara að fyrirmælum takk fyrir það,já auðvitað allt í lagi en kyrrseta og meiri kyrrseta er bara hrikalega leiðinlegt og þegar rúmar tvær vikur eru frá hnéaðgerð og hugsanlega ca fimm vikur eftir þá kemur upp pirringur og meiri pirringur,
slökun er besta ráðið og það tekst svona oftast fyrir rest,já þolinmæði og mikla þolinmæði með slökun
en hvað um það,jóla þetta og jóla hitt er að ná tökum á húsfreyju,uppskriftir handskrifaðar í gamla stílabók,,,gömlu og góðu uppskriftirnar frá mömmu sálugu,,, en þær kökur voru jafnóðan skrifaðar þegar við bökuðum með mömmu daganna fyrir jól,gamla stílabókin er með sjáanlegum puttaförum enda puttarnir potað í deig og smakkað á milli þess sem skrifað var,hlakka alveg óskaplega til að byrja,ætla að baka fyrst brúna og hvíta lagtertu,hvita tertubotna og marensbotna og það sem má fara skreitt og óskreitt í frystir,svo kemur að smákökum ogþá er fyrst bakaðar piparkökur og glás af þeim,púkarnir þrír verða að sjálfsögðu með,og skreita með matarlit en svo verða einhverjar ekki skreittar,og að sjálfsögðu er laufabrauð bakað,
súkkulaði bitakökur,hálfmánaðar og vanilluhringir já og sörur svo eru smákökur sem heita loftkökur en þær voru meðal uppáhaldskökur ok það er slatti af óhollustu í þessum kökum en jólin eru bara einu sinni á ári,
jólin okkar eru hefðbundin gamaldsleg,gamla skrautið í bland við smá af nýju,loftskautið og útsaumaðar myndir og jólakortspokinn sem húsfreyjan saumaði þegar frumburðurinn var í móðurkvið haustið 98, jamm jólakassarnir á háaloftinu koma niður helgina sem fyrsti í aðventu er,
síðustu daganna hér á bæ hafa verið hinu rólegstu,laugardagurinn fór snemma af stað,púkar vaknaðir kl sjö og morgunmat,bóndinn fór með púka á fætur og húsfreyjan kúrði aðeins,upp úr kl ellefu fórum við til teindó en þau ætluðu að vera með púkanna á meðan við færum með elsta púkann á fyrstu fótboltakeppni vetrarsins í íþróttahúsið í Keflavíkur,við áttum að mæta í síðasta lagi kl 12,40
fyrst komum við í búð og jarðaber,bananar,harðfiskur ásamt vatnsflöskur að heiman,fín aðstaðan í höllinni og sem betur fer eru bekkir til að sitja á,frábær dagur með nýjum þjálfara og fullt af stelpum í 5 flokk,stelpur komu líka úr borginni og meðal annars jafnaldra Gyðu en hún er búin að æfa lengi,
velskipulagt og stóri völlurinn skift í fjóra velli og ávalt fjórir leikir í gangi,ein klukka og hver leikur í 12 mín,hratt og skipulagt,nokkuð vel mætt af foreldrum og ættingjum enda skiftir stuðningur öllu fyrir stelpurnar,en fyrr um morguninn var 6 og 7 flokkur að keppa og gamli þjálfarinn kom og hvatti með,hann tjáði okkur að það sé að fara í gang annað hvort íþrótta skóli eða bara fótbolti fyrir yngri börn en mikil eftir spurn er fyrir íþróttir barna hér í bæ,sem er brábært og líka það að Grindavíkurbær er búin aðframlengja frí æfingjagjöld fyrir grunnskólabörnin
frábær dagur og daman okkar ánægð með daginn,henni var boðið að gista hjá vinkonu sinni , og vorum við komin heim kl fimm,dóttirin í sturtu og beint til vinkonu,bóndinn náði í púkanna sem vorum ,,MJÖG,,stilt og prúð hjá afa og ömmu og höfðu þau orð á því að tími væri til komin að leifa þeim að gista eina nótt hjá þeim,,púkar hafa mjög lítið gist annars staðr en heima hjá sér,jú í sumarbústað og í tjaldvagni og í sveitinni þegar við höfum verið að ferðast,
þau eru uppátækjasöm og forvitin en jú fara eftir þeim fyrirmælum sem fyrir þeim er sett,en bara mikið fjör og gaman og taka oft mikla orku en börn eiga að hreifa sig,leika úti og inni en ekki hafa skjáinn mikið fyrir framan sig eins og vill oft henta börnum,en það er líka gaman að hafa það val,barnaefnið hér á bæ er á ruv og það dugar þeim,stundum er sett mynd í tækið en annars er leikur og fjör
húsfreyjan á það til að gleyma sér í umfjöllum barna enda eru þau skemmtilegt umhugsunarefni,henni hefur verið bent á það að það vill oft verða að þau foreldrar sem virkilega þurfa að hafa fyrir að geta börn að miklar pælingar og gullmolarnir sem þau loksins eignast verði oft verndaðari en önnur börn,þetta sagði ljósmóðir og tækni glasa læknirinn okkur fyrir nokkrum árum,en tóku það samt fram að flestir foreldrar sem eignast börn á þann háttinn sem gengur og gerist að það séu síst verri foreldrar þó svo að allt of margir foreldrar gefi sér ekki tímann sem þarf fyrir börnin því þau hafa ekki valið að koma í heiminn eða val um foreldra,það vill allt of oft brenna við að foreldrar láta hluti ganga fyrir sem eiga að vera aftar í röðinni,að vanrækja barnið eða börnin sín er mjög ljót aðgerð og hugsun,þau þurfa mikla umönnun fyrstu æfi árin sín og smátt og smátt verða þau sjálfstæðari,börn þurfa reglu í sína rútínu,svefn,matur,dagleg þrif ást og hlýju,
að vita til þess og heyra þá umfjöllun bæði í blöðum,fréttum sjónvarps og já í kringum okkur,misnotkun,vannærð og umhyggja ekki til staðar úff húsfreyjan verður mjög og , þeir foreldrar sem verða uppvísir af einhverskonar vanvirðingu við börn og þeir aðilar sem eru ekki foreldra barna að það fólk þarf sviftingu forræðis strax á meðan allt er kannað,en það er svona með reglur hér á landi ásamt ótal mörgum fáranlegum lögum og reglum,að allt tekur of langan tíma og á meðan þá heldur það vonda áfram að henta börn,svo kemur kannski útskurður að þá er allt of oft of vægt tekið á málunum,hlutir þurfa að gerast mjög hratt svo að viðkomandi barn beri sem minnsta skaðann af,en því miður er oft sá skaði sem er skeður muni vara lengi,lengi,
en úff varð bara að koma þessu frá mér,á örugglega eftir að tala oft um þetta,
en rest ef helginni það er að segja dagurinn í gær,bóndinn í smá vinnu og húsfreyjan ásamt Guðbjörgu systur fóru í bónusferð,enda ísskápurinn og frystirinn á heimilinu tómlegt á að líta,ís í frystir og rétt svo það nauðsynlegast í ísskáp,elsta dóttirin ásamt vinkonu pössuðu púkanna,og gengur það ávalt vel,pössun í ca tvo tíma sem fer í leik og skemmtileg heit,skólaleik og dansar kenndir ásamt söng
áttum gott kvöld saman með kertaljós og dynjandi rigning og rok útivið,það er notalegt,átti langt og gott símtal við litlu systur á snæfellsnesinu,
en eigið góðan dag
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.