leti,leti,leti

góðan dag öll sömul Smile húsfreyjan átti náðugt gærkvöld eftir annasaman dag og naut þess með tærnar út í loft,,,ekki annað hægt með annan fótinn hehe,,,fín dagskrá á skjánum og nartaði í ávaxtablöndu,bragðbætti vatnið með ísmolum sem í voru ananas,appelsína og lime líka mjög flott í stóru glæru glasi,

dagurinn í gær fór í læknisheimsókn og svo var frískað upp á fiskabúrið,húsfreyjan byrjaði á að redda sér bílfari til læknis en ótrúlegt en satt að það er búið að vera mjög rólegt hjá bónda í vinnu,en var óvænt kallaður í vinnu kl sex í gærmorgun og gat þar af leiðandi ekki komið kellu sinni,

hringdi fyrst í æskuvinkonu og hún gat því miður ekki en þá var bara að hringja í aðra vinkonu og hún reddaði mér,og í morgun þá var sjúkraþjálfun og bóndinn fór með eldri dótturina til eftirlits hjá tannlæknir í bænum,,bara flottar tennur hjá dömunni Smile ,,,

en þá var aftur byrjað á að hringja og nú reddaði pabbi bílfari,það er líka ekki verra að bílarnir séu í rassahæð sko og það sé ekki erfitt að koma fötluðum fæti inn í bíl,en allt reddast þetta nú,

ætla í dag að baka grautar lummur það er alltaf gert ef afgangur er af grjónagraut og börnin panta mikinn graut svo hægt sé að búa til lummur daginn eftir,gott með heimatilbúnni bláberja og rabbabarasultu Joyful

fékk símtal frá æskuvinkonunni og hún er búin að boða sig í heimsókn í dag með litlu stelpuna sína,og lummufjall á diski takk fyrir svo allir fái nú nægju sína,það er líka mjög gott að skera niður í smá bita epli og jarðaber og pínu rjóma með ummmm

en jæja nenni ekki meir,bóndinn líka komin úr bæjarferðinni og við ætlum að fá okkur kaffibolla saman áður en hann heldur í vinnuna,

hafið það sem allra best og njótið lífsins

kv húsfreyjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband