1.11.2009 | 02:47
gott að sofa
já nóttin löngu skollin á og húsfreyjan fór í bólið rétt rúmlega ellefu en vaknaði með slatta af verkjum tveimur tímum seinna þrátt fyrir að fara að fyrirmælum læknis og taka lyfin fyrir nóttina sem eiga að virka vel sem verkjastillandi fyrir nótt en frá því að húsfreyjan kom heim s,l. sunnudag þá hafa þrjár nætur verið já nokkuð góðar,en svona er þetta nú bara,þá var tekið rölt um íbúðina og ástand skánað en ekki hægt að leggjast strax í ból,þá virkar oft að setjast með fullt af púðum í smá stund og reyna svo aftur,
en dagurinn byrjaði upp úr kl átta í morgun,púkar vöktu móður sína,,, sem sagði þeim mjög sifjuð en vaknaði kl sex um morgunin og átti að taka inn lyf sem höfðu mjög sifjandi áhrif með verkjastillingu,,, að vekja pabba sinn,,þetta gerist að vísu ekki oft en gerist stundum,, og pabbi þeirra dreif sig á lappir og úrbjó morgun mat,stóra systir þeirra vaknaði stuttu seinna og eftir morgunsnæðing þá tók við leikur og barnaefni á ruv,bóndinn fór aftur í ból og ótrúlegt við foreldrarnir sváfu til kl tíu en hvenar gerðist það síðast umm foreldrar muna það ekki ,
púkar mjög glaðir að venju og hlökkuðu mikið til að fara í afmæli fjögra ára frænda,og loks var hægt að fara enda mikið spurt allan morguninn,þegar púkar höfðu verið færð í afmælið þá tók við góð hreingerning,bóndinn hækkaði í ,,tölvugræjunum,, með góða gamla þungarokk tónlist og riksugan á fullt,elsta dóttirin skemmti sér vel ásamt móðir sinni sem gerði ekki mikið jú þreif wc og vask,bóndinn riksugaði allt og fór hamförum,honum fannst þetta ekki svo galið enda með þessa fínu tónlist sem dreif hann áfram að hans sögn,
einum og hálfum tíma seinna þá var allt skínandi fínt og við tók smá kaffipása,og bóndinn ásamt dóttur í búð,versluðu aðeins sem vantaði í súpuna góðu,ætla að láta flakka með uppskriftina,það getur vel verið að hún hafi einhvern tímann komið fram,en allavega hér er hún
alskonar grænmeti sem þú átt í ísskápnum t,d.
brokkoli og blámkál,papríkur ca tvær og ekki verra
í tveimur litum,einn hvítlaukur,blaðlaukur og púrrulaukur,
gulrætur,rófur,karteflur og jafnvel chilli pipar eða engiferrót,
allt smátt skorið og sett í stórann pott ásamt olíu,þetta létt steikt
takið úr pottinum og skerið niður t,d. kjúkklingabringur,
gúllas, nú eða fyrir þá sem vilja aðeins fisk þá er það mjög gott
þegar eitthvað af þessu er búið að skera smátt þá er það sett
í pottinn góða þá er það steikt vel,grænmetið í pottinn,
ca einn og hálfur ltr af vatni,einn flaska
Heinz chilli sósa og skolið með vatni að innan þá nýtist allt úr dlöskunni,
ein askja rjómaostur eða einhver ostur sem er ca 400 grömm,ca peli
af rjóma hvort sem það er matreiðslu,kaffi eða venjulegur rjómi,
salt og pipar,hef sett í súpuna pasta og það er gott,
þetta er rosalega góð súpa og holl ,,ekki er það verra og er fín við flensu,kvefi og hálssærindum,vegna þess að hún er dálítið sterk, gott brauð er ekki verra með en er ekki nauðsinlegt og gott að hafa smjör á brauðinu hér á bæ hefur íslenst smjör verið lengi,lengi mikið notað og er góð íslensk afurð í alla mögulegu matargerð,ætli að það hafi verið vegna mömmu sem notaði mikið af smjöri í sína eldamensku og bakstur að húsfreyjan fetar í hennar spor hugsanlega
það þarf nokkuð stórann pott fyrir súpuna og það er ekki mikill afgangur en hún bragðast líka vel upphituð,hún hefur meira að segja verið elduð fyrir fjalla og jöklaferðir og þá er bara prímusinn tekin með og pottinum skellt á hann,,reyndar þá minni pottur og súpan með í fötu,, og þetta gefur mikla orku og hefur laðað að fleiri sem stoppa á sama stað og fá auðvitað smakk ef eitthvað er eftir og undantekningalaust þá er spurt um uppskriftina,
púkar sóttir úr afmæli og voru þau lúin enda mikið gaman þar og það var afmæliskaka og mamma frænda hún sko bakaði hana að sögn púkanna sem settu upp svo var reindar skrítið að ein fóstan af þeirra deild var í afmælinu,litla daman sagðist hafa verið feimin við hana,
nú eftir kvöldmatinn góða þá voru púkar frekar lúnir og voru sofnuð um kl átta,við hjónin gengu frá og smá sjónvarpsgláp eins og spaugstaofan sem er alltaf góð og svo útsvarið,hrekkjavöku mynd sem dóttirin horfði á og fór svo beinustu leið í sitt ból enda eins og hún segir sjálf,ég kann ekki að vaka almennilega á kvöldin svo er hún lögst á koddann og sofnuð með það sama,
Guðbjörg systir kom í heimsókn,bóndinn útbjó swiss miss kakó og pínu pons stro út í það var voða notalegt og áttum við fínt spjall með einn kakóbolla,þegar systir hafði yfir gefið okkur þá var húsfreyjan orðin nokkuð lúin enda ekki mikið um orku eða kraft umfram það sem fer í að koma sér í það allra nauðsinlegast þegar fatlafól er annars vegar,hehe
ætlum snemma í bæjarferðina og ætlunin er að heimsækja Breiðholtsfjölskylduna áður en haldið verður til Grafavogsfjölskyldunar í systkinaafmælið,
bóndinn hafði hugsað sér að kíkja aðeins í Korputorgið og svipast um eftir einhverjum jólagjöfum og enda verslunarferðina í intersport,veit ekki alveg hvað er það sem hann ætlar að ath,það er leindó að hans sögn
en jæja ætli það sé ekki komin tími á að gera aðra tilraun til svefns,þá er bara að bjóða góða nótt og hafið það sem allra best
húsfreyjan sendi ykkur drauma kveðjur
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.