tími til smá skipuleggingja

góðan daginn gott fólk Smile húsfreyjan í smá ritgerðarstuði,ætlar að festa á blað og jafnvel í blogg það sem henni langar að gera fyrir sjálfan sig og hver markmiðin eru,hef heyrt að það gæti haft áhrif á það sem ætlunin er að gera,en nú fyrst og fremst þá er loks eitthvað meira að gerast með betri andlega líðan,enda komin tími til grunar að það sé fyrst og fremst mikill léttir að báðar þessar stóru hné aðgerðir sé yfirstaðnar og nú sé hægt að einbeita sér betur að uppbyggingu á sál og líkama og það sé ekki verið að gera hlutina með hálfum huga,bíðandi þess að þetta sé yfirstaðið en nú virðist vera sem að dökku skýin séu að víkja fyrir sólu og á þessum árstíma þegar myrkrið skellur alltaf fyrr og fyrr og stendur lengra yfir,en húsfreyjan hefur ávalt verið hrifin af öllum árstíðum og hlakkar alltaf til þegar næsta árstíð er alveg við bæjardyrnar,

það er einmitt sem sáli hefur verið að ræða að það er mjög oft sem þessi árstími veikir frekar andlegu hliðina hjá fólki og þá sérstaklega fólk sem hefur háð lengi baráttu við erfið veikindi og þunglindi,og finnst honum það vera mjög jákvætt þetta með mínar tilhlakkanir þegar árstíðar eru og ekki skiftir máli hver er þessa stundina Happy

útsaumur er helsta handavinnan þessa daganna það er bísna mikið til í gömlu töskunni,, mamma arfleiddi húsfreyju tasku sem hún bjó til í hússtjórnaskóla ,, listi sem ber heitið Margareta berst hér á bæ tvisvar á ári og í mörg ár hefur sitt lítið af hverju verið pantað og búið er að sauma flest út það er reindar einn jólastrengur óopnaður en verið er að gera fyrri fæðingastreng tvíburapúkanna og er lítið eftir af stráka streng,stelpu strengur verður næstur en jólastrengur ummm Woundering hugsanlega í byrjun næsta árs,nema eitthvað gangi hratt með hina strengina,já svo er mynd sem húsfreyjan fjárfesti í þegar frumburðurinn var í mótun fyrir svona ellefu árum síðan og það er mynd af sofandi stelpu og er hún nokkuð erfið og það er stundum tekin nokkur spor en stefnan er að daman sem á að fá hana fái myndina í síðasta lagi í fermingagjöf hehehe það er einmitt búið að gera gott grín vegna þessarar myndar nokkuð lengi og einhver kom með þá hugmynd að stelpan fái þá bara myndina þegar hún fermist,,já húsfreyjan hefur sem sagt þá fá ár eftir tll að klára þá mynd,, ennþá góður tími til stefnu Wink

í gærkveldi komu til húsfreyju þrjár konur en við hittumst öll fimmtudagskvöld og prjónum og saumum og svo er bara gott og gaman að spjalla erum ekki með veislu þau kvöld bara að hittast og hafa gaman af í ca tvo til þrjá tíma, ef það er einhver sem kemst ekki út þá er hist heima hjá henni.

helgin framundan og tvö afmæli í boði,fyrst fara púkarnir í afmæli hjá jafnaldra frænda þeirra á laugardaginn,og voru þau voða glöð að vita að loksins er hægt að hittast fyrir utan leikskóla en veikindi hafa verið þar eins og á svo mörgum heimilum þessa vikurnar og ekki mikið um heimsóknir,og á sunnudaginn þá er afmæli systkina sem búa í efri hluta borgarinnar en stutt er á milli afmæla hjá þeim frændsystkinum okkar,þar eu þau tíu og sjö ára,

þá er loksins Helga systir búin að yfirgefa kjallaraholuna sem hún er búin að vera í að ég held í fjögur ár já kuldi og vatnsleki úr sögunni og það var strax bjartara hjá henni andlega seð þegar frmakvæmdir hófust við núverandi húsnæði,húsfreyjan er búin að taka eins heimsókn og þá var allt á fullu að gera þá íbúð eða réttara sagt gamla húsið í gott ástand,húsfreyju hlakkar til að kíkja í heimsókn svona þegar hægt verður að komast út í smá göngu það er nefninleg stutt í þá heimsókn en erfið brekka að ganga upp með einn fót í gifsi frá ökla að nára Frown langar ekkert að rölta á hækjum í röki jafnvægið er ekki alveg upp á sitt besta hehe er samt ekki í fyrsta skiftið með hækjur en vonandi ekki aftur í bráð þegar árið er á enda,verð líklegast eitthvað fram í jan eða feb með hækjurnar,,

en langar alveg óskaplega að fara gönguferðir frekar en í bílferðir,svo að þegar lægist utandyra þá fer húsfreyjan á flakk,

langar svo í lokin að benda þeim sem hafa gaman af eldamensku og tilraunum við þær og ekki verra að þær séu í hollari kantinum að kíkja á blogg vin minn sem heitir ellahelga þar er frábært hvað hún er að gera  og hvet ykkur endilega til að skoða hennar blogg Smile

en nú tekur við útsaumur og einn kaffibolli,kveð að sinni 

Kissing húsfreyju

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband