heima er best

húsfreyjan búin að koma sér vel fyrir,ristað brauð með bláberjasultu og heitt kakó í seinni morgunmat hjá okkur Bríeti Önnu Joyful en hún kom heim í gær úr leikskólanum með hita og var orðin slöpp en reyndi eins og hún gat að leika í dúkkó með bróður sínum,en svona við og við þá lagðist hún í stofusófa undir teppi með slatta af svefnbangsum og tók hvíld sem reyndar stóð ekki lengi yfir þegar líða tók að kvöldmat þá var hitinn komin í 39 og hún stíluð,þar sofnaði hún og svaf til hálf tólf en þá var hún vakinn svona áður en foreldrarnir gengu til náða,hún pissar og borðar banana ogfær sér vatn og svona til að tryggja nóttina þá var hún aftur stíluð og hún svaf til rúmlega sjö í morgun,

annars er húsfreyjan við nokkuð góða heilsu,eftir spítalavistina ekki svo gaman að dvelja þar en þær konur á deildinni mjög svo yndislegar ásamt öllum þeim sem hlúðu að húsfreyjunni,sem var mætt snemma á fimmtudagsmorgun,en rúmið sem beið hennar var staðsett á ganginum já allt fullt og mikil þrengsli,konurnar báðust innilegrar afsökunar á ástandinu og gerðu vistina á ganginum notalega,dagstofurnar tvær voru yfirfullar ásamt öllum stofum þessarar deildar.upp úr kl hálf tíu fékk húsfreyjan lyf fyrir undirbúning og hálftíma seinna var henni rúllað upp á skurðdeildina og þar voru líka sömu þrengslin rúm á göngum og allir á harða hlaupum,og þegar fólk er með grímur og í grænum búningum þá virkar þetta eitthvað svo fyndið,ekki lyfjunum um að kenna Wink

en fljótlega komu tvær konur og settu upp nálina sem átti svo eftir að vera föst við húsfreyjuna fjóra daganna,svo losnaði pláss í undirbúningsherberginu og það var aðeins notalegra,klukkan að nálgast ellefu þegar rúminu var rúllað inn um læsta hurð og að annari læstri hurð en þar fyrir innan var skurðstofan og læknirinn góði heilsaði með bros á vör,hann var sá eini sem ekki var búin að setja upp grímu,við spjölluðum þarna um daginn og veginn og á meðan voru aðstoðar fólk hans að skella upp nemum hér og þar á húsfreyju,svæfingalæknirinn fór yfir nafn og kennitölu og ýmislegt var aftur samþykkt áður en húsfreyjan væri svæfð,sem tók nú ekki ykja langan tíma,

en fannst eins og hún hefði rétt dormað þegar hún vaknaði frekar kvalin rúmum tveimur klst seinna þar inni voru góðar konur og læknar að struma yfir húsfreyju sem bara grét,það var ýmislegt reynt en að lokum var hún létt svæfð aftur og svaf lengi lengi,man svo næst eftir sér kl að verða átta um kvöldið og ný komin í herbergi sem tilheyrir dagstofunni,þar inni voru sömu konurnar og einn læknir og hlúðu voða vel og líðan orðin betri,svo var setið hjá húsfreyju fram á kvöld,nóttin var að mestu í móðu enda sterk lyf sem höfðu þau áhrif,meira að segja var hitablásari settur undir sængina svona til að gera líðan betri en húsfreyjunni var mjög kallt eftir aðgerðina,gott að fá ylinn undir sængina

var samt vör við reglulegt eftirlit við rúmið þessa nótt,sömu sögu að segja næsta dag ,sterk lyf og reglulegt eftirlit með húsfreyju sem svaf og svaf og svaf,

snemma næsta morgun kom læknirinn góði ásamt fyldarliði og var heldur en ekki brugðið þegar sænginni var flett ofan á gifsivafinn fótinn,það sáust ekki nema rétt í tærnar vegna mikillar bjúg og  verkir að aukast,læknirinn var alveg Angry brjál,þaut í burtu og kom að vörmu spori aftur með rafmagnssög sem er gædd þeim hæfileikum að sga létt í sundur gifs en særir ekki húð já skrítið apparat það 

svo var plast gifsið sagað eftir endilöngu og glent út,fóturinn haldinn uppi í dágóða stund og smátt og smátt komu tær í ljós,að sögn læknisins góða þá höfðu hans aðstoðarfólk ekki sett gifsið rétt á og svo var það of þröngt en það skal ávalt hafa það aðeins rúmað eftir aðgerð vegna bjúgmynduns og ekki kanski svo skrítið að vanlíða húsfreyjunar hafpi verið ekki upp á það besta,en það fólk sem vinnur þessa vinnu það á miklar þakkir skilið,það er bæði mikil ábyrgð sem hvílir á því og svo öll þessi þolinmæði og aðstoð sem það veitir,húsfreyjan hefur oft í gegnum tíðina þurft aðp dveljast á sjukrastofnunum og það má telja á fingrum annara hendar hversu slæmt fólk hefur þóst veita aðstoð með hrannaskap,

það stóð til að á laugardaginn fengi húsfreyjan jafnvel að fara heim,eða yrði send heim vegna niðurskurðar, en ástandið tók upp á því að versna og þá var drifin af ný myndataka og aftur tók við strekari lyfjagjöf og mikið sofið,læknirinn útskýrði svo fyrir húsfreyju fyrir heimferðina á sunnudag að svona mikil aðgerð hefði það oft í för með sér að verkir væru slæmir og þá væri það eina ráð að hafa sjúkling á sjúkrahúsinu undir eftirliti og sterkri lyfjagjöf,

en á laugardagskvöldið svona inn á milli verkja og já heilabúið eins og nokkur kakóútileguglös hefðu verið innbyrgt að húsfreyjunni var dröslað í setustofuna og spaugstofan ásamt útsvari varð fyrir valinu.þar inni sátu tvær aðrar eldri konur og höfðum við gaman af Grin reindar dálítið seinn fatarinn hjá húsfreyju en það er bara skemtilegra,þær konur höfðu orð á því að það væri langt síðan að ungur sjúklingur hefði dvalið á deildinni en það er víst ekki algengt að ungt fólk eða fólk undir fimmtugu væri á bæklunardeildum,en hressar og skemmtilegar konurnar sem dvöldust þarna á sama tíma,þó svo húsfreyjan sé ekki mikil ræðukona þá eru þessar konur með ólíka og mikla lífsreynslu skemmtilegar og eru mikið til í að ræða allt mögulegt hvort sem það tengist þeirra æfi eða það sem er að gerast í þjóðfélaginu

á sunnudagsmorgun þá var komið að því að setja nýtt gifs og þær skemmtilegu stelpur sem að því stóðu höfðu gaman af sinni vinnu og gerðu allt rétt samkvæmt fyrirmælum læknisins sem skoðaði myndirnar sagði að kennitala sjúklings passaði ekki við ástand slæmra hnés það væri ljót að sjá hné ungrar konu eins og hné gamallar konu,en þennan dag og nóttina á undan hafði verðið mikið að gera og höfðu þær orð á því að leynd hálka hefði myndast og fjöldin af fólki ekki gáð að sér og komið brotið og brákað,já veturinn kemur fólki alltaf á óvart Blush

en það er gott að vera heima og líðan bara nokkuð góð,einn dagur tekin fyrir í einu,þetta gæti verið verra,inniveran verður mikil þessar vikur sem framundan eru en 11 nóv þá er aftur myndataka og heftin verða tekin og nýtt gifs sett á,reiknað er með að svona korter í jól þá verður húsfreyjan laus við gifsið,það er svo sem ekkert að plaga húsfreyjuna jólin verða jafn góð þó að hér og þar sjáist rik og skápar ekki teknir í gegn,við ætlum bara að föndra og skreita yfir þetta allt saman LoL

já og baka eftir bestu getu hehe

en ætli það sé nú ekki komin tími á að loka tölvu í dag,þessi færsla hefur tekið tíma sinn og nú fer stráksi að koma heim úr leikskóla,elsta dóttirin ætlar að baka tebollur í dag og elda haust súpu í kvöldmat,já og svo kemur Lubbi aftur heim Joyful

húsfreyju gumpur sendi ykkur hlýjar kveðjur

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband