19.10.2009 | 22:00
afmæli,afmæli
jæja þá er afmæli púkanna lokið,það fór vel fram,fullt af ættingjum og vinum,og á tæpum þremur klst,komu og fóru gestir og sem betur fer þá er ekki annar í afmæli,því gestir tóku hraustlega til matar sýns og ekki arða eftir af drykk eða kökum,glöð húsfreyja sem hlítur að teljast fínn bakari
púkarnir vilja meina að þau séu orðin fjögra ára,og verða svo meira fjögra ára á afmælisdaginn,þau eru mjög ánægð með gjafir og að fá nýjar alvöru sængur frá afa og ömmu,það er mjög notalegt fannst þeim þegar þau fóru að sofa að loknum afmælisveislu
en þreyttir foreldrar sem drifu frágang af og meira að segja fór uppþvottavélin aftur í gang en kvöldið áður neitaðu hún að taka inn vatnið og gafst bóndinn ekki upp fyrr en bilunin fannst,skellti svo í vélina meira að segja tvisvar eftir afmælið og húsfreyjan sá um að þrífa gólf,
bóndinn boðaður í svínaflensu sprautu klukku tíma fyrir afmælið en björgunarsveitamenn eru í forgangshóp,það voru einhver slappleiki í köllunum fyrsta sólahringinn en þeir eru að skríða saman,eins er elsta dóttirin búin að fara í sýna árlegu flensu sprautu og í ár fékk hún sinn fyrsta fullann skammt og loks í morgun var hún farin að hressast en er búin að vera slöpp,hún fór á fótboltaæfingu í dag og er núna á box æfingu með pabba sínum en bóndinn er að þjálfa nokkra stráka í orkubúinu þrjú kvöld í viku
systir úr Njarðvík kom í dag ásamt tveimur börnum sínum,við áttum gott spjall saman bökuðum vöfflur sem voru borðaðar með bestu list með bláberjasultu og rjóma,kíktum líka til Helgu systur en hún er að undirbúa fluttning úr lélegri kjallara íbúð og í fínnt hús sem hún fær leigt,það er verið á fullu að gera þá íbúð að betri íbúð,er hún búin að bíða lengi eftir að komast úr kjallara holunni,þetta á eftir að gera mikið fyrir hana og vonandi fara þá hlutirnir að gerast hjá henni
fyrsta tannlækna heimsókn púkanna er á morgun og sækja þau sama tannlæknir og systir þeirra til borgarinnar,þau hlakka mikið til,svo verður önnur bæjarferð á miðvikudaginn en þá verður húsfreyjan eftir í bænum og gistir hjá breiðholtafjölskyldu og þarf að mæta snemma á spítalann og þá er bara fínnt að hafa svona fyrirkomulag vakna kl sjö og demba sér strax á spítalann,
húsfreyjan var hvött til að segja frá einu ævintýri sem hún lenti í í Dannmerkurferðinni og hér kemur hún................
mánudaginn daginn fyrir heimferðina þá var ákveðið að hópurinn færi saman í skógarferð,okkur leist príðisvel á þá hugmynd,við ókum í dálitla stund og komum að mjög stórum og fallegum skógi,og við lögðum í hann og gengum að hluta til í gegnum skóginn og fengum leiðsögn um skógarvinnu og eftir smá spöl var komið að krossgötum,önnur leiðin var valin og sú leið lá að skógarjaðrinum,þar tók við tún sem var girt með rafmagnsgirðingu,en þar fyrir innan,þetta var stórt tún,og langt í burtu glitti í kúahóp og við teindamamma erum hræddar við naut og drifum okkur að ganga rösklega yfir túnið og að stóru vatni þar voru svanir á ferð,ekki vildum við stoppa lengi þar við og drifum okkur til baka af túninu,og fengum við ýmiskonar hróp og köll að baki okkar að nú væru nautinn að koma en við komumst klakklaust á leiðarenda,,,,,en ef þetta væri allt þá væri þessi ferð ekki mjög eftir minnileg,,,,það var farið verulega að rökkva og gerðist það mjög hratt og þegar svo stór skógur og í útlöndum er annars vegar þá fer ímyndunar aflið á ferð og á leið að bílastæðinu þá gengu nú ekki allir á sama hraða,daman okkar og frænka hennar voru fremstar og voru í úlfaleik,svo kom sonur eigenda gististaðarins ásamt kærustu sinni og svo húsfreyjan,fyrir aftan var rest af hópnum samt ekki langt á milli,við komum að krossgötunum og þegar húsfreyjan gengur fyri hornið þá sér hún bara stelpurnar og kærustu Atla,og ekki hafði hún gengið langt en stór dökk vera stekkur út úr skóginum og baðar út höndum og kemur með hrikaleg hljóð,og viti menn húsfreyjan öskrar og öskrar og hnígur niður af hræðslu
hún bæði grét og hló en verkurinn í líkamanum sem adrenalínið olli var mjög vont,það brá engum öðrum við Atla en hann olli þessum hrekk,en hann ætlaði að hrekkja allan hópinn en sá ekki það vel að hann var ekki alveg saman,en ekki leið á löngu en allir í hláturskasti nema Atli hann var verulega vandræðalegur,dóttirin sagði að hún vissi ekki að mamma sín gæti öskrað svoa hátt og mikið,og bóndinn var svo sem ekki hissa þegar hann sá Atla standa þarna stóran og í hettupeysu það vantaði bara ljáinn,eftir þónokkurn tíma komst húsfreyjan á leiðarenda í fylgd bónda síns og eigenda gistihússins,
þegar við komum að bílastæðinu þá var hlegið þar,en sá hlátur var vegna annars prakkarastriks en teindapabbi ætlaði ásamt Hauki en hann er faðir Óðinns en hann er mágur bóndans og á gistihúsið,nú þeir kallar ætluðu að stríða okkar hóp en þeir gengu til baka þegar við komum að túninu,en í staðin þá var hópur af þýskum ferðafólki sem lenti fyrir þeirra hrekk en þeir höfðu falið sig í runna og stokkið geltandi fram en brugðið sjálfum þegar þeir sáu vitlausan hóp,en allt gekk vel að lokum og þýski hópurinn lauk sinni skógar göngu í sátt við snarbrjáluðum íslendingum
en þeir kallar heyrðu öskrin í húsfreyju og furðuðu sig á hvað hefði nú skeð,auðvitað fengu þeir að heyra þá sögu og nú síðast í gær í veislunni þá voru hrekkjabrögðin rifjuð upp,
og hjartað í húsfreyju er sem sagt nokkuð sterkt,og með þessum orðum kveður húsfreyjan í kvöld
hafið það sem allra best
góða nótt og sofið vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.