6.10.2009 | 22:15
einhvern veginn þá hafa færslurnar bara horfið áður en þær eru vistaðar,bara klaufaskapur í húsfreyju
húsfreyjan búin að gera nokkrar tilraunir til að blogga og ekki hefur það gengið vel,en þá er bara að taka bloggpásu og byrja aftur
svo sem ekkert markvert gerst hér á bæ,púkar sem voru kríli þar til í vor,eru ekkert að púkast,ekki svo að það sé einhver söknuður af því,elsta barnið vantar að komast á fótboltaæfingar en þær hefjast 12 okt en við komum heim frá Danmerkur 13 okt,já það er alveg að koma að þeirri ferð,við munum fara í loftið kl sjö á föstudagsmorgun og koma heim um miðjan dag 13 okt svo er komin dagsetning á seinni hnéaðgerðina og er sá dagur 22 okt,en fyrst ætlum við að halda upp á fjögra ára afmæli púkanna 18 okt en þau eiga afmælisdag 25 en þá verður húsfreyjan að öllum líkum ennþá á sjúkrahúsi en stefnan er sett á að legan fari fram í Keflavík en aðgerðin sjálf er á borgarspítalanum,
já bara nokkuð annasamur mánuður sem er rétt að byrja
húsfreyjan er farin að leiða hugan að jóla mánuðinum,það hafa verið keiftar nokkrar gjafir svo er verið að búa til gjafir og eins verið að sauma út kort og myndir,glugga í uppskriftir og gera tilraunir með þær,á nú ekki von á stórbakstri eða hreingerningu á heimilinu en aðventan og jólin verða ekkert verri fyrir því hlakka bara til
nú lækna heimsóknir og tímar hjá sjúkraþjálfara hafa ekki fallið niður,sálfræðingur heldur ennþá meðferð en eins og er er verið að vinna með ferðakvíðann og eins með fælnina,það verður fullt af fólki þar sem við munum dveljast í Danmörk, og verkina í baki og mjöðmum en einhvern daginn hlítur þetta að koma,hæfileg bjartsýni
en úff það er að koma nótt og húsfreyjan orðin nokkuð lúin,kannski að það komi færsla fyrir föstudag hver veit en hafið það sem allra best þar til næst
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
240 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.