23.9.2009 | 11:52
hitt og þetta
haustið greinilega komið með tilheyrandi rigningu og roki,og hitastigið lækkar smátt og smátt en við fengum nú mjög gott sumar og þá er alveg sættanlegt að fá haustið með því veðurfari sem því fylgir,en annars bara allt gott héðan,við vöknuðum við vekjaraklukkuna en ekki púkanna kl sjö í morgun og aðeins leti og enginn asi hér á bæ,elsta dóttirin byrjaði sinn skóladag á að fara í íþróttir og púkarnir í leikskólann,bóndinn til vinnu og húsfreyjan í orkubúið,tók þar góðann tíma á fjölþjálfarann og aðeins létta boxæfingu og stirktaræfingar fyrir bak og mjaðmir,bara nokkuð hressandi að vanda,
dagurinn í gær var svona með sínu hefðbundnu sniði,svona eins og gengur og gerist,eftir leikskóla þá var púkastrákur lúin og kúrði með bók,en tók aðeins við sér þegar litla orgelið var sett í samband og þau héldu tónleika fyrir heimilisfólkið hehe
börnin fengu gjöf frá vinkonu húsfreyju sem fór í verslunarferð til Ameriku s,l. viku og náttföt fyrir þau yngri en húfa og vettlingar fyrir elstu dótturina,en afmælisgjafir púkanna bíður þar til 25 okt en þá verða þau fjögra ára já það er bara komið að því,tíminn hefur heldur betur liðið,
húsfreyjan fékk góða heimsókn frá vinkonu úr efri byggð í vikunni,við áttum gott spjall yfir nýbökuðum tebollum og kaffi,létum okkur dreyma um náttkjóla og annað í bæklingi ekki oft sem við getum hist en það er þeim mun skemmtilegra að spjalla og hafa gaman af lífinu og tilverunni,
í morgun þegar húsfreyjan var á leið með púkanna á leikskólann þá hittum við æsku vinkonuna og hún bauð okkur að kíkja í dag, litla daman hennar og okkar púkar tala mið um hvert annað og vilja hittast svo það er komin tími á heimsókn,og spjall en allt of langt er síðan síðast,vinkonan búin að þvælast og þá er gott að hittast og eiga góðann tíma saman
vinátta púkanna við hvort annað er svona upp og ofan en svona oftast eiga þau skap saman,þegar þau detta inn í leik saman þá eru tilfinningaböndin mjög sterk,þau kalla hvort annað elsku systir og elsku bróðir,knús og kossar,leiðast og meiga ekki af hvort öðru sjá,lesa fyrir hvort annað og margt margt,en sem betur fer þá geta þau slitið sig frá hvort öðru og leika sér við aðra en þau eiga sameiginlega vini og það fer þá mjög vel á milli þeirra þriggja eins og með breiðholtsfrænda,og tveir frændur sem eru með þeim á leikskólanum en eru á hinni stóru deildinni,ekki samt alveg að ganga upp þegar báðir frændurnir vilja leika við þau og eru þá fjórir púkar saman aðeins of mikið eins og er en vonandi lagast það,svo er mjög spennandi að fá að hittast eftir leikskóla og þá fá þau svona oftast að ráða leikfélaga og við mömmurnar finnum svo út hvert skal svo halda,en ef halda skal heim án leikfélaga þá er dramatíkin sérstaklega hjá strákapúka í hávegum haft,já það er eins og það sé verið að slíta hjartað úr,svo mikið er dramatíkin,jamm þetta geta strákar líka
fatamerkingar upp á nýtt er nýja handavinnan hjá húsfreyju,en bóndinn fór á háaloftið og sótti fatnað fyrir púkanna sem eru af eldri dótturinni,vettlingar og kuldagallar þarf að merkja aftur,einn mjög hlýr kuldagalli frá 66 gr norður sem passar á strákinn og svo var eitt sett af úlpu og buxum sem passa á stelpuna en er ekki eins hlítt svo þá þarf að ath fatamarkað eða eitthvað slíkt í næstu viku og finna vonandi á góðu verði galla á stelpuna og kuldabuxur á eldri stelpuna,ásamt innanhússkó,já sú elsta stækkar hröðum vexti og ekkert lát er á þeim vexti,
en jæja það er víst komin tími á hádegismat,og spjall við bónda sem er að koma heim,á svo eftir að gera nokkur húsverk áður en púkar koma heim
heyrumst síðar
kv húsfreyju gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.