21.9.2009 | 10:19
veisluhöld með aðhaldi ,,, ekki alveg að ganga upp
heil og sæl
mikið var nú gott að veislu helginni er lokið,,,úff aðhald í gangi hjá húsfreyju ,,, en bara á laugardaginn þá fórum við í tvær veislur fyrst var skýrnaveisla hjá vinafólki okkar og að venju þá var fjölmennt og góðar veitingar þar í boði,litla daman þar á bæ svaf athöfnina af sér í fangi föðurs og hlaut hún nafnið Thelma Hrönn,lítil falleg dama með mikið dökkt hár og í óskaplega fallegum handgerðum skýrnarkjól frá ömmu sinni og hafði presturinn okkar orð á því hversu fallegur kjóllinn væri,nú eftir þá veislu var okkur boðið til teindaforeldra og þar var grillveisla,lambalæri ásamt tilheyrandi meðlæti sem engann sveik í þeirri veislu voru breiðholtsfjölskyldan og elsti bróðir bóndans ásamt syni og kærustu,við vorum þar í góðu yfirlæti til kl að verða níu en þá voru tvíburapúkar orðin mjög lúin enda mikið búið að gera þennan dag,sem byrjaði á að vakna snemma og hlakka mikið til að fara í réttirnar sem við gerðum og þar var margt um manninn og eiginlega miklu meira af fólki en fé,en gaman fyrir okkur,jamm og ekki lengi að festa svefn þegar heim var komið,
stuttu seinna komu breiðholtsfjölskyldan og gistu hjá okkur,en eftir urðu okkar stelpur sem gistu hjá afa og ömmu,en við ætluðum að gera tilraun með að vaka eitthvað og horfa á box keppni ,við konurnar vorum að sofna fyrir aðalbardagann og náðum ekki að horfa á en karlarnir náðu að vaka en ekki nema rétt svo en fínn bardagi að þeirra sögn,
ekki sofið lengi fram eftir en húsfreyjan var vakin upp úr kl sjö af glorhungruðum púkum sem voru ekki lengi að skópla í sig morgunverði ásamt lýsi og vitamini,barnaefni skoðað og leikið sér með,en frændi þeirra og jafnaldri kann að sofa,,,foreldranna til mikillar ánægju,,, og vaknaði hann nokkuð seinna en þau,glens og gaman
elsta dóttirin finnst að fótboltaæfingarnar taka of langt frí þetta haustið og vill ólm fara aftur á æfingar,og hlakkar mikið til þegar ný afingatafla verður birt hjá nýjum þjálfara,allt er enn í óvissu hvort gamli þjálfarinn hennar fái að halda áfram með æfingar fyrir yngstu börnin,hann vil endilega fá að halda áfram með þær æfingar og vonandi kemst það fljótlega til skila hvort af þeim æfingum verða en það var mikið af litlum börnum sem komu þar saman og léku sér í ýmsum leikjum og boltaþrautum,
en jæja ætli þetta verði ekki að duga í bili,húsfreyjan ætlar að taka smá lúr en s,l. nótt var ekki mikið sofið,húsfreyjan vaknaði kl fjögur með slatta af verkjum og ekki virkuðu þau ráð sem henni hafa verið gefin, ekki veitir af auka orku fyrir daginn,tók samt góðann gönutúr í gærkveldi
hafið það sem allra best og njótið þessara fallegu haustdaga og allra litanna í náttúrunni
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.