13.9.2009 | 11:30
súkkulaði er svo gott,í köku í kakói og í munninn
aðeins meira af svefni púkanna,í gærmorgun þá sváfu þau til kl að verða átta og í morgun þá skreið púkastrákur upp í rúm foreldra sinna kl að verða sjö og svaf til kl hálf níu og litla systir hans til kl átta, dásamlegt
en annars hefur það sem er af helginni verið gestkvæmt og í gær komu teindaforeldrar húsfreyju með Breiðholtssystkinin en þau voru hjá þeim í pössun á meðan foreldrar unnu,og að venju var líf og fjör,húsfreyjan skellti súkkulaði skúffuköku í ofninn og bjó til ekta smjörkrem og toppaði kökuna með kokosmjöli,ummm ný bökuð kaka með ískaldri mjólk það er algjört æði,
við ákvöðum að borða saman og þá tók við eldamenskan sem var tilraunamatseld,en daginn áður þá sá húsfreyjan kjúklingahakk á tilboði í búðinni og verslaði,svo var notuð kjötbolluuppskrift og búnar til litlar bollur og steikt á pönnu svo í ofninn á meðan meðlætið var útbúið en ferskt salat,karteflusalat,hrísgrjón og hvítlaukssósa ásamt ísköldu vatni,og allt rann þetta ljúflega í fólkið og eftirmaturinn var bláberjaostakaka
upp úr kl níu yfirgáfu gestir okkur,og hálftíma seinna voru púkarnir sofnaðir,bóndinn fór og aðstoðaði pabba sinn með húsbílinn og húsfreyjan tók til við að ganga frá,ætlaði svo að vaka eftir bónda og kíkja á mynd sem byrjaði á ruv upp úr kl hálf ellefu en svefninn tók völdinn og skreið í bólið og rotaðist til kl að verða sjö í morgun þegar púkastrákur skreið upp í,
en nóttin var samt öðruvísi en vanalega og það að sofa og sofa án þess að muna eftir að vakna eða rumska nokkrum sinnum,en það er kannskri skýringin á þessari nótt sem húsfreyjan ætlar að láta flakka með,,
fannst eins og einhver nálgaðist rúmið en sá ekki neitt strax
ekki fyrr en heit og mjúk hendi strauk kinnina,
sem svo tók í hönd mína og leiddi mig um ýmsa staði
sem eins og spann ævi mína,
frá barnæsku og fram að deginum í dag,
allt í einu var komin þoka og ennþá leiddi höndin mig,
svo fór að birta til og birtan varð skærari og fallegri,
ég leit upp,og þá var mér sagt að hér munu leiðir okkar skiljast
því ég ætti eftir að afreka meira þar til ég fengi að fara lengra,
seinna meir þegar mínu verkefni væri lokið þá fengi ég að koma alla leið,
þessi hendi sem leiddi mína hendi,og ávalt svo hlý og mjúk,
svo notalegt að finna,svo notalegt að faðma,
ég sakna þín mamma mín,
svo er nú það,en einstaka sinnum dreymir húsfreyju móður sína og áður hefur hún leitt hendi mína og farið víða um,
en eftir að hafa vaknað og komist með herkjum úr bólinu þá var bara drifið sig í föt og útiföt og tekið göngu með Lubba,ætlaði að gera tilraun með að ganga verstu verkina úr mér,fór sama hringinn eins og vanalega ekki of langur eða stuttur,upp á Ásabrautina og í Fornuvör og göngustíginn heim,en allt hefst að lokum þó svo rólega var gengið,en ekki skánuðu verkirinir og verkjalyfið sem á að gera eitthvað gagn gerði ekkert gagn,en er heim var komið þá voru svefnburkurnar vaknaðar,en elsta dóttirin gisti hjá vinkonu sinni ásamt sameiginlegri vinkonu en þar var náttfata afmælispartý
en á göngu sinni þá uppgötvaði húsfreyjan að í gær í öllum gestaganginum.gleymdist að kaupa afmælisgjöf fyrir vinkonu dótturinnar,jamm dóttirin fór í afmælispartýið án gjafarinnar það þarf að kippa þessu í lag sem allra fyrst,
en jæja í dag ætlum við að hafa það notalegt,eigum von á að kíkja til teindó eftir að hafa horft á formúlu,en þar til næst þá hafið það notalegt,og njótum lífsins,við vitum ekki hvenar við yfirgefum þetta líf og förum jafnvel eitthvert annað, hver veit
kveðja frá húsfreyju
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.