3.9.2009 | 11:57
úff kallt varð það
ískaldar tásur vöktu húsfreyju rúmlega sex í morgun,hálfsofandi strákur skreið upp í ból foreldra sinna og vantaði að láta hlýja á sér tásur að hans sögn,stuttu seinna kom stóra systir hans en hún er búin að vera með slæma ristilverki síðan í gærkveldi,gat sofið í nótt en vaknaði svo mjög slæm,en síðustu dagar hefur hún verið að borða það sem er ekki að fara vel í hana,en hún veit það en varð að prófa segir hún,svo að það varð allt af steypu,en hún tekur lyf annan hvern morgun og tók í gærmorgun en það hreif ekki eins og vanalega,svo að í morgun þá var drifið sig í apotek og náð í fljótvirkara lyf og það hreif vel og er líðan hennar betri,og hún ætlar ekki að gera tilraun í bráð,
púkarnir bara nokkuð hressir eftir hlýju í foreldrabóli,og vaknaði yngsta daman um kl sjö og vildi láta taka horinn úr augum og nefi,það er bara að aukast kvefið en svo er gott að losa um eftir leikskóla og fara í heita baðsturtu,
í gær fórum við hjónin í bæjarferð og hittum við bæklunarskurðlæknirinn,hann skoðaði nýteknar myndir og leit vel út hnéð sem er búið að lappa upp á,en stefnan er sett á aðgerð á hægra hnéð í næsta mánuði sem sagt um næstu mánaðarmót þá á húsfreyjan að hringja og panta aðgerðadag,og að öllum líkindum og ef ekki verður niðurskurður að sögn læknisins þá er aðgerð eftir Dannmerkurferð hjá húsfreyju og bónda,já fínnt að drífa þetta bara af
ekki gott ástandið með kranavörubílinn hjá bónda en það kom í ljós eftir alla vinnuna um helgina að einn af tjökkunum er ónýtur og það þarf að panta nýjan sem er ekki ódýr,bara um það bil rúmlega milljón og vegna bankavesenið þá er ekki auðvelt að leggja inn og panta svo,nei aurinn verður að rata alla leið til pöntunarfyritækisins og þá er hægt að senda hlutinn,jamm svo sem ekkert skrítið við það að bankarnir hafa lítið sem ekkert viðskiftatraust,
húsfreyjan fór til tannlæknis í morgun,alla leið í Hafnarfjörðinn,og staðfesti tannsi að verkurinn sem er í kjálka og leiðir í eina tönn og upp í eyra sé að völdum slit gigtar og að öllum líkindum mun gigtin valda því að tönnin mun losna með og þá þarf að fjarlægja hana en meðan það er ekki alveg að drepa húsfreyjna þá ætlum við að bíða með það en laga þessar tvær litlu skemmdir sem eru komnar og skifta um fyllingar,svo er að byrja vægur verkur í hinum kjálka ekki alveg nógu gott
en ætli það sé ekki komin tími á að hafa til hádegisverð og skella sér svo í sólina,láta sér líða vel í dag og gera eitthvað semmtilegt með púkum ,svo er aldrei að vita nema að þau leiki sér með frænda og vini eftir leikskóla en við mömmurnar ræddum það aðeins í morgun
en hafið það sem allra best í dag
kv húsfreyjab
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.