29.8.2009 | 22:15
gott laugardags kvöld
húsfreyjan er heldur betur búin að koma sér vel fyrir,eftir fínan kvöldmat og gönguferð með Lubba,svo sturtu þá er sófinn dvalarstaður ásamt góðu fótabaði og ískaldann bjór og þá er að koma frá sér fréttum af fjölskyldunni,
púkafréttir
eftir síðustu heimsókn frænda þeirra, Siggi þá var ákveðið að taka boxpúðann niður allavega í einhvern tíma en Siggi hafði verið að sveifla honum en ekki að boxa í hann eins og púkarnir voru að reyna að kenna honum en það endaði með því að Bríet fékk púðann í sig af hörku frá frænda,litla daman skall á gólfið og var alveg brjál,hún stóðu upp og með hendur á mjöðm skipaði hún þessum frænda sínum að koma sér heim,hann kynni ekki að boxa og það mætti als ekki sveifla púðanum,það segja pabbi og mamma,það var með alvöru röddu sem hún hvæssti á hann aumingja frændi hröklaðist frá og var mjög hissa og skiljanlega hræddur við þessa ógnvekjandi frænku sína,kom til stóru frænku og faldi sig á bakvið en hún hafði verið að fylgjast með og ákvað að vera ekki að skifta sér af svona til að byrja með,en allt reddaðist að lokum og sættir náðust,en frændi passaði sig á að vera ekkert að abbast upp á frænku sína
en frændi var hjá okkur í pössun þennan dag svo var Sölvi orðin frekar lúin og kom sér fyrir í stofusófanum með bangsa og snuddu svo sem ekkert skrítið eftir mikinn leik sem útheimti fullt af orku,hann ákvað að horfa á mynd og vildi fá frið en frændi vildi fá hann áfram í leik enda hafði hann ennþá orku en eftir nokkrar tilraunir og þolinmæði Sölva þá allt í einu eins og hendi væri veifað spratt hann upp og sagði,með reiðilegum tón,ég vil fá frið og aftur hröklaðist frændi bak við stóru frænku,og ekkert varð frekar úr fleiri tilraunum í bráð,
Bríet var búin að jafna sig og jú hún vildi leika en bara í smá stund en var að góðum tíma,jamm allt endaði þetta vel þennan dag,en Sölvi hélt áfram að kúra og hafði það notalegt,
fréttir af stóru dömunni
hún er mjög ánægð með skólann og er ennþá ekkert að finna að því hvað dagurinn hefur lengst en það kemur að því,svo að þegar skólatíma líkur þá kemur hún heim með tösku og er farin út aftur annað hvort á æfingu eða í leik með vinkonum,það á sko að nýta þann tíma þegar fyrsta vikan er án heimavinnu að hennar sögn,
fréttir af bónda
það er meira að gera í hans vinnu en kranabíllinn er þar að auki bilaður og hafa tveir síðustu dagar með deginum í dag farið í að gera við en gengur ekki neitt vel og er hann ennþá að vinna,svo sem gott fyrir launa umslagið,slappur er hann og byrjaði daginn á að fá sér verkjalyf sem sló á beinverki,svo var skellt í sig góðum skyrbúst drykk og að lokum kaffi,
fréttir af húsfreyju
líðan nokkuð góð,er að taka bólgueiðandi og stundum verkjalyf með,svo eru lyf sem er verið að hætta á svona smátt og smátt og er næsta vika eftir og þá er bara að halda í vonina að geta verið án þeirra lyfja allavega eitthvaðer líka að gera átak með auka hreifingu og ætla að koma sér í betra form og gengur bara vel,fór fer í Keflavík í gær morgun með Guðbjörgu systur,við fórum í Hagkaup og keiftum lopa en elsta dóttirin er búin að panta sokka sem ná upp yfir hnén og vildi svartann lit,nú svo í dag var tekið til við að brjóna en fyrst var slegið á þráðin til vinkonu í efri byggð en hún á eitthvað af prjónum og eftir langt og gott spjall þá skaust hún með prjóna til húsfreyju,sem tók við að prjóna,það gengur bara nokkuð vel en ekki margar umferðir í einu en það er allt í lagi,lestur góðra bóka er ekki leiðinlegt og það helsta eru barnabækur en inn á milli eru ævisögur,þjóðsögur og íslensk skáldvek á náttborðinu ásamt einni bók um eflingu sjálfstraust,
Lubba fréttir
gott að sofa og gaman að leika sér,gönguferðir tvisvar á dag,borðað þess á milli og heimsókn til mömmu og hina hundanna hjá pabba og Eygló,ljúfthunda líf
já þetta eru svona helstu fréttir af okkar bæ,
nú er húsfreyja búin að skrapa og pússa fætur,bera gott fótakrem og komin í sokka það er ljúft húsfreyju líf
sem kveður ykkur þar til næst
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.