mikið að gera

þessa daganna er alveg hellingur að gera svona aðeins meira en venjulega,en s,l. laugardag þá fórum við mjög snemma á fótboltamótið sem Afturelding hélt í Mosfelsbæ ekki langt frá nýjum hálfkláruðum byggingum sem virðast vera lítið um framkvæmdir þar,en jæja veðrið hljóðaði ekkert mjög spennandi en daman var aftur á móti mjög spennt Happy við vorum mætt rúmlega níu og vorum með þeim fyrstu á staðin en það var fljótt að fyllast og svo var smalað stelpunum saman og fyrsti leikur hófst í bætum vindi og rigningu en stelpurnar unnu þann leik,en áframhaldið var ekki ýkja gott,mórallinn var eitthvað eins og hann á ekki að vera,stelpurnar voru aðeins 7,ekki hægt að skifta út,sjö stelpur sem er fullskipað lið,og rigningin og rokið jókst einmitt þegar þær áttu leik en þess á milli stitti upp en daman okkar var ávalt í úlpu pg með teppi á milli leikja svo að henni var ekki kallt,en sem betur fer þá voru sett upp tjöld sem hægt var að leita skjóls,

skipulag þessa móts var langt frá því að vera gott,of mikil seinkun á leikjum og svo létu einhverjir dómarar bíða eftir sér og stelpurnar tilbúnar á vellinum,búnar að hita upp og biðu spenntar,það heyrðust óánægju raddir meðal foreldra og barna,og þegar síðasti leikur hjá okkar stelpum átti að byrja þá biðu þær í klukkutíma ásamt foreldrum en að lokum komumst við að því ásamt þjálfaranum að mótherjar voru farnar í sund og engin látin vita Angry 

svo að okkar stelpur var dæmdur sigur og enduðu með tvö töp og tvo unna leiki,ásamt verðlaunapeningi,

við ákvöðum að enda daginn á að versla það sem vantaði í skólann,en ekki svo mikið sem betur fer,við fórum í klinkið og Griffil og að okkar mati þá sluppum við mjög vel,en hugsuðum svo að eftir tvö ár þá fara púkarnir í skóla og við ætlum svo að fara að sanka að okkur það sem er alltaf notað,eins og liti,pennaveski og skólatöskur,svo þegar það verða auglýstir afsláttadagar þá er planið að skoða verð og gæði,enda kostar sitt að koma barni í skóla hvað þá tveimur sem þurfa allt nýtt í byrjun,já þá er bara að vera nokkuð hagsýn og gera innkaup með góðum fyrirvara og lítið í einu Wink

í gær rann loks upp skólasetning og við mæðgurnar mættum þar tímalega og komum okkur fyrir á fremsta bekk,húsfreyjan ætlaði að fá sæti svo það var fljótt að fyllast salurinn,við hittum kennarann sen mun verða með þau í vetur það er nýr kennari og leist dömunni vel á hann,og í morgun þá var byrjað á að fara í útiíþróttir og fór daman ásamt vinkonu sinni tuttugu mín fyrir átta á hlaupahjólum upp í íþróttahús en tvisvar í viku byrja þau á að fara í íþróttir,en annars lengist dagurinn mikið og eru þau tvo daga til 14,40 og þrjá daga til 13,50 

og í gær þá tilkynnti daman að það mundi ekki fara eins mikill tími í að leika sér því að fótboltinn á eftir að koma inn í,en sem betur fer þá ætlar kennarinn að láta börnin gera sem mest af heimavinnunni í skólanum þegar afgangs tími er Smile og leist foreldrum vel á þá hugmynd,

við foreldrarnir ákvöðum að daman yrði í skólamat þetta skólaárið en ávalt hefur húsfreyjan seð um að nesta barnið svo að nú er morgunmatur ásamt auka ávöxtum sett í töskuna,það getur verið gott að narta í ávexti sagði daman í gær en við ræddum mikið saman um verðandi skólaár og það votaði fyrir aðeins meiri alvöru en undanfarin ár þegar skólinn ber á góma,og þegar hún sagði að hún hlakkaði mikið til þagr skilduskólagangan væri búin og móðir hennar spurði nú afhverju ? þá sagði hún með GetLost hneikslunarsvip,mamma manstu við vorum búin að ræða það,ég ætla auðvitað í háskóla ég hef alltaf sagt það,já alveg rétt svaraði móðir hennar og rifjaði upp,en daman var fljót að bæta við,mamma minnið þitt er orðið rúmlega fjörtíu ára gamallt það er ekkert skrítið að þú þarf að rifja margt upp svo LoL hún, og auðvitað móðir hennar líka,þetta voru hennar orð sem daman notaði um gamallt minni,en það er þó nokkuð síðan,það er gott að einhver hefur betra minni en húsfreyjan,

nú hýbílið okkar hefur fengið aðhlynningu eftir latt sumar,gólf í stofu,gangi,eldhúsi og baðherbergi hafa verið skúruð og skrúbbuð og bóni skellt á,aðeins ,LÖGLEG HAGRÆÐING,í stofunni og sófasettið fært til svo að hiti frá ofninum teppist ekki þar bak við þegar hita þarf upp þegar kólnar,gamli og brotni hægindastólinn endaði í gámnum og það bíður okkar annar betri eins stóll hjá teindó sem við meigum eiga, blóminn stóru og smáu fengu sturtu og snyrt og klippt,þurkað af hillum og eitthvað af fingraförum hvarf í tuskuna,

þetta var eiginlega aðeins of mikið á tveimur dögum,heimsókn til læknis og hann tók viðtal og skoðaði aumann skrokk,húsfreyju finnst að heimilisverkin meigi alveg einstöku sinnum vera sinnt en læknirinn skipaði rólegheit og sterk verkjalyf ávísuð,honum fannst að húsfreyjan hefði átt að vera búin að biðja um en ekki láta líða langt á milli,sem sagt skömmuð Blush og munu að láta þig ganga stundum fyrir aðra,úff jamm þarf að gera eitthvað í þeim málum,

annars er ávalt fjör og oftast eru púkarnir góð saman,þau tala um sína vini á leikskólanum,þau leika sér saman ásamt vinum á deildinni en það er besti vinur og frændi  Sölva á hinni stóru  deildinni og eru fagnaðar fundir þegar þeir hittast og þeim þykir greinilega vænt hvor um annan,og höfum við verið að hugsa um að nú er komin tími á að þeir geti nú alveg hisst fyrir utan leikskólatíma og þá er bara að drífa það að efla samskiftin við foreldra frænda,það má nú ekki bitna á vinskap frændanna að húsfreyjan er ekki örugg í samskiftum og þá er bara að drífa sig og taka áskorun,svo má þess geta að við mömmurnar erum náskyldar,þekkjumst ekkert en feður okkar eru bræður,jamm en það er frábært ef að börnin okkar eru bestu vinir og að þeir geti kynnt okkur betur já börnin eru ótrúleg Joyful

en jæja það er víst komin tími á að gera eitthvað annað,það er ekki alveg í uppáhaldi húsfreyjunar að sitja á rassinum of lengi,fer reyndar ekki vel með skrokkinn,og vafra um í tölvunni

svo eigið góðan dag og njótið hans 

kv húsfreyju gumpurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband