20.8.2009 | 13:25
hagræðing í púkaherbergi,og leitað eftir vetrafötum,það er að kólna,
loksins,loksins segir húsfreyjan þegar símtal sem búið er að bíða eftir síðan í maí kom loksins í gær,en sjálfur bæklunarskurðlæknirinn hafði samband en það eru víst símadömurnar sem koma skilaboðum til hans og hann lætur þær svo fá tíma sem þær eiga að hringja út en það fór ekki á þann veg í vor,en 10 þ,m. þá gerði húsfreyja aftur tilraun með að fá tíma og ítrekkaði að það væri löngu komin tími á eftirlit,og aldrei fékk læknirinn skilaboðin,en hann boðaði húsfreyju til sín 2 september bæði í myndatöku á báðum hnjám og svo viðtal og skoðun,þá verður tekin ákvörðun hvenar aðgerðin á hinu hnénu verður gerð,
nú húsfreyjan tók sig til og fór yfir leikföng púkanna , þegar þau voru sofnuð , og sorteraði það sem fór í geymslu,en fyrr um daginn þá var gólfið sópað og þvegið,þurkað af og aðeins hagrætt húsgögnum þar,og koma bara ljómandi vel út jamm heill dagur í svona tiltekkt,og í gær var byrjað á herbergi hjónanna og skápar svona aðeins tekið þar til,á reyndar eftir að taka fleiri en byrjun er byrjun,fót í geymslu,föt í rauða krossinn og gefins föt á litla frænku,fór yfir vetraföt fyrir komandi hausti og þarf að redda litlu dömunni kuldagalla og elsdu dömunni kuldabuxur,en stráksi getur notað galla frá stóru systur,gera þarf við vettlinga og merka ásamt nýjum lambúsettum,kaupa þarf stígvel og kuldabomsur og smávegis af ritföngum fyrir skólann,en daman hefur getað nýtt margt alla sína skólagöngu hingað til og er hún alveg sátt við það
og litla frænka kom með heim úr leikskólanum í gær og það var voða gaman hér á bæ,litla frænka er dóttir æskuvinkonu og voru þær mæðgur hér í kvöldmat ásamt elstu dóttur vinkonu,
þegar púkar voru sofnaðir og ró komin á heimilið eftir tiltekt þá var komið sér vel fyrir og skjár einn var fyrir valinu þetta kvöldið,Carson er frábær með þáttinn lítur þú vel út nakinn og margt hægt að læra af þessum þáttum,við konurnar þurfum nefninlega ekki að taka okkur svo strangt að það verður kvöl og pína að lifa lífinu og finna takmörkin,jú það er nú reyndar ekki gott fyrir líkama og sál að vera langt undir eða yfir því sem er talið heilbrigður,svo þarf ekki að gera rosa breytingar svo okkur fari að líða betur,segir húsfreyjan sem ætlar sér að taka smá hugarfarsbreytingum sem snýst um að láta sál og líkama vera í góðu formi, en gengur hægt en er ekki sagt að góðir hlutir gerast hægt
nú passarnir komu með pósti í gær,áttum ekki von á þeim fyrr en eftir helgi,svo er að undirbúa í róleg heitum dannmerkurför,
erum búin að fá pössun fyrir púka á laugardaginn en þá förum við á afmælismót Aftureldingar í fótbolta,æskuvinkona ætlar að taka það hlutverk að sér,ekki fer allur dagurinn í fótbolta en þær byrja að spila upp úr kl tíu og verða eitthvað fram yfir hádegi,svo er innkaupaferð fyrir skólann,en kaupin á vetrafatnað þarf að bíða aðeins,
en það stittist í að púkar verði sóttir á leikskólann svo húsfreyja kveður
hafið það sem allra best
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.