18.8.2009 | 21:45
alltaf gott veður,,bara misgott eða hvað ?
veðráttan segir að haustið sé á leiðinni,litir sumarsins eru að breytast í liti haustsins sem er fallegt
en sumt hefur ekki breyst og er ekki á næstunni og það eru einstaka sjónvarpsþættir sem við höfum verið að fylgjast með og þá aðalega á Discovery það er frábær og fræðandi stöð,púkafjör púkafjör og púkafjör fótbolti í sjónvarpi og fótbolti hjá hnátunni okkar ásamt mótum sem eru alsráðandi yfir sumarið og einstaka mót yfir vetra tímann og lifa lífinu með fjölskyldu og vinum,
en sumt breytist eins og kertaljósin í rökkrinu,vetrafötin tekin fram,gönguferðir á köldum vetrakvöldum og til að toppa þær þá eru norðurljósin ólýsanlega falleg,,,og gott að hafa heitt kakó meðferðis saumaklúbbar og hinir ýmsu klúbbar taka aftur til starfa,og skólar og námskeið,já margt tekur breytingum með haustinu,
já fótbolta keppni næstu helgi en það er afmælismót sem bæði 6 og 7 flokkur keppa og það kom bara svona svipur á hnátunni okkar þegar við spurðum svona í gríni hvort við ættum nokkuð að skrá hana,en hún er sem sagt komin á skrá,
þessi vika sem er rétt að byrja hefur að sjálfsögðu verið fjörug,vaknað mjög snemma og kaldar tásur púkanna vekja foreldranna af værum nætursvefni og morgunmatur sem allra fyrst,púkarnir eru fullir af orku eftir ca 10 til 11 tíma svefn,ekkert skrítið við það svo að foreldtar skulu bara koma sér á fætur enda engin friður til að kúra nema að morgunmat loknum,svo er gaman að hlaupa á leikskólann og koma inn á stofuna full af fjöri,
í morgun fórum við mæðgur,móðir og elsta dóttirin til Keflavíkur þar sem sýslumaðurinn er til húsa,en þar lögðum við inn umsókn fyrir passa eða vegabréfi svo að það sé ekki verið að því á síðustu stundu en það tekur ca fimm virka daga að útbúa og senda í pósti svo er þegar farið að byggja upp tilhlökkun enda höfum við ekki farið út fyrir landsteinanna saman okkar búskapa tíð,en bóndinn hefur farið á vegum björgunarsveitarinnar allavega tvisvar og svo eina keppnisferð,svo það er komin tími á að við prófum svona ferð saman,
og svona að lokum,við erum að leita af hirslu sem má vega gömul,undir sparistellið okkar og ýmislegt brothætt,ef einhver á hirslu sem þarf að losna við þá væri voða gott að vita af því já að nota tækifærið og auglýsa ef það vill svo til að það séu einhverjir að lesa dagbók húsfreyju og fjölskyldu,
svo er bara að kveðja og bjóða góða nótt
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.