14.8.2009 | 23:13
pæjumót í fyrramálið svo ættarmót
húsfreyjan bíður góða kvöldið það er alvveg að koma svefntími en fyrir morgundaginn þá er verið að bíða eftir að þvottavélin klári hraðkerfið á íþróttafötum sem dóttirin keppir í í fyrramálið,já það er komið að úrslitum á hnátumótinu og er mæting kl níu á ásvöllinn,reiknað er með að þær stelpur sem eru með henni í lið séu búnar að keppa upp úr hádegi,og þá er að bruna vestur á snorrastaðir og tjalda þar fellihýsinu til einnar nætur,hitta ættingja úr teindamóðurfjölskyldunni,sem við höfum að megninu til ekki hitt áður
og í dag var hýsinu skellt upp og sett inn í það sem telst nauðsinlegt til útilegu og ekki svo sem margt sem við tökum með okkur,svefnpoka,teppi,regnfatnað,kuldafatnað,skó og stígvel,nú tebollurnar sem voru bakaðar í morgun, kaffi og brúsa,kakó fyrir svefninn,ísskápurinn er teingdur og hægt að skella í hann lambalæri sem við nudduðum pipar og salti á og er búið að marena síðan í morgunn,ummm namm,svo á að grilla það annað kvöld ásamt tilheyrandi meðlæti,það er ýmislegt sem fylgir hýsinu sem við þurfum ekki að koma með og munar um það,
og í fyrramálið upp úr kl sex þá ætlar húsfreyjan að vakna og skella nokkrum flíkum í tösku ásamt koddum,böngsum og snuddum,svona ca klukkutíma verk þá er bara morgunmatur og sturta, koma sér á stað ekki seinna en kl átta,
við eyddum eftirmiðdegi hjá æskuvinkonu sem býr í nágrenninu og það var ákveðið að borða saman áttum skemmtilega og notalega stund saman við vorum komin heim með mjög lúin börn um kl níu og ekki lengi að sofna,
en í gærkveldi hittumst við reyndar ásamt vinkonu úr efri byggð það var avon kynning hjá húsfreyju sem heppnaðist mjög vel,en Helga systir kom og hélt hana,já fámennur konu hópur og góð stund,
í morgunm hringdi læknir húsfreyjunar og spurði um líðan hennar en eftir síðustu heimsókn þá var meðal annars rætt um komandi helgi og það mætti leggjast betur í húsfeyju,og dagarnir í þessari viku hafa verið frekar slæmir með einkenni kvíðaspennu svo að það á að prófa meðalsterkt lyf sem eiga að draga úr spennunni,nú sonurinn barst í tal en hann sýnir einkenni gróðurofnæmi og nefið er með sírennsli og angrar það strákinn svo að hann má nota sama lyf og stóra systir hans er á og fær púst í nefið,
nú fleiri fréttir eru og það er búið að ákveða að við hjónakornin förum okkar fyrstu utanlandaferð í byrjun október til Dannmerkur nánar tiltekið til systur bóndans og hennar mann en sonur þeirra er að útskrifast í vélfræði eitthvað,og ætlum við að taka elstu dótturina með okkur,og vonumst við eftir ca fjögura daga ferð,en allt kemur þetta í ljós strax eftir helgi en þá verða miðar pantaðir og ætlar breiðholtsfjölskyldan að slást í hópinn,það er teindaforeldrum húsfreyjunar að þakka þessa ferð en þau styrkja okkur og beiðholtsfjölskylduna ásamt systur bóndans sem býr hér í bæ,
við fengum boðsbréf í veisluna í vikunni og við ætluðum að reyna það sem hægt væri að komast út og nú er sá draumur að verða að veruleika
já svona hafa dagar síðustu viku verið,og næst heyrið þið frá húsfreyju eftir helgina,hafið það sem allra allra best og njótið lífssins
kveðjur
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.