4.8.2009 | 21:57
hugleiðing,,,,,hver og einn er hetja á sinn hátt
þá er síðasta vika sumarfrísins hjá púkunum,tíminn hefur liðið hratt þó svo að púkafjör hafi ráðið ríkjum hér á bæ þá gefa þau mikið frá sér og ógleymanlegar stundir í minningunni,stefnan er sett á einhver ferlalög en það er ekki alveg komin fast hvenar það verður,sumarið hefur sem sagt farið í mátulegt kæruleysi,og haft gaman af að eyða nánast öllum tímum með fjölskyldunni í sprell,gönguferðir,sund og tvö ferðalög
fótboltaæfingar eldri dótturinnar hófust aftur í morgun eftir viku frí,en hún er mikið með boltann og tekur æfingar með pabba sínum,það eru tvö lítil mót eftir með þessum þjálfara,svo erður einhver pása og nýr tekur við stöðunni,
í gær ræddum við komandi skóla ár og hlakkar dömunni mikið til að hefja aftur nám,spennt að fá nýjan kennara og komin á miðstig skólagöngunnar,hún hefur mjög ákveðnar skoðanir um framhald skóla og hefur hennar draumur verið lengi að verða eitthvað sem tengist íþróttum og heilsu í framtíðinni,
eftir næstu helgi þegar púkar byrja aftur í leikskóla,þá þarf húsfreyjan að gera stórar breytingar og krefjandi sem snúa að andlegri og líkamlegri heilsu,það hafa ótal hugsanir komið upp í huganum en erfitt að staðsetja þær og koma áætlun á blað,því af fyrri reynslu þá er mjög gott að hafa markmið og skrifa þau markmið niður og hafa á þeim stað sem þú sér á hverjum degi og minna þig á hvað þú villt og ætlir þér, það skiftir líka miklu að hafa hvattningu og traust,það að finna það frá góðum aðila sem sýnir að þú skiftir máli og það sé ekki sama um þig er dýrmætt,en ekki sjálfsagt eins og svo margt sem er í okkar daglega lífi,þess vegna er svo dýrmætt að geta gefið frá sér og þegið til baka án þess að krefjast eitt eða neitt,tíminn sem er núna kemur aldrei aftur,tíminn sem þú átt með sjálfri þér eða öðrum kemur heldur ekki aftur,lífið er krefjandi og þú ert stöðugt að auðga og næra þig af því sem kemur þér fyrir sjónir hvert augnablik,hefur þú hugleitt að þú getir verið áhrifavaldur í lífi fólks og það getur líka verið persóna sem þú þekkir jafnvel ekkert til,
hugafar þitt hefur áhrif á þig og aðra,eins með framkomu og hversu innri mann þú hefur að geyma,húsfreyjan er mikið fyrir að hugsa og pæla í hinu ótrúlegustu í veröldinni,og þetta stóra EF kemur oft upp í huganum, það eru margir áhrifavaldar í lífi húsfreyjunar og sem betur fer þá hefur það góða oftast völdin í þeim hugarheimi eins og lífið er í dag,en það vonda reynir oft að skjótast inn og valda martröðum og þá er eins og hugurinn hangi á blá þræði,svo er eins og hugurinn fá frelsi en það er ekki alltaf auðvellt,væntingarnar sem voru að verða að engu urðu allt í einu að veruleika,
þess vegna skiftir öllu að koma fram við aðra eins og þú villt láta koma fram við þig
kveðja húsfreyju gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.