31.7.2009 | 21:05
gaman að fá ferð með rauða kassanum,,,hátt hátt hátt
föstudagskvöld og það er gott að vera heima,en elsta dóttirin var boðið að fara með vinkonu sinni og foreldrum í útilegu við sumarbústað og gista í fellihýsi,og ekkert smá spennt daman
að venju þá var ræst snemma í morgun upp úr kl sjö,þá skriðu tveir púkar upp í og með kaldar tær,ekkert þægilegt að fá þær á magann bóndinn fór svo á fætur með púkunum rúmlega hálf tíma síðar og gaf morgunmat ásamt lýsi og vitamíni,tók svo við að borga fullt af reikningum og er staðan hjá okkur bara góð,og ekki verra að eiga fínan afgang af aur og geta lagt fyrir,
því næst tók bóndinn til við að leggja kranabílnum fyrir framan hús og hífa sjálfan sig ásamt strákapúka sem að sjálfsögðu var vel bundinn í körfunni,og málaði fúavörn á þakskeggið og allan hringinn,og þreif eldhúsgluggann í leiðinni,hreinsaði víst býsna mikið af áttfætlingum og voru þær flestar í góðum holdum enda engin að eiga við þær svona hátt uppi en sælan búin þar og fengu þær flugferð niður á tún,þvílík grimmd hjá bónda
stráksa fannst gaman svona hátt uppi og sá fínt útsýni eins og hann orðaði það,svo fengu systur hans að prófa ferð og var litla daman vel bundin og fannst heldur betur gaman að fara hátt upp,já og líka stóru dömunni,
litlu púkarnir voru orðin mjög lúin um kvöldmatarleitið og voru svo sofnuð rétt rúmlega hálf átta,og svo hlakkar þeim mikið til að fara bæjarferð á morgun og hitta breiðholtsfrænda að venju er stuð þegar þau hittast,
litla daman er búin að biðja lengi um eyrnalokka og ætlum við að leyfa henni það í bæjarferðinni en svo er bara að sjá hvort kjarkurinn verður ennþá til staðar þegar á staðinn er komið,ætlum nú ekki að taka neitt verslunaræði en það verður eflaust mikið um að vera og mánaðarmót sem íslendingar kunna að fagna allavega einhverjir,
hlaupabólustelpan er alveg laus undan hlaupandi bólum og svo er bara að sjá og bíða hvort bróðir hennar og frændi hafi smitast,það er svo sem ekki öruggt að stráksi fái bóluna vegna þess að það er á huldu hversu veik eða sterk hún var þegar hann var lítill og fékk nokkrar bólur,en ef hann fær hana þá verður það ca 14 ágúst og þá er ættarmót hjá teindamömmu á snæfellsnesi og þá verður nú ekki mikið farið í útilegu,en það er búið að bjóða okkur fellihýsið eins og við viljum það sem eftir er sumars,en bóndinn hefur verið að gera helling við það og eru eigendur mjög sáttir og síðast í gær þá var verið að gera við það en frúin sem á fellið ætlaði í útilegu á miðvikudag og þegar átti að reisa upp svefnaðstöðuna þá var allt seglið losnað frá en það er boltað niður,og hún varð að pakka niður og kom heim mjög döpur en hringdi í okkur á leiðinni og sagði söguna,og bóndinn vildi nú endilega athuga hvort það væri ekki hægt að laga þetta og morguninn eftir kemur frúin með fellið og það er tjaldað upp og jú það er hægt að bora og festa allt niður að utan sem innan,við konurnar þrifum það að innan og settum allt inn í það sem fylgir útilegu,og mikið var frúin glöð þegar það var hægt að gera aftur tilraun með ferðalagið,hún náði svo í bónda sinn sem er skipstjóri og er mánuð í burtu í einu,
og í dag hringir hún og eru þau fjarska glöð og allt í himnalagi,fellið í besta lagi
það veitir manni góða vellíðan þegar hægt er að hjálpa og finnast það sjálfsagt,það hefur verið æðislegt að kynnast aftur æskuvinkonu og eigum við góðar stundir saman,
það var líka óvænt bréf sem beið húsfreyjunar í pósthólfinu,en þar var góð hvattning og var vonast eftir að húsfreyjan fari að láta sjá sig í Orkubúinu,já það eru góðir að sem húsfreyjan á ,
en jæja það er víst komin tími á að hengja út á snúru úr vélinni,taka inn það sem er fyrir og setja aftur á sængurnar og búa um rúmið,svo er útiloftið svo gott og að leggjast upp í rúm með allt fullt af fersku lofti ummmm hafið það sem allra best og njótið þessarar löngu helgi vel,farið hægt um gleðinnar dyr
kv húsfreyju gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.