25.7.2009 | 23:32
kannski seinna miklu seinna
eftir frekar lítinn svefn s,l. nótt þá fór bóndinn á fætur með púkunum,húsfreyjan kúrði til kl að verða tíu,eftir að bóndinn fór til vinnu þá átti að taka aðeins til við nokkur húsverk og meðal annars að setja í þvottavél,þegar litla daman var tekin úr náttfötunum með morgunmatinn framan á þá kom í ljós að hlaupabólan hafði gert sig heimakomna litla daman skoðaði bólurnar og eftir stutta stund sagði hún eftir að móðir hennar hafði útskýrt hvað væri á henni,en mamma ég vil ekki fá hlaupabólu núna á kroppinn minn kannski seinna hlaupabólu eða kannski mikið seinna hlaupabólu ...
já móðir hennar átti í pínu vandræðum með að halda alvarleikanum í andlitinu því litla daman var frekar alvarleg,
en hún hefur verið bara nokkuð hress í dag en svona öðru hverju kemur upp jamm efins svipur þegar bólurnar eru taldar eða gerðar tilraunir til þess og eru þær óðum að fjölga sér og þær eiga að koma miklu seinna,
en það var komin hiti í dömuna í kvöld og fyrir kl átta var búið að stíla og gefa hóstasaft og púst og sofnaði með mömmu sinni í mömmu rúmi,mjög lúin en ekki lengi að sofna
hins vegar er bróðir hennar ennþá bólulaus og var bara nokkuð glaður með það og sýndi systur sinni það oft í dag,veit samt ekki hvort hann sleppur en þau fengu bóluna mjög væga um ca eins árs aldurinn,
en smá áframhald af pissuáhuganum,í gær þá tók strákapúkinn upp á því að setja sápu í tómt fiskabúr sem búið var að þrífa og beið eftir að yrði sett á geymsluloftið,því næst pissaði hann í það og móðir hans var nú ekki alveg ánægð með þessi uppátæki og svo útskýrði stráksi afhverju hann hafði nú gert þetta tvenn, sko systir hans var á klósettinu og hann þurfti svo að pissa,já sagði móðir hans en vildi fá meiri útskýringu,en mamma pissið má ekki vera skítugt og þá á að setja sápu eins og þú setur í klósettið mamma,og fannst greinilega að svipnum að dæma að móðir hans væri að spyrja alveg fáránlegra spurningar
þrifin á heimilinu hafa vakið áhuga hans og sé í lagi á klósettinu,fyrst er sett sápa og skrúbbað og svo er heingd sápa í klósettið sem gefur betri ilm og allt hreint
þetta eru útskýringar stráksa
húsfreyjan hefur sem sagt haft nóg að gera í dag,svo var bakað bæði súkkulaði skúffuköku og tebollur,snýtt og huggað,hengt út þvottur og brotinn saman þvottur,aðeins gripið í prjónanna ,það er verið að búa til gjafir,og þetta árið eru aðalega prjónað í afmælis og jólagjafir
á von á að hafa nóg af tíma í haust eftir hnéaðgerðina
en jæja það er komin tími á svefn eða gera tilraun með svefn,hafið það sem allra best og njótið lífsins
kv húsfreyju gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.