24.7.2009 | 16:12
púkarnir eru ekki í vandræðum með að bjarga sér
húsfreyjan ætlaði að vera búin að skella svona eins og eina færslu inn fyrir nokkrum dögum,en nennirinn hefur ekki verið mikið við völd hvað tölvu varðar,sól og hiti eru meira freistandi en innivera nema svona rétt til að elda mat,og ganga frá mat,þvotti og það allra nauðsynlegasta,en það snögg kólnaði í gær og höfum við ekkert verið mikið úti,púkarnir með mikin hósta og horinn flæðir eins og foss í leysingum,fórum bæjarferð í gær og daginn þar áður,bóndinn hefur tekið að sér að gera við fellihýsi æsku vinkonu húsfreyjunar og mann hennar sem er frændi húsfreyjunar,og varahlutir sóttir þessa tvo daga ásamt að fara bónusferð,bóndinn er alveg til í að taka að sér auka vinnu enda lítið að gera enda væri geðheilsan farin að gera vart við sig ef ekki væri smá auka vinna hér og þar,
púkarnir hafa verið nokkuð uppátækjasöm og meðal annars er stráka púkinn að uppgötva að það er hægt að pissa úti og þá er pissað á nánast hvað sem er og er mjög hissa þegar það eru ekki allir staðir til boða og foreldrar samt ánægð þegar stráksi bjargar sér þegar hann er úti við í leik en sem betur fer þá er annað losað inni,og stelpu púkinn vill auðvitað gera eins og bróðir og bara niður með buxurnar og skilar sínu pissi sem enda oftast á buxnaskálminni en stolt er hún svo er komið inn og gáð í ísskápinn og oftast fyrir valinu þar er skyr,ostur,appelsínur og ískallt vatn,prílað upp á borð og náð sér í glas og disk,brauð sett í brauðrist og smurt vel með smjöri en mamman fær að skera niður ostinn,tekið hraustlega til matarsins og aftur út að leika,eða farið á róló og í heita pottinn hjá afa og Eygló eftir róló ásamt Sigga,það er gott að skola af sér sand fyrir kvöldmat,þau fá sér ávexti sem sett er á stórann disk og á borð og borðað á meðan buslað er í pottinum enda börnin orðin fallega brún án þess að hafa brunnið en fá góða sólarvörn og ekkert sparað með hana,
nú næturbleyjan var tekin af fyrir síðustu nótt,plöstuð dýnan og þau voða spennt,enda hafa bleyjur verið oft þurrar eftir næturnar,og í morgun vaknaði stráksu með blauta brók en þurt rúm,og stelpan alveg þurr í morgun,
róló hefur verið mikið sóttur nema í dag og í gær,púkarnir mjög ánægð þar,ef allur sandurinn hefur verið settur í sandkassa sem þau hafa komið með heim þá væri komin botnfylli í svona skelja sand kassa,bæði skór og vasar eru losaðir á stéttinni en alltaf kemur eitthvað inn,og í morgun tók húsfreyjan sig til og riksugaði,og ekki veitti af,sandur alstaðar og meira að segja í rúmum og í fataskápum og skúffum,jamm riksugaði stofu,hol og eldhús og skúraði eldhús en þá sagði bakið stopp og ekkert hægt að gera meira í dag hvað varðar hreingerðingu en það er svo sem allt í lagi,ekkert fara nú óhreinindin og er ekki til málsháttur sem segir,af skítnum þrífast börnin best eða hvað
en alla vega þá er ekki verið að stressa sig af skítugum gólfum og þykku rik lagi hér og þar,
hvutti litili er voða góður og hefur fært meira fjör á heimilið,ekki eins og það hafi verið frekar of rólegt , en það er ekkert meira gaman en að hafa glöð börn sem njóta þess að lifa lífinu og það má leika sér alsstaðar heima
já símamótið það verður aðeins að nefna það,það heppnaðist mjög vel,veður dásamlegt allann tímann og stelpurnar stóðu sig rosalega vel ásamt foreldrum sem tóku að sér vaktir og pössuðu vel upp á stelpurnar,en það er nú samt leiðinlegt að atvik sem upp koma og þarf að ræða á afviknum stað að stelpurnar á okkar vakt voru vitni af og það skapaði óróleika og hræðslu,veit um önnur mál sem við foreldrar höfðum heyrt af og ekki tekið tillit til aðstæðna, en annars var allt mótið vel að staðið og ekki höfðum við viljað missa af,svo tekur við nýr þjálfari við 6 flokki í haust og kynntumst við henni um þessa helgi og hún er frábær,
það voru um 26 lið sem kepptu þessa helgi og má geta þess að Grindavíkur stelpurnar voru frá 12 sæti og það besta var annað sætið og það var vonum framar enda sagði þjálfari að miklar framfarir hafa orðið og gaman að sjá áhugan hjá stelpunum öllum og mikil leikgleði,og um að gera að hvetja rétt áfram og hafa gaman af
svo er annað áhyggjuefni JARÐSKJÁLFTASPÁ eigum við eitthvað að ræða það nánar til vonar og vara þá verða sumir hlutir settir á öruggan stað,og farið daglega á vef veðurstofunar og skoðað og spáð í mælingar tengt jarðhræringum
ætla svo að lokum að koma að fábæru kremi sem heitir bossagaldur frá villimey það krem hefur gert kraftaverk á svo kallaðar leikskólavörtur sem geta dreifst viða um líkama,en litla daman okkar var með eina litla á lærinu en fór svo að fikta í henni og dreifðist úr henni undir húðina og sýking komst í,við ákvöðum að prófa kremið og viti menn,á fyrsta sólahring þá snar minkaði sýkingin og nú er svo að vartan er nánast horfin og aðeins eins og sár þar sem hú byrjaði og líðan dömunar er bara góð,
þetta krem er líka gott á sólbruna,húsfreyjan sólbrann á nefi
en hafið það sem alra best og njótið þess sem sumarið hefur upp á að bjóða og fríið það er yndislegt að vera mátulega kærulaus,vaka fram á kvöld og vera úti með fjölskyldum og vinum
kveðja húsfreyjan í sumarskapi
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.