útilega og nú er símamótið í fótbolta að hefjast

fjölskyldan nýtur sumarblíðunar og er voða lítið inni við,fórum í útilegu á Hellishólum 8 til 12 júlí og bara nokkuð gaman fyrir utan lausagöngu hunda,og langt frá því að margt fólk virði þá reglu að það á að vera komið ró á tjaldsvæðinu á miðnæti,það fór betur um okkur í fellihýsinu og nutum við útiverunar,fórum á fimmtudeginum að Skógarfossum og allur hópurinn gekk um 377 tröppur,stóru stelpurnar töldu tröppurnar,upp á topp og stöldruðu þar við en húsfreyjan lá í sólbaði við bílinn,er ekki alveg komin með getu til að ganga svo margar tröppur Frown en frétti að útsýnið hafi verið frábært,Bríet Anna tók sprett upp alla tröppurnar án þess að stoppa og áttu sumir fullt í fangi með að fylgja henni eftir og líka niður tröppurnar,svo var allur mannskapurinn með harssperrur daginn eftir nema litla hlaupadaman Happy alltaf jafn fjörug ásamt bróður sínum,eftir skógarfossinn þá var haldið til baka og komið við að Hamragörðum og Seljalandsfossur skoðaður og farið í göngu bakvið hann,nema húsfreryjan það var víst frekar hálft og eitthvað grýtt yfirferðar,en þá var bara myndavélin notuð,

á fimmtudeginum þá var farin dagsferð,hungurfit og emstrur og er það í þriðja skiftrið sem við förum þá leið og ávalt jafn gaman að aka um stórbrotna náttúru og auðvitað stoppað oft og notið þess sem náttúran bauð upp á,

mikið óskaplega var gott að komast aftur á tjaldstæðið og fara í heitu pottanna ,skola af sér rik og svita,sturtan fyrst notuð Wink en það var rosalega heitt og mikil sól þessa daga sem við vorum á ferðalagi,börnin komu inn til að sofa og borða en sá tími var ekki seint enda mjög lúin eftir leik allan daginn,breiðholtsfrændi fékk hlaupabóluna í ferðinni og fjölskildan fór heim á laugardeginum,sú fjölskilda hafði verið á ættarmóti hálfum mán áður og þar var barn að fá hlaupabóluna,já betra að fá veikina í fríinu fyrst hún er að ganga,

það bættust fleiri fjölskildurr við í okkar hóp og var gaman hjá okkur,en alltaf gott að koma heim og við lögðum af stað á hádegi á sunnudag og sluppum við umferðina miklu,

þessa daganna hafa púkarnir verið aðeins á róló og hafa gaman af,svo er stundum farið í heita pottinn hjá afa og Eygló og það er sko mikið fjör W00t

símamótið er sett í kvöld,við fórum með Gyðu Dögg í Kópavoginn þar sem stór hópur af stelpum keppa frá og með morgundeginum og úrslit á sunnudag,það er mikið búið að hlakka til,foreldrar skiftast á að taka vaktir,við hjónin eigum vakt saman á laugardag frá 14 til 18 og húsfreyjan heldur svo áfram til 22 það sama kvöld,á svo vakt á morgun frá 14 til 18 og förum meðal annars með þessar átta stelpur í sund en það eru alltaf tveir foreldrar með á vakt þar sem dóttir er í hóp,og á sunnudag frá og með 10 þá eru allir foreldrar með sínu barni þar til mótinu er slitið,og ekki er slæm veður spáin þessa daganna Joyful

en kveðja þar til næst og njótið lífsins saman Heart virðum hvort annað og skoðanir,

kv húsfreyjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband