29.6.2009 | 12:15
lítill lykill verður ekki með í för í ferðalögum,,,,,,,,,hvers vegna ?
þá er fyrstu útilegu lokið og heppnaðist bara nokkuð vel,við fórum að Hellishólum í Fljótshlíð rétt fyrir utan Hvollsvöll,þar er öll aðstaða til fyrirmyndar,og vel við haldið,við mælum eindregið með þessum stað og líka mátulega langt að heimann en á svæðinu var mikill fjöldi fólks en veður spáin spáði líka fínu veðri,húsfreyjan fékk góðann hnút í magann þegar fjöldin blasti við en herti sig upp og tók þessari áskorun eins vel og hún gat,
en teindaforeldrar húsfreyjunar voru þarna ásamt Stefaníu systir bóndans og hennar maður og yngsta dóttirin en Gyða Dögg er árinu yngri en hún,já og bróðir bóndans þar skammt frá ásamt sinni fjölskyldu,nú gömul æskuvinkona og brottflutt en er ný flutt aftur hér í bæ var þarna ásamt manni og dætrum en hennar maður er frændi húsfreyjunar og höfum við ekki sést síðan ca árið 1981 og var gaman að hittast en sá frændi fluttist norður,við ætlum að fara að hittast aftur og hafa gaman af en þau búa í nágrenni við okkur bóndinn vaknaði slappur á laugardagsmorgun og komin með beinverk,hita og hálsbólgu,þá var bara fengið sér verkjalyf og vonað það besta,það dró úr en tekið bara aftur inn og notið þess í afslöppun svona stundum en sonurinn okkar er ótrúlega lúnkinn að komast inn í bíla og vopnaður litlum lykli sem hann hefur lengi átt,en sem betur fer þá byrjaði hann á okkar bíl og við urðum ekket smá hissa þegar hann var bara komin í bílinn,og aftur komst hann inn í hann þó svo að bóndinn hafði læst öllum hurðum og yfirfarið læsingar og prófað þennan lykil þá gat hann ekki opnað með honum en stráksi gat það,en við fengum að geyma þennan forláta lykil á góðum stað það sem eftir var ferðarinnar,þetta vakti að sjálfsögðu kátínu viðstaddra fjölskyldu og ættmenna þetta uppátæki stráksa og sáu foreldrar bóndans höfðu mikið gaman af,svo margt líkt með þeim á þessum aldri,og þá er komin tími á að bóndinn fái að upplifa hvað það er að hafa ávalt vökul augu og eyru hrekkjalómanns
en litla systir hans er líka uppátækjasöm og fengu þau nýtt nafn,tvíburapúðarnir í staðin fyrir sykurpúðarnir en orkan sem sykurpúðar geta gefið frá sér við það eitt að verða borðaðir eru eins og orkan í okkar púkum en ekki stendur til boða að gefa þeim sykurpúða,það var alveg nóg að fylgjast með og passa upp á prakkarastrikin,taka upp tjaldhæla,skrúfa frá eða fyrir gaskúta,grillin heilluðu,og vatnsslöngur fyrir utan þjónustu húsið þar sem wc,sturtur og heitir pottar eru,taka pílur af dekkjum,já svo mætti telja áfram,en gaman af blessuðu börnunum,
veðrið var nokkuð gott en ekki eins sólríkt og spáð var en hún lét aðeins sjá sig,en lítill vindur og þurt,við fundum að tjaldvagninn er ekki eins pláss stór og í fyrrasumar og var mjög þröngt um okkur fyrstu nóttina en sem betur fer þá fékk elsta dóttirin að gista í fellihýsi hjá frænku sinni,en þá var rúmgott hjá okkur,en það er nú ekki gott að þurfa að finna annað pláss fyrir einn úr fjölskyldunni,svo við prófuðum að setja inn auglýsingu og ætlum að ath skifti á vagninum og fellihýsi fyrir sambærilegt verð,en ef það gengur ekki upp þá kaupum við okkur góða dýnu og setjum á gólfið fyrir neðan svefnplássið og þar er hægt að sofa,
við versluðum okkur svefnpoka og höfum í vagnin um,þetta eru pokar sem þola allt að tuttugu stiga frost hjá okkur hjónunum en við gerðum ráð fyrir að geta farið vetrarferðir,og fengu börnin líka góða poka sem þola allt að tíu stiga frost,þessa poka fengum við í rúmfatalagernum á fínu verði,svo vel um okkur fór og ekki var kallt,en við erum líka með rafmagnsblásara í svefnrýminu,
golfvöllurinn var mátaður og var það víst skemmtilegt fyrir bæði börn og fulorna,en húsfreyjan var með yngstu púkanna í vagninum og þar í kring og treysti sér ekki í tveggja tíma spil,en hafði það gott með börnum og hvutta,
það var ekkert mál að hafa hvutta með en hann vakti athygli og það er greinilegt að fólk hefur nú ekki mikið seð þessa tegund en var mjög hrifið,
en alltaf gott að koma heim,við drifum okkur að pakka saman um kl tíu í gærmorgun en útlitið á himninum var að dökkna og það passaði þegar vagninn var hengdur aftann í bílinn að þá kom demba,og ekki var umferðin farin að aukast og við komum heim á undan mikilli umferð en í blaðinu í morgun var einmitt sagt frá stöðugri umferð nánast frá Sellfossi og í borgina,sem betur fer þá sluppum við en bóndinn hafði ákveðið að ef umferðin væri farin að aukast þegar Hveragerði var komið þá ætlaði hann krísuvíkur leið og koma upp á þjóðveginn hjá Hafnarfirði
það höfum við gerð oft áður og miklu þægilegra og laus við umferðarþungann
það styttist svo í næstu ferð og rétt rúmlega vika í fimm daga ferðalag,svo að næstu dagar fara í skipulag og undirbúning
síðasta vika hjá púkunum í leikskólanum en hann er að fara í fimm vikna sumarfrí eftir næstu helgi,það er tillhlökkun en það er nú oft farið og leikið sér þar eftir lokunn,
en það koma myndir fljótlega af ferðalaginu og hvutta í albúmið en þar er af nógu að taka,
en komin tími að lokum í dag,við heyrumst síðar en hafið það sem allra best og njótið lífsins
húsfreyjan sendir ykkur
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.