langar á formúlu keppni

það hefði nú ekki verið leiðinlegt að vera á formúlu keppni í dag og á þessum stað en buddan leifir það ekki,en fengum tilboð frá flugfélagi sem bauð upp á ferð sem kostar AÐEINS á annað hundrað þú fyrir einn þessa helgi ekki ódýrt að okkar mati, svo þá er bara næst besta sætið sem er heima í stofu í boði Wink með kaffibolla í hönd og nokkra súkkulaðibita,og njóta þess,

eftir formúlu þá verður bakaðar vöfflur með kaffinu ummm Joyful og að sjálfsögðu boðið upp á sultu og rjóma með,

s,l. föstudag þá kom breiðholtsfjölskyldan í kvöldmat og húsfreyjan bauð upp á gamaldags steiktann fisk með raspi,lauk, karteflum og fersku grænmeti og allt rann ljúflega í fólkið,stóru stelpurnar fóru með í borgina og í gær fór gumpafjölskyldan í breiðholtið og þar var kvöldmatur í boði,heimabakaðar pizzur og þær eru ávalt góðar,við komum seint heim og ekki voru augun lengi að lokast þegar lagst var á kodann,

ætlum að hafa það rólegt í dag,hjólatúr og gönguferð ásamt Lubba sem er voða glaður og gengur vel með hann,gleður okkur og mikill leikur í honum,

húsfreyjan fór í kvennahlaupið ásamt Guðbjörgu systur en við vorum ekkert að spretta úr spori heldur röltum bara í rólegheitum,og stittum okkur leið vegna meiðsla húsfreyjunar en við skiluðum okkur á endastöð og fengum pening um hálsin,súpu og brauð og að lokum skelltum við okkur í heita pottinn Smile mjög notalegt,ekki svo margar konur sem tóku þátt,það hafa verið fleiri,

húsfreyjan fór til læknis s,l. föstudag og var rætt fram og til baka ýmislegt og niðurstaðan var sú að ekki að hætta á lyfjunum og gera eina tilraun með að auka aðeins við broslyfjunum ásamt að fá migrinislyf en sá höfuðverkur hefur aftur tekið sig upp en hefur legið í dvala síðan síðasta meðganga var,og gerð tilraun með lyf sem eiga að draga úr spennu og verkjum í fótum,baki og mjöðmum,og auðvitað er haldið áfram að gera góðar æfingar alla daga því án æfingana þá stirnar líkaminn,þó svo húsfreyjan sé ekki mikil kyrrsetukona þá hjálpar allt til,margt smátt gerir sitt Wink

ætla að biðja bóndann fljótlega að setja inn nýjar myndir af ýmsum atburðum síðustu vikur,húsfreyjan er ekki alveg viss hvernig það er gert Errm 

en kveð ykkur þartil næst,hafið það sem allra best og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða

knús og koss Kissing frá húsfreyju gumpinum

p,s

fáum okkur ís í dag það gleður og klikkar ekki

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband